Stýrir bæjarstjórnarfundum frá eldhúsborðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. apríl 2020 20:00 Halla Björk Reynisdóttir er forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri. Vísir/Tryggvi Bæjar- og sveitarstjórnir víða um land hafa þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum með því að funda í gegnum netið. Ýmsir kostir, en líka gallar, fylgja fyrirkomulaginu að mati forseta bæjarstjórnar Akureyrar. „Ég set þá fund í bæjarstjórn. Fundur númer 3473 og annar reglulegi fundurinn okkar sem við höldum hér í fjarfundarbúnaði.“ Á þessum orðum setti Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, síðasta bæjarstjórnarfund á Akureyri. Yfirleitt kemur bæjarstjórnin saman til funda í sal í menningarhúsinu Hofi en vegna sóttvarna hafa bæjarfulltrúar þurft að sitja síðustu fundi heima hjá sér, allt fer fram í gegnum tölvu. Í tilviki Höllu varð eldhúsborðið fyrir valinu. Hún segir ýmsa kosti fylgja fjarfundunum. „Það eru margir kostir sem fylgja því að funda í fjarfundarbúnaði. Þeir verða að mörgu leyti styttri og hnitmiðaðri fundirnir. Eins og það að maður geti bara klætt sig að ofan og bara verið á inniskómum eins og hérna núna fyrir bæjarstjórnarfund,“ segir Halla og hlær. En, það kemur þó fátt í stað mannlegra samskipta, í persónu. „Maður er svolítið farið að þrá það að hitta fólk í persónu, það er mjög gaman að sjá þig til dæmis en auðvitað eru einhverjir ókostir eins og tæknileg vandamál og sérstaklega fyrst þegar fólk er að byrja að prófa,“ sagði Halla við fréttamann þegar hann fylgdist með síðasta bæjarstjórnarfundi. Kjörnir fulltrúar á landsbyggðinni þurfa iðulega að sækja ýmsa fundi í höfuðborginni. Halla telur að í þeim efnum geti fjarfundartæknin áfram spilað lykilhlutverk, eftir að faraldurinn líður hjá. „Það held ég að sé alveg ótvírætt kostir hvað varðar fundi sem við þurfum að sækja mjög oft suður. Það eru allir komnir með þessa tækni á hreint og við getum þá nýtt okkur það í framhaldinu.“ Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Fjarvinna Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Bæjar- og sveitarstjórnir víða um land hafa þurft að bregðast við kórónuveirufaraldrinum með því að funda í gegnum netið. Ýmsir kostir, en líka gallar, fylgja fyrirkomulaginu að mati forseta bæjarstjórnar Akureyrar. „Ég set þá fund í bæjarstjórn. Fundur númer 3473 og annar reglulegi fundurinn okkar sem við höldum hér í fjarfundarbúnaði.“ Á þessum orðum setti Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, síðasta bæjarstjórnarfund á Akureyri. Yfirleitt kemur bæjarstjórnin saman til funda í sal í menningarhúsinu Hofi en vegna sóttvarna hafa bæjarfulltrúar þurft að sitja síðustu fundi heima hjá sér, allt fer fram í gegnum tölvu. Í tilviki Höllu varð eldhúsborðið fyrir valinu. Hún segir ýmsa kosti fylgja fjarfundunum. „Það eru margir kostir sem fylgja því að funda í fjarfundarbúnaði. Þeir verða að mörgu leyti styttri og hnitmiðaðri fundirnir. Eins og það að maður geti bara klætt sig að ofan og bara verið á inniskómum eins og hérna núna fyrir bæjarstjórnarfund,“ segir Halla og hlær. En, það kemur þó fátt í stað mannlegra samskipta, í persónu. „Maður er svolítið farið að þrá það að hitta fólk í persónu, það er mjög gaman að sjá þig til dæmis en auðvitað eru einhverjir ókostir eins og tæknileg vandamál og sérstaklega fyrst þegar fólk er að byrja að prófa,“ sagði Halla við fréttamann þegar hann fylgdist með síðasta bæjarstjórnarfundi. Kjörnir fulltrúar á landsbyggðinni þurfa iðulega að sækja ýmsa fundi í höfuðborginni. Halla telur að í þeim efnum geti fjarfundartæknin áfram spilað lykilhlutverk, eftir að faraldurinn líður hjá. „Það held ég að sé alveg ótvírætt kostir hvað varðar fundi sem við þurfum að sækja mjög oft suður. Það eru allir komnir með þessa tækni á hreint og við getum þá nýtt okkur það í framhaldinu.“
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Fjarvinna Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira