Ofríki, fáræði, auðræði eða lýðræði? Kristinn Már Ársælsson skrifar 11. janúar 2021 08:01 Hvernig gat það gerst að lýðræðið stendur á brauðfótum víða um heim? Lítið sem ekkert traust á kjörnum fulltrúum. Gjá milli þings og þjóðar. Fjöldamótmæli gegn lögregluofbeldi—lögreglu sem á að vernda borgara. Stuðningsfólk Trump ræðst inn í þinghúsið og veifar Suðurríkjafánanum. Upplýsingaóreiða. Lýðskrum. Auðræði. Pólarísering. Hvernig stendur á því að lýðræðið, sem á að þjóna almenningi fyrst og síðast, er bókstaflega í hættu? Svarið er að lýðræðinu hefur ekki hefur tekist, annars vegar, að tryggja að það þjóni fyrst og síðast almenningi og sér í lagi hinum verst settu. Hins vegar mistekist að sætta ólík sjónarmið meðal almennings. Lýðræðinu hefur mistekist að stemma stigu við ofríki, fáræði og auðræði. Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar og stór hluti kjósenda ekki tekið þessi vandamál nægilega alvarlega. Þessi vandamál hafa fylgt lýðræðinu frá upphafi. Strax á upphafsárum lýðræðisins fyrir rúmum 200 árum vöruðu fræðimenn við ofríki meirihlutans, sér í lagi hvítra gagnvart svörtum. Enn í dag sjáum við mismunun, á öllum sviðum, gagnvart þeim sem eru með annan húðlit en hvítan. Fræðimenn vöruðu við fáræði (óligarkí) þar sem völd þjöppuðust á hendur fárra sem deildu ekki skoðunum eða hagsmunum með almenningi. Þau vöruðu við auðræði, að hinir ríku myndu ráða för í stjórnmálum fremur en almenningur. Af þessum sökum eru þau sem hafa notið forréttinda (ofríki) reið vegna ótta við að missa þau. Þau sem standa höllum fæti reið og sár vegna langvarandi ofríkis. Lýðræðisleg samfélög eiga að vera opin og frjáls. Fólk má vera alls konar. En lýðræðinu hefur mistekist að sætta ólík sjónarmið. Þvert á hópa eru kjósendur reiðir út í kjörna fulltrúa fyrir að verja ekki hagsmuni þeirra. Fyrir að standa oft og reglulega frekar með hinum ríku og valdamiklu en ekki almenningi. Hvað er til ráða? Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann og taka hann alvarlega. Viðurkenna að vandinn er bundinn við skipulag lýðræðisins. Núverandi skipulag kosninga, embætta og ákvarðanatöku dugar ekki til að sætta ólík sjónarmið. Tryggir ekki að hagsmunir almennings og hinna verst settu séu hafðir að leiðarljósi. Mikil völd í höndum fámennra hópa eða einstaklinga bjóða ofríki og spillingu heim. Dæmin eru mýmörg. Forsetatíð Trump er gott dæmi. Næst þurfum við að ræða og gera breytingar. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að efla tengsl milli forsvarsmanna og grasrótar sem og bæta stefnumótun. Flokkarnir sjálfir eru of einangraðir og ekki nægilega virkir í hugmyndavinnu í samfélaginu. Það dugar ekki að hittast í fámennum hópum og móta stefnu korter fyrir kosningar heldur þarf löng, vönduð og upplýst ferli. Við þurfum sterk og virk almannasamtök sem veita ráðamönnum aðhald og taka virkan þátt í stefnumótun samfélagsins. Margar af mikilvægustu nýjungum á lýðræðistímanum komu frá og/eða voru studdar af sterkri verkalýðshreyfingu, t.d. heilbrigðiskerfið. Forysta samtakanna þarf að eiga í virku samtali við grasrótina og eiga hlutdeild í lýðræðislegri ákvarðanatöku. Eina leiðin til þess að sætta ólík sjónarmið er að fá ólíka hópa til þess að setjast við sama borð. Að setja sig í spor annarra. Leita málamiðlunar eða, hreinlega, sýna skilning á slakri stöðu annarra og viðurkenna eigin forréttindi. Svokölluð slembivalin rökræðuferli—þar sem hópur almennings er valinn af handahófi til að koma saman í rökræðu—hafa verið ítarlega rannsökuð og reynst vel í þessum tilgangi. Við þurfum að beita slíkum ferlum í meira mæli. Fræðimenn hafa lagt til að efri deild þings sé skipuð almenningi sem er valinn af handahófi. Þannig þurfi tillögur stjórnmálamanna að hljóta náð almennings. Það er búið að benda á vandann í rúm 200 ár. Lýðræðið hefur áður vikið fyrir alræði. Það má ekki gerast aftur. Stjórnmálaflokkar og almannasamtök verða að ráðast í að koma á alvöru lýðræði. Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði og stofnandi lýðræðisfélagsins Öldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Hvernig gat það gerst að lýðræðið stendur á brauðfótum víða um heim? Lítið sem ekkert traust á kjörnum fulltrúum. Gjá milli þings og þjóðar. Fjöldamótmæli gegn lögregluofbeldi—lögreglu sem á að vernda borgara. Stuðningsfólk Trump ræðst inn í þinghúsið og veifar Suðurríkjafánanum. Upplýsingaóreiða. Lýðskrum. Auðræði. Pólarísering. Hvernig stendur á því að lýðræðið, sem á að þjóna almenningi fyrst og síðast, er bókstaflega í hættu? Svarið er að lýðræðinu hefur ekki hefur tekist, annars vegar, að tryggja að það þjóni fyrst og síðast almenningi og sér í lagi hinum verst settu. Hins vegar mistekist að sætta ólík sjónarmið meðal almennings. Lýðræðinu hefur mistekist að stemma stigu við ofríki, fáræði og auðræði. Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar og stór hluti kjósenda ekki tekið þessi vandamál nægilega alvarlega. Þessi vandamál hafa fylgt lýðræðinu frá upphafi. Strax á upphafsárum lýðræðisins fyrir rúmum 200 árum vöruðu fræðimenn við ofríki meirihlutans, sér í lagi hvítra gagnvart svörtum. Enn í dag sjáum við mismunun, á öllum sviðum, gagnvart þeim sem eru með annan húðlit en hvítan. Fræðimenn vöruðu við fáræði (óligarkí) þar sem völd þjöppuðust á hendur fárra sem deildu ekki skoðunum eða hagsmunum með almenningi. Þau vöruðu við auðræði, að hinir ríku myndu ráða för í stjórnmálum fremur en almenningur. Af þessum sökum eru þau sem hafa notið forréttinda (ofríki) reið vegna ótta við að missa þau. Þau sem standa höllum fæti reið og sár vegna langvarandi ofríkis. Lýðræðisleg samfélög eiga að vera opin og frjáls. Fólk má vera alls konar. En lýðræðinu hefur mistekist að sætta ólík sjónarmið. Þvert á hópa eru kjósendur reiðir út í kjörna fulltrúa fyrir að verja ekki hagsmuni þeirra. Fyrir að standa oft og reglulega frekar með hinum ríku og valdamiklu en ekki almenningi. Hvað er til ráða? Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann og taka hann alvarlega. Viðurkenna að vandinn er bundinn við skipulag lýðræðisins. Núverandi skipulag kosninga, embætta og ákvarðanatöku dugar ekki til að sætta ólík sjónarmið. Tryggir ekki að hagsmunir almennings og hinna verst settu séu hafðir að leiðarljósi. Mikil völd í höndum fámennra hópa eða einstaklinga bjóða ofríki og spillingu heim. Dæmin eru mýmörg. Forsetatíð Trump er gott dæmi. Næst þurfum við að ræða og gera breytingar. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að efla tengsl milli forsvarsmanna og grasrótar sem og bæta stefnumótun. Flokkarnir sjálfir eru of einangraðir og ekki nægilega virkir í hugmyndavinnu í samfélaginu. Það dugar ekki að hittast í fámennum hópum og móta stefnu korter fyrir kosningar heldur þarf löng, vönduð og upplýst ferli. Við þurfum sterk og virk almannasamtök sem veita ráðamönnum aðhald og taka virkan þátt í stefnumótun samfélagsins. Margar af mikilvægustu nýjungum á lýðræðistímanum komu frá og/eða voru studdar af sterkri verkalýðshreyfingu, t.d. heilbrigðiskerfið. Forysta samtakanna þarf að eiga í virku samtali við grasrótina og eiga hlutdeild í lýðræðislegri ákvarðanatöku. Eina leiðin til þess að sætta ólík sjónarmið er að fá ólíka hópa til þess að setjast við sama borð. Að setja sig í spor annarra. Leita málamiðlunar eða, hreinlega, sýna skilning á slakri stöðu annarra og viðurkenna eigin forréttindi. Svokölluð slembivalin rökræðuferli—þar sem hópur almennings er valinn af handahófi til að koma saman í rökræðu—hafa verið ítarlega rannsökuð og reynst vel í þessum tilgangi. Við þurfum að beita slíkum ferlum í meira mæli. Fræðimenn hafa lagt til að efri deild þings sé skipuð almenningi sem er valinn af handahófi. Þannig þurfi tillögur stjórnmálamanna að hljóta náð almennings. Það er búið að benda á vandann í rúm 200 ár. Lýðræðið hefur áður vikið fyrir alræði. Það má ekki gerast aftur. Stjórnmálaflokkar og almannasamtök verða að ráðast í að koma á alvöru lýðræði. Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði og stofnandi lýðræðisfélagsins Öldu.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun