Bjóðast til að malbika í Grafningi fyrir 80% af áætluðum kostnaði Kristján Már Unnarsson skrifar 28. apríl 2020 23:09 Frá kaflanum á Grafningsvegi neðri. Þar endar malbikið núna við Hlíðará vestan Bíldsfells en úr því á að bæta í sumar. Stöð 2/Einar Árnason. Lægsta boð í endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á fimm kílómetra vegarkafla í Grafningi reyndist 80,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Þetta var eitt þriggja útboða sem opnuð voru hjá Vegagerðinni í dag. Kaflinn er á Grafningsvegi neðri sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Verkið skal allt vinnast í sumar og á því að vera að fullu lokið fyrir 1. september, samkvæmt útboðslýsingu. Lægsta tilboð af þremur, sem bárust, átti Vörubifreiðstjórafélagið Mjölnir á Selfossi, 85,5 milljónir króna, sem var 20,9 milljónum króna undir áætluðum verktakakostnaði upp á 106,4 milljónir króna. Næstlægsta boð átti Suðurtak ehf. á Brjánsstöðum, 108 milljónir króna. Suðurtak hefur undanfarin tvö ár annast uppbyggingu á tveimur samtals ellefu kílómetra köflum Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns, sem Stöð 2 fjallaði um í fyrrasumar: Sjá einnig hér: Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Vegagerðin fékk einnig tilboð vel undir kostnaðaráætlun í endurbyggingu og lagningu slitlags á 1,6 kílómetra kafla í Andakíl, milli Borgarfjarðarbrautar og Hreppslaugar á Mófellsstaðavegi. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september í haust en hluti af verkinu er reiðvegur. Það bárust þó aðeins tvö tilboð. Það lægra átti Þróttur ehf. á Akranesi, 38,6 milljónir króna, sem var 84 prósent af 45,8 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Borgarverk í Borgarnesi átti hærra boðið, 48,9 milljónir króna. Þriðja og stærsta útboðið, sem opnað var í dag, er gerð hringtorgs og undirganga við Suðurhóla á Selfossi, á Eyrarbakkavegi. Tvö tilboð bárust, bæði yfir kostnaðaráætlun. Það lægra átti Berg Verktakar ehf. í Reykjavík 181,8 milljónir króna, sem reyndist 111 prósent af áætluðum verktakakostnaði upp á 163 milljónir króna. Hærra boðið átti Borgarverk ehf., 239 milljónir króna, eða 147 prósent af kostnaðaráætlun. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Sveitarfélagsins Árborgar og veitufyrirtækja. Í því felst einnig gerð stíga og tenginga við ný undirgöng og færsla og endurnýjun á vatnsveitu-, hitaveitu-, raf-, og fjarskiptalögnum. Verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember í ár. Grímsnes- og Grafningshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Árborg Skorradalshreppur Tengdar fréttir Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Malbikið lengist í Grafningi í sumar Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi. 14. apríl 2020 16:27 Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Lægsta boð í endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á fimm kílómetra vegarkafla í Grafningi reyndist 80,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Þetta var eitt þriggja útboða sem opnuð voru hjá Vegagerðinni í dag. Kaflinn er á Grafningsvegi neðri sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Verkið skal allt vinnast í sumar og á því að vera að fullu lokið fyrir 1. september, samkvæmt útboðslýsingu. Lægsta tilboð af þremur, sem bárust, átti Vörubifreiðstjórafélagið Mjölnir á Selfossi, 85,5 milljónir króna, sem var 20,9 milljónum króna undir áætluðum verktakakostnaði upp á 106,4 milljónir króna. Næstlægsta boð átti Suðurtak ehf. á Brjánsstöðum, 108 milljónir króna. Suðurtak hefur undanfarin tvö ár annast uppbyggingu á tveimur samtals ellefu kílómetra köflum Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns, sem Stöð 2 fjallaði um í fyrrasumar: Sjá einnig hér: Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Vegagerðin fékk einnig tilboð vel undir kostnaðaráætlun í endurbyggingu og lagningu slitlags á 1,6 kílómetra kafla í Andakíl, milli Borgarfjarðarbrautar og Hreppslaugar á Mófellsstaðavegi. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september í haust en hluti af verkinu er reiðvegur. Það bárust þó aðeins tvö tilboð. Það lægra átti Þróttur ehf. á Akranesi, 38,6 milljónir króna, sem var 84 prósent af 45,8 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Borgarverk í Borgarnesi átti hærra boðið, 48,9 milljónir króna. Þriðja og stærsta útboðið, sem opnað var í dag, er gerð hringtorgs og undirganga við Suðurhóla á Selfossi, á Eyrarbakkavegi. Tvö tilboð bárust, bæði yfir kostnaðaráætlun. Það lægra átti Berg Verktakar ehf. í Reykjavík 181,8 milljónir króna, sem reyndist 111 prósent af áætluðum verktakakostnaði upp á 163 milljónir króna. Hærra boðið átti Borgarverk ehf., 239 milljónir króna, eða 147 prósent af kostnaðaráætlun. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Sveitarfélagsins Árborgar og veitufyrirtækja. Í því felst einnig gerð stíga og tenginga við ný undirgöng og færsla og endurnýjun á vatnsveitu-, hitaveitu-, raf-, og fjarskiptalögnum. Verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember í ár.
Grímsnes- og Grafningshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Árborg Skorradalshreppur Tengdar fréttir Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Malbikið lengist í Grafningi í sumar Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi. 14. apríl 2020 16:27 Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51
Malbikið lengist í Grafningi í sumar Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi. 14. apríl 2020 16:27
Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51
Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33
Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18