Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2020 13:52 Trump hefur sakað WHO um að hafa ekki látið vita nógu snemma um hættuna af kórónuveirunni. Hans eigin leyniþjónustustofnanir voru þó þegar byrjaðar að senda honum upplýsingar um veiruna í byrjun janúar. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. Viðvaranir um kórónuveiruna voru að finna í á öðrum tug daglegra kynninga leyniþjónustunnar fyrir forsetann á upphafsvikum faraldursins, að sögn núverandi og fyrrverandi embættismanna Bandaríkjastjórnar. Þar kom fram að veiran breiddist út um heiminn, kínversk stjórnvöld reyndu að bæla niður upplýsingar um smithættu og dánartíðni og að hætta væri á alvarlegum efnahagslegum og pólitískum afleiðingum, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Leyniþjónustan tekur saman helstu upplýsingar um vendingar í heimsmálum og öryggishættur á hverjum degi og leggur fyrir forsetann. Æðstu embættismenn fá einnig eintak af kynningunni. Trump sleppir reglulega að lesa kynningar leyniþjónustunnar og er sagður hafa litla þolinmæði þegar hann fær munnlega kynningu á innihaldi upplýsingapakkans tvisvar til þrisvar í viku. Gerði lítið úr hættunni langt fram í mars Fleiri en 55.000 manns hafa nú látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og um milljón manns hefur greinst smituð. Ríkisstjórn Trump hefur sætt gagnrýni fyrir sein og slök viðbrögð við faraldrinum. Eftir að Trump takmarkaði ferðlög frá Kína í lok janúar aðhafðist ríkisstjórn lítið sem ekkert til að birgja sig upp af nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum eða hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks. Skortur hefur verið á hvoru tveggja í faraldrinum Þá hefur skimun fyrir veirunni í Bandaríkjunum verið verulega ábótavant. Í febrúar gerði Trump ítrekað lítið úr mögulegri hættu á faraldri í Bandaríkjunum. Í lok mánaðarins fullyrt hann meðal annars að fjöldi smitaðra yrði kominn „nálægt núll“. Veiran ætti eftir að hverfa „eins og fyrir kraftaverk“ með vorinu. Á þeim tíma gekk veiran þegar á milli manna óheft sum staðar í Bandaríkjunum. Daginn áður en WHO lýsti því yfir að kórónuveirufaraldurinn væri orðinn að heimsfaraldri 11. mars sagði Trump að veiran væri við það að hverfa. Sama dag lýsti Trump yfir neyðarástandi vegna faraldursins. Skellir skuldinni á WHO og Kínverja Trump hefur reynt að koma ábyrgðinni á viðbrögðum yfirvalda yfir á einstök ríki Bandaríkjanna. Undanfarna daga og vikur hefur hann einnig freistað þess að skella skuldinni á Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) og kínversk stjórnvöld. Bandaríkjastjórn hefur þannig stöðvað fjárveitingar til WHO í sextíu daga og er sögð grafa undan henni á ýmsa vegu á bak við tjöldin. Trump sakar WHO um að hafa ekki varað við faraldrinum nógu snemma og um að vera handbendi stjórnvalda í Beijing. Sú staðreynd að leyniþjónusta Bandaríkjanna upplýsti forsetann og ríkisstjórn hans um hættuna af kórónuveirufaraldrinum allt frá því í janúar grefur undan þeirri málsvörn Trump. Einnig eru bandarískir starfsmenn WHO sagðir hafa verið í reglulegu sambandi við bandarísk stjórnvöld um þróun faraldursins frá upphafi. Hvíta húsið hafnaði því að Trump hefði verið seinn í að bregðast við veirunni án þess þó að svara beint efni fréttar Washington Post um að leyniþjónustan hafi varað við henni um margra vikna skeið. Lofaði Hogan Gidley, talsmaður Hvíta hússins, Trump forseta í hástert í formlegu svari til blaðsins. Skrifstofa forstjóra leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna (DNI) sagði frétt Washington Post „ekki sanna í smáatriðum“ án þess þó að útskýra það frekar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Harmar ákvörðun Trump Dr. Tedros Adhanom sagði kórónuveiruna ekki fara í manngreiningarálit og að hún væri sameiginlegur og hættulegur óvinur 16. apríl 2020 08:54 