Fær ekki skilnað frá eiginmanninum sem gufaði upp Kolbeinn Tumi Daðason og skrifa 19. janúar 2021 14:55 Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka málið fyrir í febrúar. Vísir/Vilhelm Kona um miðjan fimmtugsaldur hefur séð sig knúna til að stefna karlmanni fæddum árið 1975 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa konunnar er sú að henni verði veittur lögskilnaður frá karlmanninum, eiginmanni hennar. Karlmaðurinn hefur hvorki skráð heimili á Íslandi né kennitölu. Málið er rakið í stefnu konunnar sem birt er í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að búskapur þeirra hafi hafist í ágúst 2018 en svo slitið samvistir í desember 2019. Síðan þá hafi konan ítrekað reynt að hafa uppi á karlinum en án árangurs. Hún segist hvorki hafa heyrt í né séð hann síðan þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Konan telur að karlinn, sem kom til landsins sem hælisleitandi, sé farinn af landi brott án þess þó að vita hvar hann haldi til. Sýslumaður kallar eftir samþykki eiginmannsins Konan óskaði í maí 2020 eftir skilnaði að borði og sæng hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli hjúskaparlaga. Tveimur dögum síðar vísaði sýslumaður málinu frá og bar fyrir sig að sýslumaður gæti ekki átt lögsögu í skilnaðarmálinu þar sem krafa um skilnað hefði ekki borist frá karlmanninum. Hann væri ekki með lögheimili á Íslandi eða þekktan dvalarstað. Af þeirri ástæðu gætu sýslumaður ekki veitt leyfi til skilnaðar án þess að fyrir lægi samþykki eiginmannsins. Síðan hafa liðið mánuðir þar sem konan segist hafa reynt til þrautar að hafa uppi á karlmanninum til að geta lokið málinu, en án árangurs. Samþykki hans er forsenda þess að sýslumaður geti samþykkt beiðni um skilnað að borði og sæng. Engin eign til staðar til að deila um Konan byggir kröfu sína um skilnað að borði og sæng á 34. grein hjúskaparlaga þar sem segir að maki sem telji sig ekki geta haldið áfram í hjúskap eigi rétt á skilnaði. Sömuleiðis er vísað til 41. greinar laganna þess efnis að skilnaðar megi leita ef hjón eru sammála um það, en annars hjá dómstólum. Konan og karlinn eiga ekki börn saman, engar hjúskapareignir eru í búinu og engar útistandandi kröfur hvors á hendur öðru. Samkvæmt 44. grein hjúskaparlaga geta dómstólar ekki veitt skilnað nema fyrir liggi samkomulag milli hjóna um fjárskipti eða opinber skipti séu hafin vegna fjárskipta. Sökum þess að karlmaðurinn finnst ekki telur konan ógerlegt að ná samkomulagi um fjárskipti. Hún lýsir þó yfir eignaleysi og gerir enga kröfu um tilkall eigna karlsins. Rökstyður hún afstöðu sína til eignaleysis á því að málið er rekið sem gjafsóknarmál. Engin hrein eign sé til staðar sem karlinn geti átt tilkall til. Hann hafi komið til landsins sem hælisleitandi og því megi leiða að því líkur að engar hreinar eignir séu til staðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan febrúar og hefur eiginmanninum verið stefnt til að mæta, svara til saka og leggja fram gögn. Dómsmál Hælisleitendur Fjölskyldumál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Málið er rakið í stefnu konunnar sem birt er í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að búskapur þeirra hafi hafist í ágúst 2018 en svo slitið samvistir í desember 2019. Síðan þá hafi konan ítrekað reynt að hafa uppi á karlinum en án árangurs. Hún segist hvorki hafa heyrt í né séð hann síðan þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Konan telur að karlinn, sem kom til landsins sem hælisleitandi, sé farinn af landi brott án þess þó að vita hvar hann haldi til. Sýslumaður kallar eftir samþykki eiginmannsins Konan óskaði í maí 2020 eftir skilnaði að borði og sæng hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli hjúskaparlaga. Tveimur dögum síðar vísaði sýslumaður málinu frá og bar fyrir sig að sýslumaður gæti ekki átt lögsögu í skilnaðarmálinu þar sem krafa um skilnað hefði ekki borist frá karlmanninum. Hann væri ekki með lögheimili á Íslandi eða þekktan dvalarstað. Af þeirri ástæðu gætu sýslumaður ekki veitt leyfi til skilnaðar án þess að fyrir lægi samþykki eiginmannsins. Síðan hafa liðið mánuðir þar sem konan segist hafa reynt til þrautar að hafa uppi á karlmanninum til að geta lokið málinu, en án árangurs. Samþykki hans er forsenda þess að sýslumaður geti samþykkt beiðni um skilnað að borði og sæng. Engin eign til staðar til að deila um Konan byggir kröfu sína um skilnað að borði og sæng á 34. grein hjúskaparlaga þar sem segir að maki sem telji sig ekki geta haldið áfram í hjúskap eigi rétt á skilnaði. Sömuleiðis er vísað til 41. greinar laganna þess efnis að skilnaðar megi leita ef hjón eru sammála um það, en annars hjá dómstólum. Konan og karlinn eiga ekki börn saman, engar hjúskapareignir eru í búinu og engar útistandandi kröfur hvors á hendur öðru. Samkvæmt 44. grein hjúskaparlaga geta dómstólar ekki veitt skilnað nema fyrir liggi samkomulag milli hjóna um fjárskipti eða opinber skipti séu hafin vegna fjárskipta. Sökum þess að karlmaðurinn finnst ekki telur konan ógerlegt að ná samkomulagi um fjárskipti. Hún lýsir þó yfir eignaleysi og gerir enga kröfu um tilkall eigna karlsins. Rökstyður hún afstöðu sína til eignaleysis á því að málið er rekið sem gjafsóknarmál. Engin hrein eign sé til staðar sem karlinn geti átt tilkall til. Hann hafi komið til landsins sem hælisleitandi og því megi leiða að því líkur að engar hreinar eignir séu til staðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan febrúar og hefur eiginmanninum verið stefnt til að mæta, svara til saka og leggja fram gögn.
Dómsmál Hælisleitendur Fjölskyldumál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira