Íbúinn útskrifaður af slysadeild Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2021 11:48 Eldur kom upp í einbýlishúsi í Kaldaseli Reykjavíkur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Altjón varð þegar eldur kom upp í einbýlishúsi við Kaldasel snemma í morgun. Varðstjóri telur að eldurinn hafi verið búinn að malla lengi því efri hluti hússins hafi verið nánast alelda. Einn íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun. Hann hefur verið útskrifaður. Allt tiltækt slökkvilið á höfðuborgarsvæðinu var kallað út á sjöundatímanum í morgun að Kaldaseli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem eldur kom upp í einbýlishúsi. Íbúa í húsinu tókst að komast út og var á leið á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun þegar slökkvilið kom á vettvang. Hann var útskrifaður af slysadeildinni í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Árni Ómar Árnason varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var með þeim fyrstu á vettvang. „Við vorum komin á vettvang um um 6:40. Þetta leit ekki vel það logaði hér út um stafn og út um gluggann hér að vestanverðu. Eldurinn var búinn að ná sér vel á strik, það voru allar rúður farnar á efri hæðinni og eldurinn stóð hérna langt út fyrir húsið. Þetta var gríðarlega mikið bál,“ segir Árni. Svipmyndir af vettvangi í morgun má sjá að neðan. Slökkvilið þurfti að rjúfa þakið á nokkrum stöðum og voru reykkafarar að störfum inni í húsinu í morgun. „Það var svo mikið bál þarna að innanverðu þannig að við þurftum að rjúfa þakið til að komast að eldinum,“ segir Árni. Hann segir gríðarlegt tjón á húsinu. „Þetta er altjón,“ segir Árni. Slökkvilið lauk störfum á vettvangi um ellefu leitið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu tók við. Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri þar segir rannsókn-og tæknideild nú á svæðinu. Ekki sé á þessu stigi hægt að greina frá eldsupptökum. Slökkvilið Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. 8. janúar 2021 12:28 „Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið á höfðuborgarsvæðinu var kallað út á sjöundatímanum í morgun að Kaldaseli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem eldur kom upp í einbýlishúsi. Íbúa í húsinu tókst að komast út og var á leið á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun þegar slökkvilið kom á vettvang. Hann var útskrifaður af slysadeildinni í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Árni Ómar Árnason varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var með þeim fyrstu á vettvang. „Við vorum komin á vettvang um um 6:40. Þetta leit ekki vel það logaði hér út um stafn og út um gluggann hér að vestanverðu. Eldurinn var búinn að ná sér vel á strik, það voru allar rúður farnar á efri hæðinni og eldurinn stóð hérna langt út fyrir húsið. Þetta var gríðarlega mikið bál,“ segir Árni. Svipmyndir af vettvangi í morgun má sjá að neðan. Slökkvilið þurfti að rjúfa þakið á nokkrum stöðum og voru reykkafarar að störfum inni í húsinu í morgun. „Það var svo mikið bál þarna að innanverðu þannig að við þurftum að rjúfa þakið til að komast að eldinum,“ segir Árni. Hann segir gríðarlegt tjón á húsinu. „Þetta er altjón,“ segir Árni. Slökkvilið lauk störfum á vettvangi um ellefu leitið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu tók við. Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri þar segir rannsókn-og tæknideild nú á svæðinu. Ekki sé á þessu stigi hægt að greina frá eldsupptökum.
Slökkvilið Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. 8. janúar 2021 12:28 „Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Sjá meira
Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. 8. janúar 2021 12:28
„Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55