Hæfileikar barna í Fellahverfi Lilja D. Alfreðsdóttir skrifar 19. janúar 2021 12:29 Í upphafi kjörtímabilsins einsetti ég mér að móta sterkari umgjörð í skólakerfinu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Við höfum sterkar vísbendingar um að hægt sé að gera betur og þegar er í gangi markviss vinna í þá veru. Ástæðan er einföld: Öll börn eiga jafnan rétt á tækifærum til að blómstra í leik og starfi og það er skylda samfélagsins að veita þeim stuðning sem þurfa. Tungumálið er lykillinn að samfélaginu og þeir sem ekki ná tökum á því eru í lakari samfélagsstöðu en hinir. Þess vegna þarf að tryggja með öllum tiltækum ráðum góða íslenskukunnáttu allra barna. Fögnum fjölbreytni í nemendahópum Á liðnu ári voru kynnt drög að heildstæðri stefnu og tillögur að markvissum aðgerðum til að styrkja stöðu barna með annað móðurmál en íslensku. Þar er meginhugsunin sú, að fjölbreytni í nemendahópum skuli fagna enda efli hún skólastarfi og ólíkir styrkleikar barna skapi margvísleg tækifæri til framþróunar. Slíkt leiði á endanum til betri menntunar fyrir alla. Rík áhersla er á þennan þátt í nýrri menntastefnu fyrir árin 2020-2030. Nýverið var ýtt úr vör metnaðarfullu verkefni í þessum anda fyrir börn í Fellahverfi í Breiðholti. Þar búa börn með mjög fjölbreyttan bakgrunn og það segir sitt um fjölbreytileikann, að í leik- og grunnskólum eru jafnan töluð um 30 mismunandi tungumál. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni lykilaðila; nemenda, skólafólks og -stofnana í hverfinu, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, félags- og barnamálaráðuneytisins, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og skrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Markmið verkefnisins er að auka hæfni í íslensku, efla málþroska og styrkja sjálfsmynd barnanna sem um ræðir. Stuðla að aukinni málörvun, meiri orðaforða og betri lesskilningi. Þá á að tryggja betur en áður snemmbæran stuðning við börn, samstarf skóla og frístundaheimila og samfellu í stuðningi milli skólastiga. Þannig á að stuðla að því, að börn í Fellahverfi njóti sömu tækfæra og önnur til menntunar. Verkefnið á að verða fyrirmynd sambærilegra verkefna um allt land og stefnt er að því að nýta reynsluna til að fræða kennara og starfsfólk skóla og frístundaheimila um þær aðferðir sem nýtast best börnum með annað móðurmál en íslensku. Ný hugsun í málefnum barna Félags- og barnamálaráðherra vinnur nú að tímamóta aðgerðum í þágu barna, þar sem þjónusta við börn verður stóraukinn og ný hugsun innleidd. Vilji ráðherra stendur til þess að börn njóti fyrsta flokks þjónustu og stuðnings, þar sem ólík kerfi vinni saman með skilvirkum hætti að velferð barnsins. Menntakerfið er einn þeirra hornsteina sem leggja grunninn að framtíð barna og því er brýnt að skólarnir taki mið af ólíkum þörfum í samfélaginu. Að öðrum kosti gætu stórir hópa barna orðið útundan, með neikvæðum afleiðingum fyrir þau sjálf og samfélagið allt. Það er skylda stjórnvalda að laða fram hæfileika allra barna í samfélaginu og finna fjölbreyttum eiginleikum þeirra farveg. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í upphafi kjörtímabilsins einsetti ég mér að móta sterkari umgjörð í skólakerfinu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Við höfum sterkar vísbendingar um að hægt sé að gera betur og þegar er í gangi markviss vinna í þá veru. Ástæðan er einföld: Öll börn eiga jafnan rétt á tækifærum til að blómstra í leik og starfi og það er skylda samfélagsins að veita þeim stuðning sem þurfa. Tungumálið er lykillinn að samfélaginu og þeir sem ekki ná tökum á því eru í lakari samfélagsstöðu en hinir. Þess vegna þarf að tryggja með öllum tiltækum ráðum góða íslenskukunnáttu allra barna. Fögnum fjölbreytni í nemendahópum Á liðnu ári voru kynnt drög að heildstæðri stefnu og tillögur að markvissum aðgerðum til að styrkja stöðu barna með annað móðurmál en íslensku. Þar er meginhugsunin sú, að fjölbreytni í nemendahópum skuli fagna enda efli hún skólastarfi og ólíkir styrkleikar barna skapi margvísleg tækifæri til framþróunar. Slíkt leiði á endanum til betri menntunar fyrir alla. Rík áhersla er á þennan þátt í nýrri menntastefnu fyrir árin 2020-2030. Nýverið var ýtt úr vör metnaðarfullu verkefni í þessum anda fyrir börn í Fellahverfi í Breiðholti. Þar búa börn með mjög fjölbreyttan bakgrunn og það segir sitt um fjölbreytileikann, að í leik- og grunnskólum eru jafnan töluð um 30 mismunandi tungumál. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni lykilaðila; nemenda, skólafólks og -stofnana í hverfinu, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, félags- og barnamálaráðuneytisins, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og skrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Markmið verkefnisins er að auka hæfni í íslensku, efla málþroska og styrkja sjálfsmynd barnanna sem um ræðir. Stuðla að aukinni málörvun, meiri orðaforða og betri lesskilningi. Þá á að tryggja betur en áður snemmbæran stuðning við börn, samstarf skóla og frístundaheimila og samfellu í stuðningi milli skólastiga. Þannig á að stuðla að því, að börn í Fellahverfi njóti sömu tækfæra og önnur til menntunar. Verkefnið á að verða fyrirmynd sambærilegra verkefna um allt land og stefnt er að því að nýta reynsluna til að fræða kennara og starfsfólk skóla og frístundaheimila um þær aðferðir sem nýtast best börnum með annað móðurmál en íslensku. Ný hugsun í málefnum barna Félags- og barnamálaráðherra vinnur nú að tímamóta aðgerðum í þágu barna, þar sem þjónusta við börn verður stóraukinn og ný hugsun innleidd. Vilji ráðherra stendur til þess að börn njóti fyrsta flokks þjónustu og stuðnings, þar sem ólík kerfi vinni saman með skilvirkum hætti að velferð barnsins. Menntakerfið er einn þeirra hornsteina sem leggja grunninn að framtíð barna og því er brýnt að skólarnir taki mið af ólíkum þörfum í samfélaginu. Að öðrum kosti gætu stórir hópa barna orðið útundan, með neikvæðum afleiðingum fyrir þau sjálf og samfélagið allt. Það er skylda stjórnvalda að laða fram hæfileika allra barna í samfélaginu og finna fjölbreyttum eiginleikum þeirra farveg. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun