Þrír reynsluboltar til Sensa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2020 10:55 Sigurður, Björgvin og Guðbjarni mættir til starfa. Sensa Upplýsingatæknifyrirtækið Sensa hefur ráðið til sín þrjá reynslumikla starfsmenn, þá Guðbjarna Guðmundsson, Sigurð H. Ólafsson og Björgvin Björgvinsson. Í tilkynningu segir að ráðningarnar séu vegna aukinna umsvifa. Guðbjarni er í tilkynningunni sagður einn reynslumesti netsérfræðingur landsins og bætist við við teymi Sensa í net- og öryggislausnum. „Guðbjarni hefur undanfarin tuttugu ár starfað hjá Opnum Kerfum sem sérfræðingur og ráðgjafi í innleiðingum á net- og öryggislausnum fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir. Þá var hann samhliða ráðgjöf forstöðumaður Kjarnalausna síðustu fimm ár. Guðbjarni er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með CCIE gráðu frá Cisco eða Cisco Certified Internetworking Expert sem er eftirsótt í upplýsingatækniheiminum.“ Guðbjarni stundar crossfit af kappi en leggur líka stund á jeppaferðir sem og almenna fjallamennsku. Guðbjarni er kvæntur Ragnheiði Marteinsdóttur og eiga þau þrjú börn. Sigurður hefur verið ráðinn í viðskiptaþróun Netapp hjá Sensa. „Hlutverk Sigurðar verður að skapa nýjar lausnir og þjónustur úr lausnamengi Netapp með áherslu á samnýtingu gagna á milli skýjalausna og hefðbundinna gagnageymslna. Sigurður styrkir öflugan hóp hjá Sensa sem einbeitir sér að lausnum er snúa að gagnaumsýslu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gögn fyrirtækja og meðhöndlun þeirra er lykilatriði í samkeppnishæfni fyrirtækja og er markmið Sensa að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar og virðisaukandi lausnir er snúa að því að virkja gögn til verðmætasköpunar. Sigurður hefur undanfarin 25 ár sinnt ýmsum störfum hjá Origo hf., síðustu ár sem Lausnastjóri innviða. Sigurður er með sveinspróf í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands með tölvunarfræði sem aukagrein. Sigurður er kvæntur Guðfinnu Hákonardóttur og eiga þau fjögur börn.“ Björgvin Björgvinsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri hjá Sensa. „Hlutverk Björgvins verður fyrst og fremst sala og sérhæfing í Microsoft 365 umhverfinu og skýjalausnum, ásamt almennum rekstrarlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Björgvin hefur undanfarin fjórtán ár starfað hjá Epli. Þar hefur hann gegnt ýmsum störfum m.a. á fyrirtækjasviði og gegnt hlutverki verslunarstjóra síðastliðin fimm ár. Þá hefur hann samhliða unnið sem vefstjóri og stofnað og rekið vefverslanir í gegnum tíðina. Björgvin útskrifast í vor með MCSA og CCNA gráðu í kerfisstjórnun. Alls kyns tækni er ofarlega í huga hjá Björgvini en auk þess spilar hann á píanó, er liðtækur í matargerð auk þess að stunda útivist og líkamsrækt af kappi. Sambýliskona Björgvins er Hrafnhildur B. Þórsdóttir og á hann tvö börn.“ 120 vinna hjá Sensa sem er upplýsingafyrirtæki sem sér um rekstur, hýsingu, skýjalausnir, sérfræðiþjónustu og ráðgjöf. Vistaskipti Upplýsingatækni Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Upplýsingatæknifyrirtækið Sensa hefur ráðið til sín þrjá reynslumikla starfsmenn, þá Guðbjarna Guðmundsson, Sigurð H. Ólafsson og Björgvin Björgvinsson. Í tilkynningu segir að ráðningarnar séu vegna aukinna umsvifa. Guðbjarni er í tilkynningunni sagður einn reynslumesti netsérfræðingur landsins og bætist við við teymi Sensa í net- og öryggislausnum. „Guðbjarni hefur undanfarin tuttugu ár starfað hjá Opnum Kerfum sem sérfræðingur og ráðgjafi í innleiðingum á net- og öryggislausnum fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir. Þá var hann samhliða ráðgjöf forstöðumaður Kjarnalausna síðustu fimm ár. Guðbjarni er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með CCIE gráðu frá Cisco eða Cisco Certified Internetworking Expert sem er eftirsótt í upplýsingatækniheiminum.“ Guðbjarni stundar crossfit af kappi en leggur líka stund á jeppaferðir sem og almenna fjallamennsku. Guðbjarni er kvæntur Ragnheiði Marteinsdóttur og eiga þau þrjú börn. Sigurður hefur verið ráðinn í viðskiptaþróun Netapp hjá Sensa. „Hlutverk Sigurðar verður að skapa nýjar lausnir og þjónustur úr lausnamengi Netapp með áherslu á samnýtingu gagna á milli skýjalausna og hefðbundinna gagnageymslna. Sigurður styrkir öflugan hóp hjá Sensa sem einbeitir sér að lausnum er snúa að gagnaumsýslu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gögn fyrirtækja og meðhöndlun þeirra er lykilatriði í samkeppnishæfni fyrirtækja og er markmið Sensa að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar og virðisaukandi lausnir er snúa að því að virkja gögn til verðmætasköpunar. Sigurður hefur undanfarin 25 ár sinnt ýmsum störfum hjá Origo hf., síðustu ár sem Lausnastjóri innviða. Sigurður er með sveinspróf í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands með tölvunarfræði sem aukagrein. Sigurður er kvæntur Guðfinnu Hákonardóttur og eiga þau fjögur börn.“ Björgvin Björgvinsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri hjá Sensa. „Hlutverk Björgvins verður fyrst og fremst sala og sérhæfing í Microsoft 365 umhverfinu og skýjalausnum, ásamt almennum rekstrarlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Björgvin hefur undanfarin fjórtán ár starfað hjá Epli. Þar hefur hann gegnt ýmsum störfum m.a. á fyrirtækjasviði og gegnt hlutverki verslunarstjóra síðastliðin fimm ár. Þá hefur hann samhliða unnið sem vefstjóri og stofnað og rekið vefverslanir í gegnum tíðina. Björgvin útskrifast í vor með MCSA og CCNA gráðu í kerfisstjórnun. Alls kyns tækni er ofarlega í huga hjá Björgvini en auk þess spilar hann á píanó, er liðtækur í matargerð auk þess að stunda útivist og líkamsrækt af kappi. Sambýliskona Björgvins er Hrafnhildur B. Þórsdóttir og á hann tvö börn.“ 120 vinna hjá Sensa sem er upplýsingafyrirtæki sem sér um rekstur, hýsingu, skýjalausnir, sérfræðiþjónustu og ráðgjöf.
Vistaskipti Upplýsingatækni Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira