Trump verður ekki viðstaddur innsetningu Bidens Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2021 16:03 Frá kappræðum Trump og Biden í október síðastliðnum. Getty Images/Pavlo Conchar Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti ætlar ekki að mæta á vígsluathöfn Joes Biden þann 20. janúar. Frá þessu greinir Trump á Twitter en nefnir ekki ástæðu þess að hann ætlar ekki að mæta. Í færslu sinni segist Trump svara öllum þeim sem verið hafa að spyrja. To all of those who have asked, I will not be going to the Inauguration on January 20th.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 8, 2021 Búist er við því að Mike Pence varaforseti mæti þó á athöfnina. Hefð er fyrir því að fyrrverandi forsetar mæti á innsetningarathafnir sem þessa og hefur George W. Bush, forseti frá 2001 til 2009, til dæmis staðfest komu sína. Jimmy Carter, sem var forseti frá 1977 til 1981, mætir hins vegar ekki. Hann er 96 ára gamall og hefur glímt við erfið veikindi. Carter er langlífasti forseti Bandaríkjasögunnar og hefur ekki misst af innsetningarathöfn frá því hann tók sjálfur við embætti. Hingað til hafa einungis fjórir forsetar neitað að mæta á innsetningarathöfn eftirmanns síns: John Adams árið 1801, John Quincy Adams árið 1829, Andrew Johnson árið 1869 og nú Donald Trump, 152 árum seinna. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni vegna innrásar stuðningsmanna hans í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. Í aðdragandanum hvatti hann fólk til mótmæla við bandaríska þinghúsið en sagðist svo í yfirlýsingu í gær fordæma þá sem hefðu brotið lög umrætt sinn. Fjórir mótmælendur og einn lögreglumaður létu lífið í átökum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Tengdar fréttir Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40 Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45 Pelosi biðlar til Pence að svipta Trump völdum Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur óskað eftir því að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og ríkisstjórnin svipti Donald Trump Bandaríkjaforseta völdum. 7. janúar 2021 19:38 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Sjá meira
Í færslu sinni segist Trump svara öllum þeim sem verið hafa að spyrja. To all of those who have asked, I will not be going to the Inauguration on January 20th.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 8, 2021 Búist er við því að Mike Pence varaforseti mæti þó á athöfnina. Hefð er fyrir því að fyrrverandi forsetar mæti á innsetningarathafnir sem þessa og hefur George W. Bush, forseti frá 2001 til 2009, til dæmis staðfest komu sína. Jimmy Carter, sem var forseti frá 1977 til 1981, mætir hins vegar ekki. Hann er 96 ára gamall og hefur glímt við erfið veikindi. Carter er langlífasti forseti Bandaríkjasögunnar og hefur ekki misst af innsetningarathöfn frá því hann tók sjálfur við embætti. Hingað til hafa einungis fjórir forsetar neitað að mæta á innsetningarathöfn eftirmanns síns: John Adams árið 1801, John Quincy Adams árið 1829, Andrew Johnson árið 1869 og nú Donald Trump, 152 árum seinna. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni vegna innrásar stuðningsmanna hans í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. Í aðdragandanum hvatti hann fólk til mótmæla við bandaríska þinghúsið en sagðist svo í yfirlýsingu í gær fordæma þá sem hefðu brotið lög umrætt sinn. Fjórir mótmælendur og einn lögreglumaður létu lífið í átökum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Tengdar fréttir Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40 Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45 Pelosi biðlar til Pence að svipta Trump völdum Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur óskað eftir því að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og ríkisstjórnin svipti Donald Trump Bandaríkjaforseta völdum. 7. janúar 2021 19:38 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Sjá meira
Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40
Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45
Pelosi biðlar til Pence að svipta Trump völdum Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur óskað eftir því að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og ríkisstjórnin svipti Donald Trump Bandaríkjaforseta völdum. 7. janúar 2021 19:38