Ráðist inn í þinghúsið: Atburðarásin í myndum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 21:27 Ekki hafa borist fregnir af alvarlegum áverkum í kjölfar átakanna en ljóst af myndum að einhver meiðsl hafa orðið. AP/John Minchillo Sameiginlegur þingfundur beggja deilda bandaríska þingsins hófst með hefðbundnum hætti um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma. Þingið var samankomið til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum vestanhafs en áður höfðu nokkrir þingmanna Repúblikanaflokksins í báðum deildum greint frá því að þeir hygðust andmæla. Andrúmsloftið í þingsalnum var rafmagnað þegar fyrstu andmælin voru gerð, við atkvæði kjörmanna Arizona, við lófatak repúblikana. Spennan var þó ekki síðri fyrir utan þinghúsið, þar sem þúsundir stuðningsmanna Donald Trump höfuð safnast saman. Það leið ekki á löngu þar til sú heift og það sundurlyndi sem forsetinn hefur alið á með ósönnuðum staðhæfingum um „stolnar“ kosningar flæddu yfir, með þeim afleiðingum að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Ljósmyndarar sem voru inni fönguðu atburðarrásina, sem lýkur ef til vill ekki fyrr en útgöngubann tekur gildi klukkan 18 að staðartíma. Báðar deildir koma saman til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum.epa/Kevin Dietsch Atkvæði kjörmanna Arizona-ríkis opnuð.AP/Andrew Harnik Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump söfnuðust saman fyrir utan.epa/Michael Reynolds Það leið ekki á löngu þar til kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan þinghúsið.AP/Julio Cortez Lögregla var með mikinn viðbúnað en tókst ekki að hindra stuðningsmenn Trump í að komast inn og trufla þingstörf.AP/John Minchillo Mótmælendum tókst að lokum að brjóta sér leið inn og fóru víða um, meðal annars um skrifstofur þingmanna. Hér sjást nokkrir á skrifstofu Nancy Pelosi, leiðtoga meirihlutans í fulltrúadeildinni.epa/Jim Lo Scalzo Sótt var að þingsalnum og lögregla innandyra var tilneydd til að grípa til vopna.AP/Andrew Harnik Flestir héldu ró sinni en öryggisverðir voru þó fljótir til að koma varaforsetanum Mike Pence í burtu og rýma þingsalinn. Þessi mynd er tekin á áhorfendabekkjunum.AP/Andrew Harnik Áður var fólki ráðlagt að halda sig á gólfinu og setja upp gasgrímur, þar sem táragasi hafði verið dreift fyrir utan salinn.AP/Andrew Harnik Ekki er vitað hvenær þingfundur hefst að nýju.AP/J. Scott Applewhite Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 19:37 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Andrúmsloftið í þingsalnum var rafmagnað þegar fyrstu andmælin voru gerð, við atkvæði kjörmanna Arizona, við lófatak repúblikana. Spennan var þó ekki síðri fyrir utan þinghúsið, þar sem þúsundir stuðningsmanna Donald Trump höfuð safnast saman. Það leið ekki á löngu þar til sú heift og það sundurlyndi sem forsetinn hefur alið á með ósönnuðum staðhæfingum um „stolnar“ kosningar flæddu yfir, með þeim afleiðingum að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Ljósmyndarar sem voru inni fönguðu atburðarrásina, sem lýkur ef til vill ekki fyrr en útgöngubann tekur gildi klukkan 18 að staðartíma. Báðar deildir koma saman til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum.epa/Kevin Dietsch Atkvæði kjörmanna Arizona-ríkis opnuð.AP/Andrew Harnik Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump söfnuðust saman fyrir utan.epa/Michael Reynolds Það leið ekki á löngu þar til kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan þinghúsið.AP/Julio Cortez Lögregla var með mikinn viðbúnað en tókst ekki að hindra stuðningsmenn Trump í að komast inn og trufla þingstörf.AP/John Minchillo Mótmælendum tókst að lokum að brjóta sér leið inn og fóru víða um, meðal annars um skrifstofur þingmanna. Hér sjást nokkrir á skrifstofu Nancy Pelosi, leiðtoga meirihlutans í fulltrúadeildinni.epa/Jim Lo Scalzo Sótt var að þingsalnum og lögregla innandyra var tilneydd til að grípa til vopna.AP/Andrew Harnik Flestir héldu ró sinni en öryggisverðir voru þó fljótir til að koma varaforsetanum Mike Pence í burtu og rýma þingsalinn. Þessi mynd er tekin á áhorfendabekkjunum.AP/Andrew Harnik Áður var fólki ráðlagt að halda sig á gólfinu og setja upp gasgrímur, þar sem táragasi hafði verið dreift fyrir utan salinn.AP/Andrew Harnik Ekki er vitað hvenær þingfundur hefst að nýju.AP/J. Scott Applewhite
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 19:37 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 19:37