Tilvalið að ráðast í úrbætur nú þegar ferðamenn eru færri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. maí 2020 10:57 Ásta Stefánsdóttir er sveitastjóri Bláskógabyggðar en hún segir hrun í ferðaþjónstu bitna illa á mörgum íbúum sveitarfélagsins. Vísir/Egill Ráðast ætti í umfangsmiklar úrbætur á vegum landsins nú þegar dregið hefur verulega úr umferð með fækkun ferðamanna. Þetta segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar og að þegar sé hafin uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu. Atvinnuleysi hefur aukist hratt í Bláskógabyggð en Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um fjórðungur íbúa þar hafi verið atvinnulaus í apríl. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu starfar í ferðaþjónustu enda eru margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins þar eins og Gullfoss, Geysir og Þingvellir. Áætlað sé að yfir ein milljón ferðamanna hafi heimsótt sveitarfélagið á síðasta ári en nú séu erlendir ferðamenn þar sjaldgæf sjón. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri segir mikla óvissu vera meðal íbúa um hvað næstu mánuðir beri í skauti sér. Hún telur mikilvægt að ráðist sé í uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu og að slík vinna sé þegar hafin. „Mikið af þessum stöðum sem eru hérna eru í ríkiseigu og ríkið er að sinna því núna að fara í uppbyggingu. Það er til dæmis búið að vera að vinna við hönnun á Geysissvæðinu og stendur til að fara í framkvæmdir þar. Það eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Gullfoss líka og þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur fengið auka fjármagn til framkvæmda,“ segir Ásta. „Síðan hafa aðrir verið að fá styrki úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Skálholtsstaður fékk til dæmis styrk til að gera þar stíg, sveitarfélagið fékk styrk til að ganga frá í kring um hverinn á Laugavatni og gera þetta auðveldara fyrir ferðamenn að skoða.“ Þá segir hún mikilvægt að nýta það hversu mikið hefur dregið úr umferð og ráðast í umfangsmiklar umbætur á vegum landsins. „Vegakerfið okkar þarf alveg á því að halda að nú notum við tímann til þess að laga það áður en næsta bylgja ferðamanna kemur.“ „Þessi umferðarþungu vegi eins og Biskupstungnabraut þar sem rúturnar þjóta venjulega um þegar eru ferðamenn en fáir eru á ferðinni núna og því er kjörið að laga slíka vegi núna,“ sagði Ásta Stefánsdóttir. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu. 2. maí 2020 15:40 Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. 1. maí 2020 20:26 Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Ráðast ætti í umfangsmiklar úrbætur á vegum landsins nú þegar dregið hefur verulega úr umferð með fækkun ferðamanna. Þetta segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar og að þegar sé hafin uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu. Atvinnuleysi hefur aukist hratt í Bláskógabyggð en Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að um fjórðungur íbúa þar hafi verið atvinnulaus í apríl. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu starfar í ferðaþjónustu enda eru margir af vinsælustu ferðamannastöðum landsins þar eins og Gullfoss, Geysir og Þingvellir. Áætlað sé að yfir ein milljón ferðamanna hafi heimsótt sveitarfélagið á síðasta ári en nú séu erlendir ferðamenn þar sjaldgæf sjón. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri segir mikla óvissu vera meðal íbúa um hvað næstu mánuðir beri í skauti sér. Hún telur mikilvægt að ráðist sé í uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu og að slík vinna sé þegar hafin. „Mikið af þessum stöðum sem eru hérna eru í ríkiseigu og ríkið er að sinna því núna að fara í uppbyggingu. Það er til dæmis búið að vera að vinna við hönnun á Geysissvæðinu og stendur til að fara í framkvæmdir þar. Það eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Gullfoss líka og þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur fengið auka fjármagn til framkvæmda,“ segir Ásta. „Síðan hafa aðrir verið að fá styrki úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Skálholtsstaður fékk til dæmis styrk til að gera þar stíg, sveitarfélagið fékk styrk til að ganga frá í kring um hverinn á Laugavatni og gera þetta auðveldara fyrir ferðamenn að skoða.“ Þá segir hún mikilvægt að nýta það hversu mikið hefur dregið úr umferð og ráðast í umfangsmiklar umbætur á vegum landsins. „Vegakerfið okkar þarf alveg á því að halda að nú notum við tímann til þess að laga það áður en næsta bylgja ferðamanna kemur.“ „Þessi umferðarþungu vegi eins og Biskupstungnabraut þar sem rúturnar þjóta venjulega um þegar eru ferðamenn en fáir eru á ferðinni núna og því er kjörið að laga slíka vegi núna,“ sagði Ásta Stefánsdóttir.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu. 2. maí 2020 15:40 Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. 1. maí 2020 20:26 Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu. 2. maí 2020 15:40
Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin. 1. maí 2020 20:26
Afslættir til skoðunar vegna ferðamannafátæktar í sumar Faraldur kórónuveirunnar hefur gert það að verkum að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sjá fram á erfiða tíma. Mörg þeirra róa lífróður og hafa þegar þurft að grípa til sársaukafullra aðgerða til að halda lífi. Þau undirbúa sig nú undir erfitt sumar og reyna í meiri mæli að ná inn íslenskum viðskiptavinum. 30. apríl 2020 09:00