Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2020 11:34 Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundinum í gær að forritið yrði vonandi komið í gagnið í dag. Notendur iPhone geta náð í það í Appstore. Google er með appið í skoðun hjá sér en það ætti að verða aðgengilegt í Playstore innan tíðar. Vísir/Vilhelm Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Smitrakningarforritinu er ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna. Forritið er enn sem komið er ekki í boði í PlayStore en Landlæknisembættið bíður græns ljóss frá Google. Blaðamaður sótti forritið sjálfur í Appstore á tólfta tímanum. Eftir að hafa hlaðið því niður er valið á milli þriggja tungumála; íslensku, pólsku og ensku. Í framhaldinu koma útskýringar á appinu og tilgangi þess. „Appið vistar ferðir þínar og geymir þær með öruggum hætti í tækinu þínu. Í ákveðnum tilvikum getur rakningateymið sent þér tilkynningu og beðið þig um að senda þeim gögnin. Þá getur þú með einum smelli sent gögnin til rakningateymis almannavarna. Er það gert til að auðvelda rakningu smita meðan á COVID-19 stendur,“ segir í forritinu. Skjáskot úr appinu en þessi skilaboð fást þegar búið er að samþykkja rakninguna. Tækið er sagt geyma staðsetningar síðustu fjórtán daga en eldri gögn eyðast sjálfkrafa. Tvöfalt samþykki Í framhaldinu er hægt að skrá sig í rakningu. Þar skráir fólk símanúmerið sitt og samþykkir persónuverndarstefnu appsins og að staðsetningargögnum sé safnað í símann. Er um að ræða fyrra samþykki af tveimur sem smitrakningateymið þarf að fá til að nýta gögnin á endanum, komi til þess. Síminn sendir sex stafa kóða sem notendur þurfa að skrá. Í framhaldinu er útskýrt að appið muni óska eftir heimild til að skrá ferðir/staðsetningu þína. Því sé mjög mikilvægt að velja í ferlinu möguleikann „Allow while using app“. Nokkru eftir að appið hefur verið sett upp muni það biðja þig um leyfi til að vista staðsetningar á meðan appið er ekki í notkun. Þá sé mikilvægt að velja „Change to Always Allow“. Það sé skilyrði fyrir því að appið gegni hlutverki sínu. „Appið mun einnig óska eftir leyfi til að senda þér tilkynningar, til dæmis ef rakningateyminu vantar gögn frá þér.“ Ævar Pálmi Pálmason lögreglufulltrúi, lengst til hægri, fer fyrir smitrakningateyminu.Júlíus Sigurjónsson Ætti að hjálpa veruleg til við rakningu Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel. Persónuvernd Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Smitrakningarforritinu er ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna. Forritið er enn sem komið er ekki í boði í PlayStore en Landlæknisembættið bíður græns ljóss frá Google. Blaðamaður sótti forritið sjálfur í Appstore á tólfta tímanum. Eftir að hafa hlaðið því niður er valið á milli þriggja tungumála; íslensku, pólsku og ensku. Í framhaldinu koma útskýringar á appinu og tilgangi þess. „Appið vistar ferðir þínar og geymir þær með öruggum hætti í tækinu þínu. Í ákveðnum tilvikum getur rakningateymið sent þér tilkynningu og beðið þig um að senda þeim gögnin. Þá getur þú með einum smelli sent gögnin til rakningateymis almannavarna. Er það gert til að auðvelda rakningu smita meðan á COVID-19 stendur,“ segir í forritinu. Skjáskot úr appinu en þessi skilaboð fást þegar búið er að samþykkja rakninguna. Tækið er sagt geyma staðsetningar síðustu fjórtán daga en eldri gögn eyðast sjálfkrafa. Tvöfalt samþykki Í framhaldinu er hægt að skrá sig í rakningu. Þar skráir fólk símanúmerið sitt og samþykkir persónuverndarstefnu appsins og að staðsetningargögnum sé safnað í símann. Er um að ræða fyrra samþykki af tveimur sem smitrakningateymið þarf að fá til að nýta gögnin á endanum, komi til þess. Síminn sendir sex stafa kóða sem notendur þurfa að skrá. Í framhaldinu er útskýrt að appið muni óska eftir heimild til að skrá ferðir/staðsetningu þína. Því sé mjög mikilvægt að velja í ferlinu möguleikann „Allow while using app“. Nokkru eftir að appið hefur verið sett upp muni það biðja þig um leyfi til að vista staðsetningar á meðan appið er ekki í notkun. Þá sé mikilvægt að velja „Change to Always Allow“. Það sé skilyrði fyrir því að appið gegni hlutverki sínu. „Appið mun einnig óska eftir leyfi til að senda þér tilkynningar, til dæmis ef rakningateyminu vantar gögn frá þér.“ Ævar Pálmi Pálmason lögreglufulltrúi, lengst til hægri, fer fyrir smitrakningateyminu.Júlíus Sigurjónsson Ætti að hjálpa veruleg til við rakningu Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel.
Persónuvernd Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira