Segja ríkisstjórnina ræða að koma Trump frá völdum Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2021 02:24 Þingmenn eru mjög óánægðir með forsetann og viðbrögð hans við atburðum kvöldsins. Getty/Al Drago Fréttamenn vestanhafs greina nú frá því að óformlegar viðræður hafi átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að þvinga Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti með því að virkja 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Varaforsetinn Mike Pence tæki þá við embætti fram að embættistöku Joe Biden. Enn hefur ekkert fengist staðfest í þessum efnum og er hugmyndin sögð ekki vera komin svo langt að hún hafi verið kynnt fyrir Pence. Óhætt er að segja að uggur sé meðal þingmanna eftir að stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið þegar afgreiða átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Ein kona, sem var á meðal stuðningsmannanna, lést af sárum sínum eftir að hafa verið skotin í hálsinn í þinghúsinu. Sé 25. viðaukinn virkjaður er heimilt að víkja forseta úr embætti ef hann er óhæfur til þess að sinna starfi sínu. Þetta gæti verið um stundarsakir vegna veikinda eða til loka kjörtímabils. JUST IN: “This is not news we deliver lightly,” @margbrennan says as she reports: Trump Cabinet secretaries are discussing invoking the 25th Amendment to remove President Trump. Nothing formal yet presented to VP Pence.“I’m talking about actual members of the Cabinet,” she says— Ed O'Keefe (@edokeefe) January 7, 2021 Nokkrir þingmenn úr röðum Demókrata hafa krafist þess að Trump víki úr embætti tafarlaust. Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez kallaði eftir því að þingið myndi hefja formlegt ákæruferli gegn forsetanum og sagði Ilhan Omar, samflokkskona hennar, að þingmenn gætu ekki leyft Trump að sitja í embætti. Elizabeth Warren, þingkona Demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins, hefur tjáð sig um sögusagnirnar og sagði ótækt að ríkisstjórnin væri að fela sig á bak við óstaðfesta orðróma. Það væri skylda þeirra að virkja 25. viðaukann og koma Trump frá völdum. I've said it before, and I'll say it again: the Cabinet should stop hiding behind anonymous leaks to reporters and do what the Constitution demands they do: invoke the 25th Amendment and remove this President from office. https://t.co/HUtUfeiTUP— Elizabeth Warren (@SenWarren) January 7, 2021 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13 Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið. 7. janúar 2021 00:06 Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Enn hefur ekkert fengist staðfest í þessum efnum og er hugmyndin sögð ekki vera komin svo langt að hún hafi verið kynnt fyrir Pence. Óhætt er að segja að uggur sé meðal þingmanna eftir að stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið þegar afgreiða átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Ein kona, sem var á meðal stuðningsmannanna, lést af sárum sínum eftir að hafa verið skotin í hálsinn í þinghúsinu. Sé 25. viðaukinn virkjaður er heimilt að víkja forseta úr embætti ef hann er óhæfur til þess að sinna starfi sínu. Þetta gæti verið um stundarsakir vegna veikinda eða til loka kjörtímabils. JUST IN: “This is not news we deliver lightly,” @margbrennan says as she reports: Trump Cabinet secretaries are discussing invoking the 25th Amendment to remove President Trump. Nothing formal yet presented to VP Pence.“I’m talking about actual members of the Cabinet,” she says— Ed O'Keefe (@edokeefe) January 7, 2021 Nokkrir þingmenn úr röðum Demókrata hafa krafist þess að Trump víki úr embætti tafarlaust. Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez kallaði eftir því að þingið myndi hefja formlegt ákæruferli gegn forsetanum og sagði Ilhan Omar, samflokkskona hennar, að þingmenn gætu ekki leyft Trump að sitja í embætti. Elizabeth Warren, þingkona Demókrata og frambjóðandi í forvali flokksins, hefur tjáð sig um sögusagnirnar og sagði ótækt að ríkisstjórnin væri að fela sig á bak við óstaðfesta orðróma. Það væri skylda þeirra að virkja 25. viðaukann og koma Trump frá völdum. I've said it before, and I'll say it again: the Cabinet should stop hiding behind anonymous leaks to reporters and do what the Constitution demands they do: invoke the 25th Amendment and remove this President from office. https://t.co/HUtUfeiTUP— Elizabeth Warren (@SenWarren) January 7, 2021
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13 Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið. 7. janúar 2021 00:06 Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13
Náðu að bjarga atkvæðum kjörmanna Starfsfólk þinghússins náði að bjarga atkvæðum kjörmanna úr þingsal eftir að stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust inn í þinghúsið. 7. janúar 2021 00:06
Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45