Demókratar undirbúa ákæru fyrir embættisbrot Sylvía Hall skrifar 9. janúar 2021 08:01 Nancy Pelosi á blaðamannafundi á fimmtudag. Getty/Stefani Reynolds Demókratar á bandaríska þinginu hyggjast gefa út ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir hans þátt í óeirðunum sem urðu í og við þinghúsið á miðvikudag ef forsetinn segir ekki tafarlaust af sér. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins segir nauðsynlegt að þingmenn leggi allt í sölurnar til þess að tryggja öryggi landsmanna síðustu daga Trump í embætti. Sjálf vonist hún til þess að forsetinn segi sjálfur af sér en geri hann það ekki sjái hún ekki annað í stöðunni en að koma af stað ákæruferli. Á fimmtudag biðlaði hún til Mike Pence, fráfarandi varaforseta, að grípa til aðgerða og hvatti ríkisstjórnina til þess að svipta Trump völdum. Stefnt er að því að kynna tillöguna á mánudag og er Trump gefið að sök að hafa hvatt til óeirða í þinginu. Fimm létust þegar stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið, þar af ein kona sem var skotin til bana af lögreglu. Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, tekur við embætti þann 20. janúar næstkomandi. Hann sagði undir þinginu komið að ákveða næstu skref, en honum hefði lengi fundist forsetinn óhæfur til þess að gegna embættinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa 160 þingmenn Demókrata í fulltrúadeildinni skrifað undir tillöguna en flokkurinn er alls með 235 þingmenn í fulltrúadeildinni, og þar af leiðandi meirihluta. Undirbúningur að tillögunni hófst strax á miðvikudag þegar þingmenn voru færðir á öruggan stað eftir að stuðningsmenn forsetans réðust inn í þinghúsið. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38 Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins segir nauðsynlegt að þingmenn leggi allt í sölurnar til þess að tryggja öryggi landsmanna síðustu daga Trump í embætti. Sjálf vonist hún til þess að forsetinn segi sjálfur af sér en geri hann það ekki sjái hún ekki annað í stöðunni en að koma af stað ákæruferli. Á fimmtudag biðlaði hún til Mike Pence, fráfarandi varaforseta, að grípa til aðgerða og hvatti ríkisstjórnina til þess að svipta Trump völdum. Stefnt er að því að kynna tillöguna á mánudag og er Trump gefið að sök að hafa hvatt til óeirða í þinginu. Fimm létust þegar stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið, þar af ein kona sem var skotin til bana af lögreglu. Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, tekur við embætti þann 20. janúar næstkomandi. Hann sagði undir þinginu komið að ákveða næstu skref, en honum hefði lengi fundist forsetinn óhæfur til þess að gegna embættinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa 160 þingmenn Demókrata í fulltrúadeildinni skrifað undir tillöguna en flokkurinn er alls með 235 þingmenn í fulltrúadeildinni, og þar af leiðandi meirihluta. Undirbúningur að tillögunni hófst strax á miðvikudag þegar þingmenn voru færðir á öruggan stað eftir að stuðningsmenn forsetans réðust inn í þinghúsið.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38 Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38
Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38
Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent