Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 20:21 Sigmundur var gestur Heimis Más í Víglínunni í dag. Vísir/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist telja að stjórnvöld hefðu þurft að bregðast fyrr við því ástandi sem nú er uppi í efnahagslífi Íslands vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segist vona að Íslendingar hafi lært af reynslunni og segir það alls ekki mega gerast að bankar hér á landi taki yfir ferðaþjónustufyrirtæki sem standa höllum fæti, og selji þau síðan þegar rofar til í efnahagsmálum. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Þegar stjórnvöld svo kynna aðgerðir, þá þurfa þær við þessar aðstæður að vera stórtækar og þær þurfa að vera almennar,“ segir Sigmundur. Hann telur þá niðursveiflu sem nú blasir við geta orðið þá stærstu sem sést hefur á þessari öld, sem og þeirri síðustu. „Þetta eru aðstæður sem krefjast gríðarlega mikils inngrips stjórnvalda og aðgerða sem við myndum aldrei telja eðlilegar eða ásættanlegar við aðrar aðstæður. Þær þurfa að vera umfangsmiklar og almennar. Ekki flóknar.“ Ferðaþjónustan „í sjokki“ Sigmundur telur einn megingalla þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa boðað, vera hversu flóknar þær eru í útfærslu. Hann bendir á að svokölluð brúarlán, sem boðuð voru í fyrri aðgerðapakka stjórnvalda af þeim tveimur sem hulunni hefur verið svipt af, séu ekki komin til framkvæmda. „Menn hafa ekki fundið út úr því hvernig, og þá hvort er yfir höfuð hægt að framkvæma þetta.“ Hann segir skattalækkana og niðurfellinga gjalda vera þörf. Eins segir hann beina innspýtingu í efnahagslífið nauðsynlega til að halda ákveðnum fyrirtækjum gangandi. „Það sem er kannski mest áberandi núna þegar við nálgumst mánaðamót er að það skuli ekki hafa verið brugðist við gagnvart ferðaþjónustunni. Maður skynjar það að þar er fólk nánast í sjokki eftir að hafa heyrt aðgerðapakka tvö nefndan og farið yfir hann. Menn gerðu ráð fyrir því að það yrði komið til móts við þessa grein sérstaklega og önnur fyrirtæki sem sjá fram á algjört hrun í tekjum,“ segir Sigmundur. Bankarnir megi ekki taka fyrirtækin yfir Hann segir vandséð að hægt sé að bregðast við stöðu greinarinnar, sem nú sjái fram á að hafa litlar sem engar tekjur á næstu mánuðum, öðruvísi en að gera fyrirtækjum hennar kleift að leggjast í dvala. Hann segist vona að umræða um slíkt skili sér hjá ríkisstjórninni og fljótt komi í ljós hvernig hægt verði að gera þetta mögulegt. „Það sem má alls ekki gerast við þessar aðstæður, og vonandi höfum við lært af reynslunni fyrir rúmlega tíu árum síðan, er að bankarnir setji fyrirtæki í þrot, yfirtaki þau, reki þau jafnvel í samkeppni við þau fyrirtæki sem enn eru að reyna að þrauka og selji þau svo þegar bjartari tímar byrja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunið Íslenskir bankar Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Miðflokkurinn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist telja að stjórnvöld hefðu þurft að bregðast fyrr við því ástandi sem nú er uppi í efnahagslífi Íslands vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segist vona að Íslendingar hafi lært af reynslunni og segir það alls ekki mega gerast að bankar hér á landi taki yfir ferðaþjónustufyrirtæki sem standa höllum fæti, og selji þau síðan þegar rofar til í efnahagsmálum. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Þegar stjórnvöld svo kynna aðgerðir, þá þurfa þær við þessar aðstæður að vera stórtækar og þær þurfa að vera almennar,“ segir Sigmundur. Hann telur þá niðursveiflu sem nú blasir við geta orðið þá stærstu sem sést hefur á þessari öld, sem og þeirri síðustu. „Þetta eru aðstæður sem krefjast gríðarlega mikils inngrips stjórnvalda og aðgerða sem við myndum aldrei telja eðlilegar eða ásættanlegar við aðrar aðstæður. Þær þurfa að vera umfangsmiklar og almennar. Ekki flóknar.“ Ferðaþjónustan „í sjokki“ Sigmundur telur einn megingalla þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa boðað, vera hversu flóknar þær eru í útfærslu. Hann bendir á að svokölluð brúarlán, sem boðuð voru í fyrri aðgerðapakka stjórnvalda af þeim tveimur sem hulunni hefur verið svipt af, séu ekki komin til framkvæmda. „Menn hafa ekki fundið út úr því hvernig, og þá hvort er yfir höfuð hægt að framkvæma þetta.“ Hann segir skattalækkana og niðurfellinga gjalda vera þörf. Eins segir hann beina innspýtingu í efnahagslífið nauðsynlega til að halda ákveðnum fyrirtækjum gangandi. „Það sem er kannski mest áberandi núna þegar við nálgumst mánaðamót er að það skuli ekki hafa verið brugðist við gagnvart ferðaþjónustunni. Maður skynjar það að þar er fólk nánast í sjokki eftir að hafa heyrt aðgerðapakka tvö nefndan og farið yfir hann. Menn gerðu ráð fyrir því að það yrði komið til móts við þessa grein sérstaklega og önnur fyrirtæki sem sjá fram á algjört hrun í tekjum,“ segir Sigmundur. Bankarnir megi ekki taka fyrirtækin yfir Hann segir vandséð að hægt sé að bregðast við stöðu greinarinnar, sem nú sjái fram á að hafa litlar sem engar tekjur á næstu mánuðum, öðruvísi en að gera fyrirtækjum hennar kleift að leggjast í dvala. Hann segist vona að umræða um slíkt skili sér hjá ríkisstjórninni og fljótt komi í ljós hvernig hægt verði að gera þetta mögulegt. „Það sem má alls ekki gerast við þessar aðstæður, og vonandi höfum við lært af reynslunni fyrir rúmlega tíu árum síðan, er að bankarnir setji fyrirtæki í þrot, yfirtaki þau, reki þau jafnvel í samkeppni við þau fyrirtæki sem enn eru að reyna að þrauka og selji þau svo þegar bjartari tímar byrja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrunið Íslenskir bankar Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Miðflokkurinn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira