KR-ingar verða af 15-20 milljónum: „Þetta er rosalegt högg“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2020 16:02 Fullt var út úr dyrum þegar KR mætti ÍR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. vísir/daníel Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að félagið verði af miklum tekjum vegna þess að Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Úrslitakeppnin fer ekki fram en hún er helsta tekjulind félaganna. Tapið er því mikið. „Við reiknum með 15-20 milljónum sem við verðum af í ár. Þetta er rosalegt högg,“ sagði Böðvar í Sportinu í dag. KR mætti ÍR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Félagið fékk ekki bara tekjur af miðasölu heldur einnig af sölu veiga í föstu og fljótandi formi. „Leikurinn byrjaði klukkan átta og við byrjuðum að grilla klukkan fjögur. Axel Ó grillaði 1200 hamborgara. Svo vorum við með 3000 bjóra sem voru búnir í hálfleik,“ sagði Böðvar. Hann segir að óvissan sé enn mikil og erfitt að gera áætlanir fram í tímann. „Við erum mjög spenntir að sjá hvað kemur út úr þessum aðgerðapakka frá ríkisstjórninni. Við vonumst til að fjármagnið skili sér niður í grasrótina en það er ekkert fast í hendi. Þetta verður vonandi kynnt í næstu viku,“ sagði Böðvar en KR hefur einnig biðlað til stuðningsmanna sinna að leggja félaginu lið á þessum erfiðu tímum. Klippa: Sportið í kvöld - Böðvar um tap KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KR Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að félagið verði af miklum tekjum vegna þess að Íslandsmótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Úrslitakeppnin fer ekki fram en hún er helsta tekjulind félaganna. Tapið er því mikið. „Við reiknum með 15-20 milljónum sem við verðum af í ár. Þetta er rosalegt högg,“ sagði Böðvar í Sportinu í dag. KR mætti ÍR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Félagið fékk ekki bara tekjur af miðasölu heldur einnig af sölu veiga í föstu og fljótandi formi. „Leikurinn byrjaði klukkan átta og við byrjuðum að grilla klukkan fjögur. Axel Ó grillaði 1200 hamborgara. Svo vorum við með 3000 bjóra sem voru búnir í hálfleik,“ sagði Böðvar. Hann segir að óvissan sé enn mikil og erfitt að gera áætlanir fram í tímann. „Við erum mjög spenntir að sjá hvað kemur út úr þessum aðgerðapakka frá ríkisstjórninni. Við vonumst til að fjármagnið skili sér niður í grasrótina en það er ekkert fast í hendi. Þetta verður vonandi kynnt í næstu viku,“ sagði Böðvar en KR hefur einnig biðlað til stuðningsmanna sinna að leggja félaginu lið á þessum erfiðu tímum. Klippa: Sportið í kvöld - Böðvar um tap KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KR Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira