Að minnsta kosti 54 af 63 þingmönnum hyggjast þiggja bólusetningu gegn Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. janúar 2021 08:27 Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna hyggst þiggja bólusetningu gegn Covid-19, samkvæmt svörum við fyrirspurn Vísis. 54 segja annað hvort já eða hefðu sagt já ef þeir hefðu ekki þegar fengið sjúkdóminn. Athygli vekur að enginn þingmaður svaraði neitandi en einn gaf það svar að um persónulega ákvörðun væri að ræða og tveir að þeir myndu taka afstöðu þegar að þeim kæmi í röðinni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, neitaði að svara spurningu blaðamanns. Í viðtali við Viljann í nóvember síðastliðnum sagðist hann ekki ætla að þiggja bóluefni en í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku sagðist hann ekki hafa gert upp hug sinn. Ekkert svar fékkst frá Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra né Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þrátt fyrir að fyrirspurnin væri ítrekuð í samtölum við aðstoðarmenn þeirra. Þá náðist ekki í Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, né Ara Trausta Guðmundsson, þingmann Vinstri grænna, og Sigríði Á. Andersen, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Já!.. þegar að mér kemur „Auðvitað myndi ég þiggja slíkt ef það stæði mér til boða,“ svaraði Smári McCarthy, þingmaður Pírata. „Hins vegar er, að mér skilst, ekki gert ráð fyrir að ég þurfi bólusetningu þar sem ég hef þegar fengið Covid-19. Ég treysti heilbrigðisyfirvöldum til að meta það rétt.“ Í sama streng tók flokksbróðir hans Helgi Hrafn Gunnarsson. „KEMUR EKKI TIL GREINA! En engar áhyggjur, ég er með mótefni!“ svaraði þingmaðurinn og bætti við að ef hann væri ekki með mótefni myndi hann að sjálfsögðu þiggja bólusetningu. Langflestir þingmanna svöruðu með einföldu já-i eða „Að sjálfsögðu!“ en nokkrir ítrekuðu að þeir myndu þiggja bólusetninguna „þegar að þeim kæmi“. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, tók ekki illa í fyrirspurnina en sagðist ekki vilja svara á þeim forsendum að um persónulega spurningu væri að ræða. Samflokksmaður hans Þorsteinn Sæmundsson sagðist myndu taka ákvörðun þegar að því kæmi. Jón Þór Ólafsson pírati tók í sama streng og sagðist ekki hafa gert upp hug sinn; það myndi velta á því hvaða bóluefni yrði í boði og hver staðan yrði á faraldrinum. „Eins og er líst mér best á Pfizer,“ sagði Jón Þór en bætti við að hann væri til dæmis lítt spenntur fyrir því að láta sprauta sig með bóluefninu rússneska. Þess ber að geta að meðal svarenda voru tveir varaþingmenn; Sara Elísa Þórðardóttir, sem vermir sæti Halldóru Mogensen, og Þórarinn Ingi Pétursson, sem hefur tekið sæti Þórunnar Egilsdóttur. Óvíst hvort fólk mun geta valið milli bóluefna Samkvæmt skoðanakönnunum Gallup hefur stuðningur Íslendinga við bólusetningar gegn Covid-19 aukist síðustu mánuði. Í haust sögðust til dæmis 90 prósent að þeir myndu líklega þiggja bólusetningu en 92 prósent í desember. Þá sögðu 65 prósent að þeir myndu örugglega þiggja bólusetningu, 29 prósent mjög líklega og 12 prósent sögðu að það væri frekar líklegt. Rétt yfir 5 prósent sögðu ólíklegt að þeir myndu láta bólusetja sig og 3 prósent að það væri hvorki líklegt né ólíklegt. Ólíklegt þykir að bólusetning þeirra sem tilheyra ekki einum af svokölluðum forgangshópum hefjist fyrir en í vor eða sumar. Ef nóg verður til af bóluefni ætti hins vegar að taka skamman tíma að bólusetja þjóðina. Það liggur hins vegar ekki fyrir hvort fólki mun bjóðast að velja milli bóluefna, jafnvel þótt virkni þeirra sé ólík og misgóð. Tvö bóluefni hafa verið notuð á Íslandi hingað til; bóluefnið frá Pfizer/BioNTech og bóluefnið frá Moderna. Bæði eru svokölluð mRNA bóluefni. Samningar hafa einnig verið undirritaðir við Astra Zeneca og Janssen og þá stendur til að ganga einnig til samninga við Sanofi. Hér má finna upplýsingar um bólusetningar og bóluefnin á Covid.is. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Athygli vekur að enginn þingmaður svaraði neitandi en einn gaf það svar að um persónulega ákvörðun væri að ræða og tveir að þeir myndu taka afstöðu þegar að þeim kæmi í röðinni. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, neitaði að svara spurningu blaðamanns. Í viðtali við Viljann í nóvember síðastliðnum sagðist hann ekki ætla að þiggja bóluefni en í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku sagðist hann ekki hafa gert upp hug sinn. Ekkert svar fékkst frá Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra né Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þrátt fyrir að fyrirspurnin væri ítrekuð í samtölum við aðstoðarmenn þeirra. Þá náðist ekki í Bergþór Ólason og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, né Ara Trausta Guðmundsson, þingmann Vinstri grænna, og Sigríði Á. Andersen, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Já!.. þegar að mér kemur „Auðvitað myndi ég þiggja slíkt ef það stæði mér til boða,“ svaraði Smári McCarthy, þingmaður Pírata. „Hins vegar er, að mér skilst, ekki gert ráð fyrir að ég þurfi bólusetningu þar sem ég hef þegar fengið Covid-19. Ég treysti heilbrigðisyfirvöldum til að meta það rétt.“ Í sama streng tók flokksbróðir hans Helgi Hrafn Gunnarsson. „KEMUR EKKI TIL GREINA! En engar áhyggjur, ég er með mótefni!“ svaraði þingmaðurinn og bætti við að ef hann væri ekki með mótefni myndi hann að sjálfsögðu þiggja bólusetningu. Langflestir þingmanna svöruðu með einföldu já-i eða „Að sjálfsögðu!“ en nokkrir ítrekuðu að þeir myndu þiggja bólusetninguna „þegar að þeim kæmi“. Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, tók ekki illa í fyrirspurnina en sagðist ekki vilja svara á þeim forsendum að um persónulega spurningu væri að ræða. Samflokksmaður hans Þorsteinn Sæmundsson sagðist myndu taka ákvörðun þegar að því kæmi. Jón Þór Ólafsson pírati tók í sama streng og sagðist ekki hafa gert upp hug sinn; það myndi velta á því hvaða bóluefni yrði í boði og hver staðan yrði á faraldrinum. „Eins og er líst mér best á Pfizer,“ sagði Jón Þór en bætti við að hann væri til dæmis lítt spenntur fyrir því að láta sprauta sig með bóluefninu rússneska. Þess ber að geta að meðal svarenda voru tveir varaþingmenn; Sara Elísa Þórðardóttir, sem vermir sæti Halldóru Mogensen, og Þórarinn Ingi Pétursson, sem hefur tekið sæti Þórunnar Egilsdóttur. Óvíst hvort fólk mun geta valið milli bóluefna Samkvæmt skoðanakönnunum Gallup hefur stuðningur Íslendinga við bólusetningar gegn Covid-19 aukist síðustu mánuði. Í haust sögðust til dæmis 90 prósent að þeir myndu líklega þiggja bólusetningu en 92 prósent í desember. Þá sögðu 65 prósent að þeir myndu örugglega þiggja bólusetningu, 29 prósent mjög líklega og 12 prósent sögðu að það væri frekar líklegt. Rétt yfir 5 prósent sögðu ólíklegt að þeir myndu láta bólusetja sig og 3 prósent að það væri hvorki líklegt né ólíklegt. Ólíklegt þykir að bólusetning þeirra sem tilheyra ekki einum af svokölluðum forgangshópum hefjist fyrir en í vor eða sumar. Ef nóg verður til af bóluefni ætti hins vegar að taka skamman tíma að bólusetja þjóðina. Það liggur hins vegar ekki fyrir hvort fólki mun bjóðast að velja milli bóluefna, jafnvel þótt virkni þeirra sé ólík og misgóð. Tvö bóluefni hafa verið notuð á Íslandi hingað til; bóluefnið frá Pfizer/BioNTech og bóluefnið frá Moderna. Bæði eru svokölluð mRNA bóluefni. Samningar hafa einnig verið undirritaðir við Astra Zeneca og Janssen og þá stendur til að ganga einnig til samninga við Sanofi. Hér má finna upplýsingar um bólusetningar og bóluefnin á Covid.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira