Eigum að gera betur varnarlega Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2021 20:45 Dagur Kár var frábær í liði Grindavíkur í kvöld. Vísir/Bára Dominos-deild karla í körfubolta er farin aftur af stað eftir langa pásu sökum kórónufaraldursins. Grindavík vann flottan 14 stiga sigur á Þór Þorlákshöfn í kvöld, 119-105. „Sóknarleikurinn var mjög flottur eiginlega allan leikinn en að fá á sig 105 stig er ekkert spes, við eigum að gera miklu betur varnarlega en þetta er kannski skiljanlegt eftir svona langa pásu,“ sagði Dagur Kár Jónsson eftir sigur Grindvíkinga á Þórsurum í Domino´s-deidinni í kvöld. Grindvíkingar voru fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en Þórsarar bitu verulega frá sér og komust meðal annars yfir í þriðja leikhlutanum. Heimamenn sigldu sigrinum hins vegar í höfn í lokin og unnu að lokum 119-105. „Við byrjuðum rosalega vel en slökuðum á og höfum kannski haldið að þetta yrði auðvelt. Það má ekki gerast og þeir komust aftur inn í leikinn. Við náðum að stilla okkur vel af í hálfleik og komum með sömu orku og við vorum með í byrjun.“ Dagur Kár lék lítið með Grindvíkingum á síðustu leiktíð vegna meiðsla en sneri aftur í haust í þeim eina leik sem var spilaður þá. Þar kom hann inn af krafti og það sama var uppi á teningunum í kvöld, hann skoraði 29 stig, gaf átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. „Hún var ömurleg fyrir alla þessi pása en fín fyrir mig. Ég hafði tíma til að styrkja mig aðeins meira í kringum hnéð og líður bara vel núna.“ Ólafur Ólafsson byrjaði leikinn á bekknum en skilaði mjög góðri frammistöðu og endaði á flautukörfu frá eigin þriggja stiga línu. Dagur var ánægður með liðsfélaga sinn. „Hann sagði við mig: „Á ég að skjóta þessu?“ og ég sagði já. „Heldur þú að ég hitti?“ og ég sagði já. Hann smellti þessu og það var vel gert. Það skiptir ekki máli hverjir eru á bekknum og hverjir byrja inná. Það koma allir og leggja sitt af mörkum og það gekk upp í kvöld,“ sagði Dagur Kár að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Grindavík Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
„Sóknarleikurinn var mjög flottur eiginlega allan leikinn en að fá á sig 105 stig er ekkert spes, við eigum að gera miklu betur varnarlega en þetta er kannski skiljanlegt eftir svona langa pásu,“ sagði Dagur Kár Jónsson eftir sigur Grindvíkinga á Þórsurum í Domino´s-deidinni í kvöld. Grindvíkingar voru fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en Þórsarar bitu verulega frá sér og komust meðal annars yfir í þriðja leikhlutanum. Heimamenn sigldu sigrinum hins vegar í höfn í lokin og unnu að lokum 119-105. „Við byrjuðum rosalega vel en slökuðum á og höfum kannski haldið að þetta yrði auðvelt. Það má ekki gerast og þeir komust aftur inn í leikinn. Við náðum að stilla okkur vel af í hálfleik og komum með sömu orku og við vorum með í byrjun.“ Dagur Kár lék lítið með Grindvíkingum á síðustu leiktíð vegna meiðsla en sneri aftur í haust í þeim eina leik sem var spilaður þá. Þar kom hann inn af krafti og það sama var uppi á teningunum í kvöld, hann skoraði 29 stig, gaf átta stoðsendingar og tók fimm fráköst. „Hún var ömurleg fyrir alla þessi pása en fín fyrir mig. Ég hafði tíma til að styrkja mig aðeins meira í kringum hnéð og líður bara vel núna.“ Ólafur Ólafsson byrjaði leikinn á bekknum en skilaði mjög góðri frammistöðu og endaði á flautukörfu frá eigin þriggja stiga línu. Dagur var ánægður með liðsfélaga sinn. „Hann sagði við mig: „Á ég að skjóta þessu?“ og ég sagði já. „Heldur þú að ég hitti?“ og ég sagði já. Hann smellti þessu og það var vel gert. Það skiptir ekki máli hverjir eru á bekknum og hverjir byrja inná. Það koma allir og leggja sitt af mörkum og það gekk upp í kvöld,“ sagði Dagur Kár að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Grindavík Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira