Sá besti á móti bestu vörninni og einvígi ungu og hlaupaglöðu leikstjórnendanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2021 12:30 Aaron Rodgers hefur átt frábært tímabil með Green Bay Packers og liðið er til alls líklegt í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. Getty/Quinn Harris Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í kvöld og nú koma bestu liðin inn í úrslitakeppnina eftir að hafa setið hjá um síðustu helgi. Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst um síðustu helgi en nú er komið af helginni sem er oft kölluð sú besta í boltanum. Þá fara fram undanúrslitin í bæði Þjóðardeildinni og Ameríkudeildinni. Fyrri leikur dagsins er leikur Green Bay Packers og Los Angeles Rams en Packers liðið var með besta árangurinn í Þjóðardeildinni og sat hjá um síðustu helgi. Á sama tíma vann Rams-liðið glæsilegan sigur í Seatttle en liðsmenn Los Angeles Rams hafa verið frekar óútreiknanlegir síðustu vikur. Seinni leikur kvöldsins er uppgjör á milli tveggja af framtíðarstjörnum deildarinnar en stuðningsmenn bæði Baltimore Ravens og Buffalo Bills hafa líka beðið lengi eftir því að lið þeirra gera einhverja hluti í úrslitakeppninni. Aaron Rodgers targeting end zone in last 2 seasons 40 TDs 0 INTs pic.twitter.com/ev7mqIDIB9— PFF Fantasy Football (@PFF_Fantasy) January 15, 2021 Green Bay Packers vann sex síðustu leiki sína fyrir úrslitakeppni og þrettán af sextán leikjum deildarkeppninnar. Leikstjórnandinn Aaron Rodgers og útherjinn Davante Adams hafa spilað frábærlega í allan vetur og Rodgers er mjög líklegur til að verða kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. It's a scary sight when @AaronDonald97 is fired up! : #LARvsGB -- Saturday 4:35pm ET on FOX : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/NRwtNnbZFE— NFL (@NFL) January 14, 2021 Það hefur verið mun meira vesen á liði Los Angeles Rams og þá ekki síst leikstjórnendastöðunni. Rams-vörnin er aftur á móti ein sú allra besta í deildinni og á henni fór liðið í gegnum Seattle Seahawks um síðustu helgi og þessi vörn gæti skapað vandræði fyrir sókn Packers mann í kvöld. Baltimore Ravens og Buffalo Bills fögnuðu bæði sannfærandi sigrum um síðustu helgu. Baltimore Ravens hefur verið með frábært lið síðustu ár en tókst loksins að vinna leik í úrslitakeppni og sigur Buffalo Bills var fyrsti sigur liðsins í úrslitakeppni í 25 ár. The Road Less TraveledVolume 2, Chapter 2 pic.twitter.com/jn7zUA3bTW— Baltimore Ravens (@Ravens) January 15, 2021 Leikstjórnendur Baltimore Ravens og Buffalo Bills eiga það sameiginlegt að vera ungir leikmenn sem hafa þegar komið sér í hóp þeirra bestu í deildinni. Þeir eru líka mjög duglegir við að hlaupa sjálfir með boltann upp völlinn; stórir, hraustir og hugrakkir strákar. Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens var valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í fyrra en þá klúðraði Ravens liðið fyrsta leik í úrslitakeppninni. Nú eru menn staðráðnir að bæta fyrir það þrátt fyrir ekki alveg eins glæsilega deildarkeppni. Liðið kom samt inn í úrslitakeppninni á góðri siglingu. An AFC showdown between @Lj_era8 and @JoshAllenQB! : #BALvsBUF -- Saturday 8:15pm ET on NBC : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/uGIfLvtyqN— NFL (@NFL) January 14, 2021 Josh Allen hjá Buffalo Bills hefur aftur á móti átt frábært tímabil og er einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Bills liðið vann 27-24 sigur á Indianapolis Colts um síðustu helgi sem var fyrsti sigur liðsins í úrslitakeppninni síðan 1995. Allen hefur bætt sendingarnar mikið frá því í fyrra og er orðin einn sá besti í deildinni. Útsending frá leik Green Bay Packers og Los Angeles Rams hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 01.00 hefst síðan útsending frá leik Buffalo Bills og Baltimore Ravens á sömu stöð. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Sjá meira
Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst um síðustu helgi en nú er komið af helginni sem er oft kölluð sú besta í boltanum. Þá fara fram undanúrslitin í bæði Þjóðardeildinni og Ameríkudeildinni. Fyrri leikur dagsins er leikur Green Bay Packers og Los Angeles Rams en Packers liðið var með besta árangurinn í Þjóðardeildinni og sat hjá um síðustu helgi. Á sama tíma vann Rams-liðið glæsilegan sigur í Seatttle en liðsmenn Los Angeles Rams hafa verið frekar óútreiknanlegir síðustu vikur. Seinni leikur kvöldsins er uppgjör á milli tveggja af framtíðarstjörnum deildarinnar en stuðningsmenn bæði Baltimore Ravens og Buffalo Bills hafa líka beðið lengi eftir því að lið þeirra gera einhverja hluti í úrslitakeppninni. Aaron Rodgers targeting end zone in last 2 seasons 40 TDs 0 INTs pic.twitter.com/ev7mqIDIB9— PFF Fantasy Football (@PFF_Fantasy) January 15, 2021 Green Bay Packers vann sex síðustu leiki sína fyrir úrslitakeppni og þrettán af sextán leikjum deildarkeppninnar. Leikstjórnandinn Aaron Rodgers og útherjinn Davante Adams hafa spilað frábærlega í allan vetur og Rodgers er mjög líklegur til að verða kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. It's a scary sight when @AaronDonald97 is fired up! : #LARvsGB -- Saturday 4:35pm ET on FOX : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/NRwtNnbZFE— NFL (@NFL) January 14, 2021 Það hefur verið mun meira vesen á liði Los Angeles Rams og þá ekki síst leikstjórnendastöðunni. Rams-vörnin er aftur á móti ein sú allra besta í deildinni og á henni fór liðið í gegnum Seattle Seahawks um síðustu helgi og þessi vörn gæti skapað vandræði fyrir sókn Packers mann í kvöld. Baltimore Ravens og Buffalo Bills fögnuðu bæði sannfærandi sigrum um síðustu helgu. Baltimore Ravens hefur verið með frábært lið síðustu ár en tókst loksins að vinna leik í úrslitakeppni og sigur Buffalo Bills var fyrsti sigur liðsins í úrslitakeppni í 25 ár. The Road Less TraveledVolume 2, Chapter 2 pic.twitter.com/jn7zUA3bTW— Baltimore Ravens (@Ravens) January 15, 2021 Leikstjórnendur Baltimore Ravens og Buffalo Bills eiga það sameiginlegt að vera ungir leikmenn sem hafa þegar komið sér í hóp þeirra bestu í deildinni. Þeir eru líka mjög duglegir við að hlaupa sjálfir með boltann upp völlinn; stórir, hraustir og hugrakkir strákar. Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens var valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í fyrra en þá klúðraði Ravens liðið fyrsta leik í úrslitakeppninni. Nú eru menn staðráðnir að bæta fyrir það þrátt fyrir ekki alveg eins glæsilega deildarkeppni. Liðið kom samt inn í úrslitakeppninni á góðri siglingu. An AFC showdown between @Lj_era8 and @JoshAllenQB! : #BALvsBUF -- Saturday 8:15pm ET on NBC : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/uGIfLvtyqN— NFL (@NFL) January 14, 2021 Josh Allen hjá Buffalo Bills hefur aftur á móti átt frábært tímabil og er einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Bills liðið vann 27-24 sigur á Indianapolis Colts um síðustu helgi sem var fyrsti sigur liðsins í úrslitakeppninni síðan 1995. Allen hefur bætt sendingarnar mikið frá því í fyrra og er orðin einn sá besti í deildinni. Útsending frá leik Green Bay Packers og Los Angeles Rams hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 01.00 hefst síðan útsending frá leik Buffalo Bills og Baltimore Ravens á sömu stöð. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Sjá meira