Réttarvarsla fatlaðs fólks lakari en annarra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2021 15:38 Fötluð börn eru talin um fjórum sinnum líklegri til að verða fyrir ofbeldi. Vísir/Vilhelm Ætla má að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og að í einhverjum tilvikum verði þolendur ítrekað – og jafnvel reglulega – fyrir ofbeldi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra (RLS), Ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. Í skýrslunni er bent á að miðað við fyrirliggjandi rannsóknir rati aðeins lítill hluti ofbeldismála gegn þessum viðkvæma hópi fólks inn í réttarvörslukerfið. Þá megi jafnframt draga þá ályktun að fatlað fólk standi ekki jafnfætis ófötluðum hvað réttarvörslu varðar. „Skráning í kerfi lögreglu (LÖKE) bíður ekki uppá að þess sé getið hvort brotaþoli sér fatlaður. Til þess þarf heimild þar sem um heilsufarsupplýsingar er að ræða. Því er ekki unnt að draga saman fjölda mála er varða fatlaða einstaklinga. Vilji er til að skoða hvernig hægt sé að tilgreina slíkar upplýsingar við skráningu mála í lögreglukerfið án þess að brjóta gegn persónuvernd. Þannig mætti greina betur fjölda tilkynninga um ofbeldi gegn fötluðu fólki,“ segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Er það mat greiningardeildar ríkislögreglustjóra að talsverðra breytinga sé þörf til þess að fá fram upplýsingar um umfang vandans á Íslandi. Nær ekkert vitað um ofbeldi gegn fötluðum körlum Í skýrslunni er vakin athygli á því að rannsóknir síðustu ára á Íslandi hafi einkum beinst að stöðu fatlaðra kvenna og reynslu þeirra af einstaklings- og stofnanabundnu ofbeldi. Fáar rannsóknir hafi beinst sérstaklega að fötluðum börnum sem þolendum ofbeldis og staða fatlaðra karla í þessu efni sé að mestu óþekkt. Rannsóknirnar hafi leitt í ljós að algengt sé að fatlaðar konur sem verða fyrir ofbeldi tilkynni það ekki til lögreglu. Sömuleiðis sé vel þekkt að þolendur óttist að þeim verði ekki trúað. Fyrirliggjandi kannanir bendi til þess að í meirihluta tilvika hafi gerendur ekki verið sóttir til saka, og enn síður dæmdir. Samkvæmt rannsóknum þessum virðist algengt að fatlaðar konur fái ekki viðeigandi aðstoð til að takast á við afleiðingar ofbeldisins og að aðgengi að úrræðum fyrir brotaþola sé takmarkað. Fötluð börn fjórum sinnum líklegri til að verða fyrir ofbeldi Í skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra er einnig vísað í erlendar rannsóknir um ofbeldi gegn fötluðu fólki, m.a. frá breska læknaritinu The Lancet og frá bresku tölfræðistofnuninni. Eru niðurstöður þeirra keimlíkar og á þá leið að fatlað fólk eigi frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir. Fötluð börn séu til að mynda fjórum sinnum líklegri en önnur til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega þau börn sem eru með þroskahömlun. Í nýlegri rannsókn sem framkvæmd var í Noregi kom í ljós að aðeins tíunda hverju ofbeldis- og kynferðisbrotamáli lýkur með skilorðslausum dómi þegar brotaþoli er fatlaður. Það hlutfall er mun lægra en þegar ófatlaðir verða fyrir slíkum árásum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru um 15% heimsbyggðarinnar fötluð og 2-4% eru með alvarlegar birtingarmyndir fötlunar. Samsvarar þetta 54.000 Íslendingum, þar af um 7.200 til 14.400 með alvarlega fötlun. Félagsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Í skýrslunni er bent á að miðað við fyrirliggjandi rannsóknir rati aðeins lítill hluti ofbeldismála gegn þessum viðkvæma hópi fólks inn í réttarvörslukerfið. Þá megi jafnframt draga þá ályktun að fatlað fólk standi ekki jafnfætis ófötluðum hvað réttarvörslu varðar. „Skráning í kerfi lögreglu (LÖKE) bíður ekki uppá að þess sé getið hvort brotaþoli sér fatlaður. Til þess þarf heimild þar sem um heilsufarsupplýsingar er að ræða. Því er ekki unnt að draga saman fjölda mála er varða fatlaða einstaklinga. Vilji er til að skoða hvernig hægt sé að tilgreina slíkar upplýsingar við skráningu mála í lögreglukerfið án þess að brjóta gegn persónuvernd. Þannig mætti greina betur fjölda tilkynninga um ofbeldi gegn fötluðu fólki,“ segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Er það mat greiningardeildar ríkislögreglustjóra að talsverðra breytinga sé þörf til þess að fá fram upplýsingar um umfang vandans á Íslandi. Nær ekkert vitað um ofbeldi gegn fötluðum körlum Í skýrslunni er vakin athygli á því að rannsóknir síðustu ára á Íslandi hafi einkum beinst að stöðu fatlaðra kvenna og reynslu þeirra af einstaklings- og stofnanabundnu ofbeldi. Fáar rannsóknir hafi beinst sérstaklega að fötluðum börnum sem þolendum ofbeldis og staða fatlaðra karla í þessu efni sé að mestu óþekkt. Rannsóknirnar hafi leitt í ljós að algengt sé að fatlaðar konur sem verða fyrir ofbeldi tilkynni það ekki til lögreglu. Sömuleiðis sé vel þekkt að þolendur óttist að þeim verði ekki trúað. Fyrirliggjandi kannanir bendi til þess að í meirihluta tilvika hafi gerendur ekki verið sóttir til saka, og enn síður dæmdir. Samkvæmt rannsóknum þessum virðist algengt að fatlaðar konur fái ekki viðeigandi aðstoð til að takast á við afleiðingar ofbeldisins og að aðgengi að úrræðum fyrir brotaþola sé takmarkað. Fötluð börn fjórum sinnum líklegri til að verða fyrir ofbeldi Í skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra er einnig vísað í erlendar rannsóknir um ofbeldi gegn fötluðu fólki, m.a. frá breska læknaritinu The Lancet og frá bresku tölfræðistofnuninni. Eru niðurstöður þeirra keimlíkar og á þá leið að fatlað fólk eigi frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir. Fötluð börn séu til að mynda fjórum sinnum líklegri en önnur til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega þau börn sem eru með þroskahömlun. Í nýlegri rannsókn sem framkvæmd var í Noregi kom í ljós að aðeins tíunda hverju ofbeldis- og kynferðisbrotamáli lýkur með skilorðslausum dómi þegar brotaþoli er fatlaður. Það hlutfall er mun lægra en þegar ófatlaðir verða fyrir slíkum árásum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru um 15% heimsbyggðarinnar fötluð og 2-4% eru með alvarlegar birtingarmyndir fötlunar. Samsvarar þetta 54.000 Íslendingum, þar af um 7.200 til 14.400 með alvarlega fötlun.
Félagsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent