„Var að gæla við það að snillingarnir í EHF myndu finna einhverja lausn á þessu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. apríl 2020 20:00 Snorri Steinn hvetur sína menn áfram. vísir/bára Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari deildarmeistara Vals í Olís-deild karla sér jafn mikið á eftir EHF-keppninni eins og úrslitakeppninni hér heima en það varð ljóst í dag að Valur myndi ekki spila meir í EHF-bikarnum þetta árið. Valsmenn áttu að mæta Haldum frá Noregi í 8-liða úrslitunum í byrjun júní en eftir tilkynningu frá EHF í dag varð ljóst að búið væri að blása keppnina af. Snorri segir að hann hafi verið viðbúinn undir þessi skilaboð en þó sé þetta súrt. „Ég átti ekki von á því að fara spila 7. eða 8. júní eins og fyrst var gert ráð fyrir. Þetta kemur ekki á óvart en þetta er fúlt og svekkjandi að þetta hafi farið svona. Við vorum á góðu róli og það hefði verið mjög gaman að klára þessa keppni,“ sagði Snorri í Sportpakkanum í kvöld. „Við áttum mjög góðan séns. Ekki bara að komast í átta liða úrslitin. Við hefðum getað unnið þessa keppni. Það er klárt mitt mat. Við hefðum getað tapað fyrir þessu norska liði og dottið út í átta liða. Það voru fín lið sem voru eftir.“ Hann segir að mikið sé hægt að ræða um þessa keppni en hún sé góð fyrir íslensku liðin og passi fínt gæðalega séð. „Þessi keppni; það er hægt að segja margt um hana en hún hentar íslenskum liðum mjög vel. Standardinn á henni er þannig að lið eins og Valur eru hátt skrifaðir í henni. Það hefði verið gaman að láta reyna á þetta og ég sé alveg jafn mikið á eftir Evrópukeppninni og úrslitakeppninni til dæmis,“ en kom þetta honum á óvart? „Já og nei. Þegar mótið hérna heima var blásið af þá sá maður í hvað stefndi. Auðvitað hefur þetta verið hjá okkur eins og hjá öllum öðrum; einhver fjarþjálfun og það er undir mönnunum sjálfum komið hversu duglegir þeir eru. Það stendur til að byrja æfa 4. maí eftir þessum fyrirmælum.“ „Ég átti ekki von á því að þessir leikir færu fram í júní en ég viðurkenni að ég var að gæla við að snillingarnir í EHF myndu finna einhverja lausn á þessu og setja þetta á í ágúst. Þá fengjum við skemmtilega æfingaleiki.“ Allt viðtalið við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Snorri Steinn Handbolti Sportpakkinn Valur Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari deildarmeistara Vals í Olís-deild karla sér jafn mikið á eftir EHF-keppninni eins og úrslitakeppninni hér heima en það varð ljóst í dag að Valur myndi ekki spila meir í EHF-bikarnum þetta árið. Valsmenn áttu að mæta Haldum frá Noregi í 8-liða úrslitunum í byrjun júní en eftir tilkynningu frá EHF í dag varð ljóst að búið væri að blása keppnina af. Snorri segir að hann hafi verið viðbúinn undir þessi skilaboð en þó sé þetta súrt. „Ég átti ekki von á því að fara spila 7. eða 8. júní eins og fyrst var gert ráð fyrir. Þetta kemur ekki á óvart en þetta er fúlt og svekkjandi að þetta hafi farið svona. Við vorum á góðu róli og það hefði verið mjög gaman að klára þessa keppni,“ sagði Snorri í Sportpakkanum í kvöld. „Við áttum mjög góðan séns. Ekki bara að komast í átta liða úrslitin. Við hefðum getað unnið þessa keppni. Það er klárt mitt mat. Við hefðum getað tapað fyrir þessu norska liði og dottið út í átta liða. Það voru fín lið sem voru eftir.“ Hann segir að mikið sé hægt að ræða um þessa keppni en hún sé góð fyrir íslensku liðin og passi fínt gæðalega séð. „Þessi keppni; það er hægt að segja margt um hana en hún hentar íslenskum liðum mjög vel. Standardinn á henni er þannig að lið eins og Valur eru hátt skrifaðir í henni. Það hefði verið gaman að láta reyna á þetta og ég sé alveg jafn mikið á eftir Evrópukeppninni og úrslitakeppninni til dæmis,“ en kom þetta honum á óvart? „Já og nei. Þegar mótið hérna heima var blásið af þá sá maður í hvað stefndi. Auðvitað hefur þetta verið hjá okkur eins og hjá öllum öðrum; einhver fjarþjálfun og það er undir mönnunum sjálfum komið hversu duglegir þeir eru. Það stendur til að byrja æfa 4. maí eftir þessum fyrirmælum.“ „Ég átti ekki von á því að þessir leikir færu fram í júní en ég viðurkenni að ég var að gæla við að snillingarnir í EHF myndu finna einhverja lausn á þessu og setja þetta á í ágúst. Þá fengjum við skemmtilega æfingaleiki.“ Allt viðtalið við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Snorri Steinn
Handbolti Sportpakkinn Valur Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita