Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2020 11:34 Alma Möller landlæknir sagði á upplýsingafundinum í gær að forritið yrði vonandi komið í gagnið í dag. Notendur iPhone geta náð í það í Appstore. Google er með appið í skoðun hjá sér en það ætti að verða aðgengilegt í Playstore innan tíðar. Vísir/Vilhelm Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Smitrakningarforritinu er ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna. Forritið er enn sem komið er ekki í boði í PlayStore en Landlæknisembættið bíður græns ljóss frá Google. Blaðamaður sótti forritið sjálfur í Appstore á tólfta tímanum. Eftir að hafa hlaðið því niður er valið á milli þriggja tungumála; íslensku, pólsku og ensku. Í framhaldinu koma útskýringar á appinu og tilgangi þess. „Appið vistar ferðir þínar og geymir þær með öruggum hætti í tækinu þínu. Í ákveðnum tilvikum getur rakningateymið sent þér tilkynningu og beðið þig um að senda þeim gögnin. Þá getur þú með einum smelli sent gögnin til rakningateymis almannavarna. Er það gert til að auðvelda rakningu smita meðan á COVID-19 stendur,“ segir í forritinu. Skjáskot úr appinu en þessi skilaboð fást þegar búið er að samþykkja rakninguna. Tækið er sagt geyma staðsetningar síðustu fjórtán daga en eldri gögn eyðast sjálfkrafa. Tvöfalt samþykki Í framhaldinu er hægt að skrá sig í rakningu. Þar skráir fólk símanúmerið sitt og samþykkir persónuverndarstefnu appsins og að staðsetningargögnum sé safnað í símann. Er um að ræða fyrra samþykki af tveimur sem smitrakningateymið þarf að fá til að nýta gögnin á endanum, komi til þess. Síminn sendir sex stafa kóða sem notendur þurfa að skrá. Í framhaldinu er útskýrt að appið muni óska eftir heimild til að skrá ferðir/staðsetningu þína. Því sé mjög mikilvægt að velja í ferlinu möguleikann „Allow while using app“. Nokkru eftir að appið hefur verið sett upp muni það biðja þig um leyfi til að vista staðsetningar á meðan appið er ekki í notkun. Þá sé mikilvægt að velja „Change to Always Allow“. Það sé skilyrði fyrir því að appið gegni hlutverki sínu. „Appið mun einnig óska eftir leyfi til að senda þér tilkynningar, til dæmis ef rakningateyminu vantar gögn frá þér.“ Ævar Pálmi Pálmason lögreglufulltrúi, lengst til hægri, fer fyrir smitrakningateyminu.Júlíus Sigurjónsson Ætti að hjálpa veruleg til við rakningu Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel. Persónuvernd Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Smitrakningarforritinu er ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna. Forritið er enn sem komið er ekki í boði í PlayStore en Landlæknisembættið bíður græns ljóss frá Google. Blaðamaður sótti forritið sjálfur í Appstore á tólfta tímanum. Eftir að hafa hlaðið því niður er valið á milli þriggja tungumála; íslensku, pólsku og ensku. Í framhaldinu koma útskýringar á appinu og tilgangi þess. „Appið vistar ferðir þínar og geymir þær með öruggum hætti í tækinu þínu. Í ákveðnum tilvikum getur rakningateymið sent þér tilkynningu og beðið þig um að senda þeim gögnin. Þá getur þú með einum smelli sent gögnin til rakningateymis almannavarna. Er það gert til að auðvelda rakningu smita meðan á COVID-19 stendur,“ segir í forritinu. Skjáskot úr appinu en þessi skilaboð fást þegar búið er að samþykkja rakninguna. Tækið er sagt geyma staðsetningar síðustu fjórtán daga en eldri gögn eyðast sjálfkrafa. Tvöfalt samþykki Í framhaldinu er hægt að skrá sig í rakningu. Þar skráir fólk símanúmerið sitt og samþykkir persónuverndarstefnu appsins og að staðsetningargögnum sé safnað í símann. Er um að ræða fyrra samþykki af tveimur sem smitrakningateymið þarf að fá til að nýta gögnin á endanum, komi til þess. Síminn sendir sex stafa kóða sem notendur þurfa að skrá. Í framhaldinu er útskýrt að appið muni óska eftir heimild til að skrá ferðir/staðsetningu þína. Því sé mjög mikilvægt að velja í ferlinu möguleikann „Allow while using app“. Nokkru eftir að appið hefur verið sett upp muni það biðja þig um leyfi til að vista staðsetningar á meðan appið er ekki í notkun. Þá sé mikilvægt að velja „Change to Always Allow“. Það sé skilyrði fyrir því að appið gegni hlutverki sínu. „Appið mun einnig óska eftir leyfi til að senda þér tilkynningar, til dæmis ef rakningateyminu vantar gögn frá þér.“ Ævar Pálmi Pálmason lögreglufulltrúi, lengst til hægri, fer fyrir smitrakningateyminu.Júlíus Sigurjónsson Ætti að hjálpa veruleg til við rakningu Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel.
Persónuvernd Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira