Vill spjalda menn fyrir að hrækja á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 13:00 Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hrækir hér á völlinn í leik með Juventus á móti AS Roma. Getty/Nicolò Campo Kórónuveirufaraldurinn mun mögulega hafa áhrif á reglur fótboltans nú þegar menn leita allra leiða til að fá boltann aftur til að rúlla inn á fótboltavöllum heimsins. Augu manna verða á öllu sem tengist smitvörnum þegar fótboltinn fer aftur af stað út um allan heim og yfirlæknir Alþjóða knattspyrnusambandsins vill nú útrýma því sem gerist mögulega yfir hundrað sinnum í hverjum fótboltaleik. Yfirlæknir FIFA vill nefnilega banna leikmönnum að hrækja á völlinn en vísindamenn segja að munnvatnið gæti verið á vellinum í marga klukkutíma og á meðan breitt út kórónuveirunni. Spitting should be outlawed on resumption and punished by yellow card, says Fifa's chief medichttps://t.co/6mQRdGhkeO— Telegraph Football (@TeleFootball) April 27, 2020 Það hefur hingað til verið samþykktur hluti fótboltaleiks að leikmenn hræki hvað eftir annað á völlinn. Það gefur að skilja að með því eru þeir mögulega að dreifa kórónuveirunni séu þeir smitaðir. Stjórnarmaður FIFA vill bregðast við þessu með því að leikmenn fái gult spjald fyrir að hrækja á leikvöllinn þegar keppni hefst á nýjan leik. „Þetta er mjög algengt í fótboltanum og er ekki mjög hreinlegt. Þegar við byrjum fótboltann á ný þá verðum við að reyna að gera allt til að koma í veg fyrir það að menn hræki á völlinn,“ sagði Michel D’Hooghe, stjórnarformaður læknaráðs FIFA, í viðtali við The Telegraph. „Stóra spurningin er hvernig við förum að því og hvort að það sé mögulegt. Kannski með því að gefa gult spjald,“ sagði Michel D’Hooghe. „Þetta er óþrifalegt og með þessu eru menn að sjá fyrir góðri leið til að dreifa vírusnum. Þetta er ein af ástæðunum af hverju við þurfum að fara mjög varlega þegar við byrjum aftur að spila. Ég er ekki svartsýnn maður að eðlisfari en ég er fullur efasemda eins og er,“ sagði Michel D’Hooghe. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn mun mögulega hafa áhrif á reglur fótboltans nú þegar menn leita allra leiða til að fá boltann aftur til að rúlla inn á fótboltavöllum heimsins. Augu manna verða á öllu sem tengist smitvörnum þegar fótboltinn fer aftur af stað út um allan heim og yfirlæknir Alþjóða knattspyrnusambandsins vill nú útrýma því sem gerist mögulega yfir hundrað sinnum í hverjum fótboltaleik. Yfirlæknir FIFA vill nefnilega banna leikmönnum að hrækja á völlinn en vísindamenn segja að munnvatnið gæti verið á vellinum í marga klukkutíma og á meðan breitt út kórónuveirunni. Spitting should be outlawed on resumption and punished by yellow card, says Fifa's chief medichttps://t.co/6mQRdGhkeO— Telegraph Football (@TeleFootball) April 27, 2020 Það hefur hingað til verið samþykktur hluti fótboltaleiks að leikmenn hræki hvað eftir annað á völlinn. Það gefur að skilja að með því eru þeir mögulega að dreifa kórónuveirunni séu þeir smitaðir. Stjórnarmaður FIFA vill bregðast við þessu með því að leikmenn fái gult spjald fyrir að hrækja á leikvöllinn þegar keppni hefst á nýjan leik. „Þetta er mjög algengt í fótboltanum og er ekki mjög hreinlegt. Þegar við byrjum fótboltann á ný þá verðum við að reyna að gera allt til að koma í veg fyrir það að menn hræki á völlinn,“ sagði Michel D’Hooghe, stjórnarformaður læknaráðs FIFA, í viðtali við The Telegraph. „Stóra spurningin er hvernig við förum að því og hvort að það sé mögulegt. Kannski með því að gefa gult spjald,“ sagði Michel D’Hooghe. „Þetta er óþrifalegt og með þessu eru menn að sjá fyrir góðri leið til að dreifa vírusnum. Þetta er ein af ástæðunum af hverju við þurfum að fara mjög varlega þegar við byrjum aftur að spila. Ég er ekki svartsýnn maður að eðlisfari en ég er fullur efasemda eins og er,“ sagði Michel D’Hooghe.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira