Ungmenni geta ekki beðið Valgerður Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2020 17:06 Reykjavíkurborg þarf að grípa til aðgerða vegna ungs fólks sem annars myndi vera án atvinnu í sumar. Það þarf að auglýsa störf sem nýtast ungu fólki sem núna er t.d. í lokaprófum í háskólunum eða eru að undirbúa sig fyrir síðasta mánuðinn í skólanum fyrir sumarfrí. Unga fólkið okkar getur ekki beðið. Mörg hver hafa misst þá vinnu sem þau höfðu fengið í sumar. Reykvísk ungmenni hafa nú þegar farið í gegnum langvarandi tímabil aðgerðaleysis þar sem skert skóla, íþrótta- og tómstundastarf með litlum félagstengslum hefur haft veruleg áhrif á þau. Víða þarf að taka til hendinni í Reykjavík Auðvelt ætti að vera að fjölga störfum til dæmis með því að lengja tímabil vinnuskólans líkt og Sjálfstæðismenn hafa lagt til. Eins mætti bæta í hjá garðyrkjudeildinni sem sér um slátt og fegrun á umhverfinu. Leikskólar, hjúkrunarheimili, búsetukjarnar, frístundamiðstöðvar og söfn. Reykjavíkurborg rekur fjölbreytta starfsemi og víða má finna störf sem henta ungu fólki og hver veit nema sumarstarfið kveiki neista og unga fólkið okkar mennti sig og komi til starfa að loknu námi til dæmis á leikskólunum okkar, búsetukjörnum eða hjúkrunarheimilunum. Sjálfstæðisflokkurinn vill lengja starfstímabil í vinnuskólanum Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar lagt það til að starfstímabil vinnuskólans verði lengt. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum rekið vinnuskóla fyrir ungmenni, árið 2019 þá var vinnuskólanum þannig háttað að nemendur úr 8. bekk fengu að vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur í 9. og 10. bekk í 7 tíma. Starfstímabil þeirra voru 15 dagar. Það þarf ekki að skrifa neitt um það hversu gríðarlega góð áhrif og mikið forvarnargildi er í vinnuskólanum. Núna þegar á einu augabragði heimsmynd okkar er allt önnur er mikilvægi vinnuskólans margfalt meira en það hefur verið undanfarin ár. Lengra tímabil sem ungmenni fá að vinna Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að efla forvarnir og að lengja það tímabil sem Reykvísk ungmenni fá að vinna í vinnuskólanum og auka framboð starfa fyrir ungmenni hjá Reykjavíkavíkurborg. Sjálfstæðismenn í borgarráði hafa því lagt fram tillögu þess efnis að ef ungmenni óski eftir því þá geti þau fengið vinnu á tveimur starfstímabilum eða í samtals 30 daga. Reykjavíkurborg verður því að grípa til aðgerða sem miða að því að minnka atvinnuleysi Reykvískra ungmenna með öllum mögulegum leiðum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg þarf að grípa til aðgerða vegna ungs fólks sem annars myndi vera án atvinnu í sumar. Það þarf að auglýsa störf sem nýtast ungu fólki sem núna er t.d. í lokaprófum í háskólunum eða eru að undirbúa sig fyrir síðasta mánuðinn í skólanum fyrir sumarfrí. Unga fólkið okkar getur ekki beðið. Mörg hver hafa misst þá vinnu sem þau höfðu fengið í sumar. Reykvísk ungmenni hafa nú þegar farið í gegnum langvarandi tímabil aðgerðaleysis þar sem skert skóla, íþrótta- og tómstundastarf með litlum félagstengslum hefur haft veruleg áhrif á þau. Víða þarf að taka til hendinni í Reykjavík Auðvelt ætti að vera að fjölga störfum til dæmis með því að lengja tímabil vinnuskólans líkt og Sjálfstæðismenn hafa lagt til. Eins mætti bæta í hjá garðyrkjudeildinni sem sér um slátt og fegrun á umhverfinu. Leikskólar, hjúkrunarheimili, búsetukjarnar, frístundamiðstöðvar og söfn. Reykjavíkurborg rekur fjölbreytta starfsemi og víða má finna störf sem henta ungu fólki og hver veit nema sumarstarfið kveiki neista og unga fólkið okkar mennti sig og komi til starfa að loknu námi til dæmis á leikskólunum okkar, búsetukjörnum eða hjúkrunarheimilunum. Sjálfstæðisflokkurinn vill lengja starfstímabil í vinnuskólanum Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar lagt það til að starfstímabil vinnuskólans verði lengt. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum rekið vinnuskóla fyrir ungmenni, árið 2019 þá var vinnuskólanum þannig háttað að nemendur úr 8. bekk fengu að vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur í 9. og 10. bekk í 7 tíma. Starfstímabil þeirra voru 15 dagar. Það þarf ekki að skrifa neitt um það hversu gríðarlega góð áhrif og mikið forvarnargildi er í vinnuskólanum. Núna þegar á einu augabragði heimsmynd okkar er allt önnur er mikilvægi vinnuskólans margfalt meira en það hefur verið undanfarin ár. Lengra tímabil sem ungmenni fá að vinna Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að efla forvarnir og að lengja það tímabil sem Reykvísk ungmenni fá að vinna í vinnuskólanum og auka framboð starfa fyrir ungmenni hjá Reykjavíkavíkurborg. Sjálfstæðismenn í borgarráði hafa því lagt fram tillögu þess efnis að ef ungmenni óski eftir því þá geti þau fengið vinnu á tveimur starfstímabilum eða í samtals 30 daga. Reykjavíkurborg verður því að grípa til aðgerða sem miða að því að minnka atvinnuleysi Reykvískra ungmenna með öllum mögulegum leiðum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar