Segist uggandi að konur fari nú í fyrstu skimun við brjóstakrabbameini um fimmtugt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2021 12:30 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segist hugsi yfir því að breytingar á skimun fyrir brjóstakrabbameini hafi verið seinkað. Vísir/Getty Konum verður ekki lengur boðið í skimun fyrir brjóstakrabbameini við fertugt heldur verður boðið í fyrstu skimun við fimmtugt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður viðreisnar segir það skjóta skökku við, en tilmæli Landlæknis og Fagráðs um brjóstakrabbamein eru að skimun hefjist við 45 ára aldur. Í byrjun árs voru þær breytingar gerðar að krabbameinsskimanir á Íslandi, sem áður fóru fram hjá Krabbameinsfélaginu, voru færðar á hendi heilsugæslnanna. Hingað til hefur konum á aldrinum 40-69 ára verið boðið í skimun fyrir krabbameini í brjóstum en nú verður konum á aldrinum 50-74 ára boðið í skimun. „Auðvitað er jákvætt að konum sé boðin þessi þjónusta lengur en verið hefur,“ segir Þorbjörg. Hún segir hins vegar neikvætt að yngri konur missi þessa þjónustu. Fram kemur á vef Krafts, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, að brjóstakrabbamein sé algengasta krabbameinið hjá konum. Á árunum 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Þorbjörg segir það lágmarkskröfu að stjórnvöld rökstyðji þessar breytingar. Flestar konur þekki veruleika brjóstakrabbameins, hve mikið sé undir og miklir hagsmunir. „Eitthvað sem eðlilega vekur upp spurningar og jafnvel kvíða og ótta. Þá hlýtur það að vera lágmarks krafa til stjórnvalda að þetta sé kynnt með þeim hætti að konur geti verið í einhverri vissu með það að þetta hafi ekki í för með sér neikvæð áhrif á þeirra stöðu,“ segir Þorbjörg. Þá vekur Kraftur einnig athygli á því að biðtími eftir klínískum brjóstaskoðunum í kjölfar skimunar er of langur. Samkvæmt evrópskum stöðlum á biðtími fyrir konur vegna einkenna að vera 5 dagar en biðtíminn hér á landi eru jafnan 5-6 vikur. „Ég verð að viðurkenna að það fór um mig, mér finnst þessar fréttir óþægilegar og maður gerir ráð fyrir að það séu rök þarna á baki. Ég myndi halda að konur og allur almenningur eigi rétt á því þegar verið er að færa aldursviðmiðið upp um heil tíu ár þá fylgi því almennileg kynning um það hvað býr þarna að baki og með hvaða hætti staða kvenna sé jafn góð á eftir,“ segir Þorbjörg. Heilbrigðismál Heilsugæsla Fokk ég er með krabbamein Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8. janúar 2021 08:15 Afskrifaði yfir áttatíu milljóna skuldir krabbameinsveikra skjólstæðinga Krabbameinslæknir í Bandaríkjunum hefur afskrifað hátt í 650.000 dollara skuldir tvö hundruð sjúklinga sinna. Hann tók ákvörðunina eftir að hann komst að því hve margir þeirra ætti í greiðsluerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins, sem komið hefur afar illa niður á Bandaríkjamönnum. 5. janúar 2021 23:31 Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 22:31 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Í byrjun árs voru þær breytingar gerðar að krabbameinsskimanir á Íslandi, sem áður fóru fram hjá Krabbameinsfélaginu, voru færðar á hendi heilsugæslnanna. Hingað til hefur konum á aldrinum 40-69 ára verið boðið í skimun fyrir krabbameini í brjóstum en nú verður konum á aldrinum 50-74 ára boðið í skimun. „Auðvitað er jákvætt að konum sé boðin þessi þjónusta lengur en verið hefur,“ segir Þorbjörg. Hún segir hins vegar neikvætt að yngri konur missi þessa þjónustu. Fram kemur á vef Krafts, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, að brjóstakrabbamein sé algengasta krabbameinið hjá konum. Á árunum 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Þorbjörg segir það lágmarkskröfu að stjórnvöld rökstyðji þessar breytingar. Flestar konur þekki veruleika brjóstakrabbameins, hve mikið sé undir og miklir hagsmunir. „Eitthvað sem eðlilega vekur upp spurningar og jafnvel kvíða og ótta. Þá hlýtur það að vera lágmarks krafa til stjórnvalda að þetta sé kynnt með þeim hætti að konur geti verið í einhverri vissu með það að þetta hafi ekki í för með sér neikvæð áhrif á þeirra stöðu,“ segir Þorbjörg. Þá vekur Kraftur einnig athygli á því að biðtími eftir klínískum brjóstaskoðunum í kjölfar skimunar er of langur. Samkvæmt evrópskum stöðlum á biðtími fyrir konur vegna einkenna að vera 5 dagar en biðtíminn hér á landi eru jafnan 5-6 vikur. „Ég verð að viðurkenna að það fór um mig, mér finnst þessar fréttir óþægilegar og maður gerir ráð fyrir að það séu rök þarna á baki. Ég myndi halda að konur og allur almenningur eigi rétt á því þegar verið er að færa aldursviðmiðið upp um heil tíu ár þá fylgi því almennileg kynning um það hvað býr þarna að baki og með hvaða hætti staða kvenna sé jafn góð á eftir,“ segir Þorbjörg.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Fokk ég er með krabbamein Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8. janúar 2021 08:15 Afskrifaði yfir áttatíu milljóna skuldir krabbameinsveikra skjólstæðinga Krabbameinslæknir í Bandaríkjunum hefur afskrifað hátt í 650.000 dollara skuldir tvö hundruð sjúklinga sinna. Hann tók ákvörðunina eftir að hann komst að því hve margir þeirra ætti í greiðsluerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins, sem komið hefur afar illa niður á Bandaríkjamönnum. 5. janúar 2021 23:31 Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 22:31 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8. janúar 2021 08:15
Afskrifaði yfir áttatíu milljóna skuldir krabbameinsveikra skjólstæðinga Krabbameinslæknir í Bandaríkjunum hefur afskrifað hátt í 650.000 dollara skuldir tvö hundruð sjúklinga sinna. Hann tók ákvörðunina eftir að hann komst að því hve margir þeirra ætti í greiðsluerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins, sem komið hefur afar illa niður á Bandaríkjamönnum. 5. janúar 2021 23:31
Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 22:31