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. Viðvaranir um kórónuveiruna voru að finna í á öðrum tug daglegra kynninga leyniþjónustunnar fyrir forsetann á upphafsvikum faraldursins, að sögn núverandi og fyrrverandi embættismanna Bandaríkjastjórnar. Þar kom fram að veiran breiddist út um heiminn, kínversk stjórnvöld reyndu að bæla niður upplýsingar um smithættu og dánartíðni og að hætta væri á alvarlegum efnahagslegum og pólitískum afleiðingum, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Leyniþjónustan tekur saman helstu upplýsingar um vendingar í heimsmálum og öryggishættur á hverjum degi og leggur fyrir forsetann. Æðstu embættismenn fá einnig eintak af kynningunni. Trump sleppir reglulega að lesa kynningar leyniþjónustunnar og er sagður hafa litla þolinmæði þegar hann fær munnlega kynningu á innihaldi upplýsingapakkans tvisvar til þrisvar í viku. Gerði lítið úr hættunni langt fram í mars Fleiri en 55.000 manns hafa nú látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og um milljón manns hefur greinst smituð. Ríkisstjórn Trump hefur sætt gagnrýni fyrir sein og slök viðbrögð við faraldrinum. Eftir að Trump takmarkaði ferðlög frá Kína í lok janúar aðhafðist ríkisstjórn lítið sem ekkert til að birgja sig upp af nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum eða hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks. Skortur hefur verið á hvoru tveggja í faraldrinum Þá hefur skimun fyrir veirunni í Bandaríkjunum verið verulega ábótavant. Í febrúar gerði Trump ítrekað lítið úr mögulegri hættu á faraldri í Bandaríkjunum. Í lok mánaðarins fullyrt hann meðal annars að fjöldi smitaðra yrði kominn „nálægt núll“. Veiran ætti eftir að hverfa „eins og fyrir kraftaverk“ með vorinu. Á þeim tíma gekk veiran þegar á milli manna óheft sum staðar í Bandaríkjunum. Daginn áður en WHO lýsti því yfir að kórónuveirufaraldurinn væri orðinn að heimsfaraldri 11. mars sagði Trump að veiran væri við það að hverfa. Sama dag lýsti Trump yfir neyðarástandi vegna faraldursins. Skellir skuldinni á WHO og Kínverja Trump hefur reynt að koma ábyrgðinni á viðbrögðum yfirvalda yfir á einstök ríki Bandaríkjanna. Undanfarna daga og vikur hefur hann einnig freistað þess að skella skuldinni á Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) og kínversk stjórnvöld. Bandaríkjastjórn hefur þannig stöðvað fjárveitingar til WHO í sextíu daga og er sögð grafa undan henni á ýmsa vegu á bak við tjöldin. Trump sakar WHO um að hafa ekki varað við faraldrinum nógu snemma og um að vera handbendi stjórnvalda í Beijing. Sú staðreynd að leyniþjónusta Bandaríkjanna upplýsti forsetann og ríkisstjórn hans um hættuna af kórónuveirufaraldrinum allt frá því í janúar grefur undan þeirri málsvörn Trump. Einnig eru bandarískir starfsmenn WHO sagðir hafa verið í reglulegu sambandi við bandarísk stjórnvöld um þróun faraldursins frá upphafi. Hvíta húsið hafnaði því að Trump hefði verið seinn í að bregðast við veirunni án þess þó að svara beint efni fréttar Washington Post um að leyniþjónustan hafi varað við henni um margra vikna skeið. Lofaði Hogan Gidley, talsmaður Hvíta hússins, Trump forseta í hástert í formlegu svari til blaðsins. Skrifstofa forstjóra leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna (DNI) sagði frétt Washington Post „ekki sanna í smáatriðum“ án þess þó að útskýra það frekar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Harmar ákvörðun Trump Dr. Tedros Adhanom sagði kórónuveiruna ekki fara í manngreiningarálit og að hún væri sameiginlegur og hættulegur óvinur 16. apríl 2020 08:54 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17
Harmar ákvörðun Trump Dr. Tedros Adhanom sagði kórónuveiruna ekki fara í manngreiningarálit og að hún væri sameiginlegur og hættulegur óvinur 16. apríl 2020 08:54
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent