Biden hyggst framlengja ferðabannið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2021 06:35 Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á morgun. Getty/Joshua Roberts Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. Donald Trump fráfarandi forseti gaf það út í gær að banninu yrði aflétt. Það var sett á til að hamla uppgangi kórónuveirunnar og í ljósi þess að veiran virðist enn í fullri sókn kom ákvörðun Trump mörgum á óvart. Reglugerðin sem Trump vill afnema rennur þó ekki úr gildi fyrr en 26. janúar, sex dögum eftir að Biden hefur tekið við embætti, og segir talskona hans og verðandi upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Jen Psaki, að bannið verði framlengt áður en fresturinn rennur út. „Þar sem faraldurinn er í sókn og meira smitandi afbrigði eru að ryðja sér til rúms víða um heim teljum við þetta ekki rétta tímann til þess að aflétta ferðatakmörkunum,“ sagði Psaki í færslu á Twitter. With the pandemic worsening, and more contagious variants emerging around the world, this is not the time to be lifting restrictions on international travel.— Jen Psaki (@jrpsaki) January 19, 2021 Þá sagði hún jafnframt að það stæði til hjá Biden að herða á ferðatakmörkunum og ýmsum aðgerðum sem miða að því að hefta veiruna. Bannið sem nær til Schengen-ríkjanna og Bretlands hefur verið í gildi frá því í mars í fyrra en bann við komum farþega frá Brasilíu var sett á í maí. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Donald Trump fráfarandi forseti gaf það út í gær að banninu yrði aflétt. Það var sett á til að hamla uppgangi kórónuveirunnar og í ljósi þess að veiran virðist enn í fullri sókn kom ákvörðun Trump mörgum á óvart. Reglugerðin sem Trump vill afnema rennur þó ekki úr gildi fyrr en 26. janúar, sex dögum eftir að Biden hefur tekið við embætti, og segir talskona hans og verðandi upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Jen Psaki, að bannið verði framlengt áður en fresturinn rennur út. „Þar sem faraldurinn er í sókn og meira smitandi afbrigði eru að ryðja sér til rúms víða um heim teljum við þetta ekki rétta tímann til þess að aflétta ferðatakmörkunum,“ sagði Psaki í færslu á Twitter. With the pandemic worsening, and more contagious variants emerging around the world, this is not the time to be lifting restrictions on international travel.— Jen Psaki (@jrpsaki) January 19, 2021 Þá sagði hún jafnframt að það stæði til hjá Biden að herða á ferðatakmörkunum og ýmsum aðgerðum sem miða að því að hefta veiruna. Bannið sem nær til Schengen-ríkjanna og Bretlands hefur verið í gildi frá því í mars í fyrra en bann við komum farþega frá Brasilíu var sett á í maí.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira