Möguleiki á að færa bikarkeppnina ef KKÍ lendir í vanda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2021 15:31 Keppni í Domino's deild kvenna hefst á ný á miðvikudaginn. vísir/vilhelm Körfuknattleikssamband Íslands er undir það búið að gera þurfi hlé á Íslandsmótinu í körfubolta sem hefst aftur í þessari viku. Meðal aðgerða sem hægt er að grípa til að færa bikarkeppnina. Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, var gestur þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Ríkharps Óskars Guðnasonar í Sportinu í dag. Þar ræddi hann um það vandasama verkefni að raða Íslandsmótinu upp á nýtt. Keppni á Íslandsmótinu var hætt í byrjun október, skömmu eftir að mótið hófst, vegna kórónuveirufaraldursins. Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi verður aflétt á miðvikudaginn og þá hefst Íslandsmótið í körfubolta að nýju. Í reglugerð KKÍ segir að fresturinn til að ljúka keppni í efstu tveimur deildum karla og kvenna sé út apríl og í úrslitakeppninni út júní. Leikið verður afar þétt á næstu vikum og ef allt gengur eftir verður aðeins um fjögurra vikna lenging á tímabilinu frá því sem venjulegt er. „Við viljum ekki taka allt það svigrúm sem við eigum í dag. Ef við grípum eitthvað svigrúm og það kemur stopp erum við í djúpum vanda með mótið,“ sagði Snorri. Bikarkeppnin á að fara fram eftir að deildarkeppninni lýkur og áður en úrslitakeppnin hefst. Það er hins vegar möguleiki á að færa bikarkeppnina ef eitthvað kemur upp á. „Við höfum svigrúm og erum með bikarinn í lok apríl. Það er enn möguleiki á að færa hann til ef við lendum í miklum vanda eða ef það eru miklar frestanir,“ sagði Snorri. Fyrstu leikirnir á Íslandsmótinu eftir hléið langa fara fram á miðvikudaginn. Þá fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, var gestur þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Ríkharps Óskars Guðnasonar í Sportinu í dag. Þar ræddi hann um það vandasama verkefni að raða Íslandsmótinu upp á nýtt. Keppni á Íslandsmótinu var hætt í byrjun október, skömmu eftir að mótið hófst, vegna kórónuveirufaraldursins. Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi verður aflétt á miðvikudaginn og þá hefst Íslandsmótið í körfubolta að nýju. Í reglugerð KKÍ segir að fresturinn til að ljúka keppni í efstu tveimur deildum karla og kvenna sé út apríl og í úrslitakeppninni út júní. Leikið verður afar þétt á næstu vikum og ef allt gengur eftir verður aðeins um fjögurra vikna lenging á tímabilinu frá því sem venjulegt er. „Við viljum ekki taka allt það svigrúm sem við eigum í dag. Ef við grípum eitthvað svigrúm og það kemur stopp erum við í djúpum vanda með mótið,“ sagði Snorri. Bikarkeppnin á að fara fram eftir að deildarkeppninni lýkur og áður en úrslitakeppnin hefst. Það er hins vegar möguleiki á að færa bikarkeppnina ef eitthvað kemur upp á. „Við höfum svigrúm og erum með bikarinn í lok apríl. Það er enn möguleiki á að færa hann til ef við lendum í miklum vanda eða ef það eru miklar frestanir,“ sagði Snorri. Fyrstu leikirnir á Íslandsmótinu eftir hléið langa fara fram á miðvikudaginn. Þá fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira