Flytja að meðaltali aðeins sautján farþega í hverju innanlandsflugi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2020 23:30 Staða helstu flugfélaga í Bandaríkjunum er þröng EPA/ Erik S. Lesser Farþegafjöldi í hverju innanlandsflugi bandarískra flugfélaga er að meðaltali aðeins sautján farþegar, 29 ef horft er til alþjóðaflugs sömu flugfélaga. Þetta er á meðal þess sem framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka flugfélaga í Bandaríkjunum mun segja þingmönnum á bandaríska þinginu á morgun. Flugfélögin brenna í gegnum tíu milljarða dollara á mánuði, um 1,500 milljarða króna. New York Times greinir frá en í frétt blaðsins segir að flugumferð í Bandaríkjunum hafi dregist saman um 95 prósent vegna kórónuveirufaraldursins. Um hundrað þúsund starfsmenn bandarískra flugfélaga hafa annað hvort misst vinnuna eða eru komnir í lækkað starfshlutfall. „Flugiðnaðurinn mun gera það sem hann getur til að draga úr og taka á þeuum fjölmörgu áskorunum sem hann stendur fyrir. Það liggur þó alveg ljóst fyrir að bandaríski flugiðnaðurinn mun koma út úr þessari krísu sem skugginn af sjálfu sér sé miðað hvernig staðan var fyrir þremur mánuðum,“ er meðal þess sem Nicholas Calio, framkvæmdastjóri Airlines for America mun segja þingmönnum í viðskiptanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Flugfélög eru á meðal þeirra fyrirtækja sem verst hafa orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins og er þar nærtækast að horfa til Icelandair. Félagið gaf það út í gær að kostnaður flugfélagsins vegna kórónuveirufaraldursins væri 23 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í gær tilkynnti félagið að það hefði tapað 30 milljörðum á fyrsta ársfjórðungnum. Flugvefurinn Simple Flying greinir frá því að forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines hafi sent bréf til flugmanna félagsins um hvernig það hygðist draga saman seglin. Staðan væri meðal annars það að í fjórðungi ferða fyrirtækisins væru færri en tíu farþegar. Til að mynda væru fleiri flugmenn í vinnu hjá félaginu en heildarfjöldi farþega dags daglega. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Farþegafjöldi í hverju innanlandsflugi bandarískra flugfélaga er að meðaltali aðeins sautján farþegar, 29 ef horft er til alþjóðaflugs sömu flugfélaga. Þetta er á meðal þess sem framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka flugfélaga í Bandaríkjunum mun segja þingmönnum á bandaríska þinginu á morgun. Flugfélögin brenna í gegnum tíu milljarða dollara á mánuði, um 1,500 milljarða króna. New York Times greinir frá en í frétt blaðsins segir að flugumferð í Bandaríkjunum hafi dregist saman um 95 prósent vegna kórónuveirufaraldursins. Um hundrað þúsund starfsmenn bandarískra flugfélaga hafa annað hvort misst vinnuna eða eru komnir í lækkað starfshlutfall. „Flugiðnaðurinn mun gera það sem hann getur til að draga úr og taka á þeuum fjölmörgu áskorunum sem hann stendur fyrir. Það liggur þó alveg ljóst fyrir að bandaríski flugiðnaðurinn mun koma út úr þessari krísu sem skugginn af sjálfu sér sé miðað hvernig staðan var fyrir þremur mánuðum,“ er meðal þess sem Nicholas Calio, framkvæmdastjóri Airlines for America mun segja þingmönnum í viðskiptanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á morgun. Flugfélög eru á meðal þeirra fyrirtækja sem verst hafa orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins og er þar nærtækast að horfa til Icelandair. Félagið gaf það út í gær að kostnaður flugfélagsins vegna kórónuveirufaraldursins væri 23 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi þess árs. Í gær tilkynnti félagið að það hefði tapað 30 milljörðum á fyrsta ársfjórðungnum. Flugvefurinn Simple Flying greinir frá því að forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines hafi sent bréf til flugmanna félagsins um hvernig það hygðist draga saman seglin. Staðan væri meðal annars það að í fjórðungi ferða fyrirtækisins væru færri en tíu farþegar. Til að mynda væru fleiri flugmenn í vinnu hjá félaginu en heildarfjöldi farþega dags daglega.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira