Sundhöllin er með skynjara sem sendir viðbragð ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni sundlaugar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. janúar 2021 13:18 Swimeye er öryggisbúnaður sem er í innilaug Sundhallar Reykjavíkur. Hann sendir frá sér viðvörun ef manneskja er hreyfingarlaus á botni sundlaugar. Vísir/Reykjavíkurborg Sundhöll Reykjavíkur er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Fyrirtækið Swimeye sem selur búnaðinn segir búnaðinn bregðast fyrr við en sundlaugarverðir. Faðir manns sem lést eftir að hafa legið á botni sundlaugarinnar á fimmtudag veltir fyrir sér hvað fór úrskeiðis. Guðni Heiðar Guðnason faðir mannsins sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans á fimmtudag eftir að hafa legið á botni innilaugar Sundhallarinnar í Reykjavík sagðist í fréttum í gær hafa margar spurningar um andlát hans. Guðni Heiðar Guðnason faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur hefur margar spurningar um hvernig andlát hans bar að.Vísir/Arnar Sonur sinn hafi verið líkamlega hraustur, hann hafi verið á sundi, þegar hann fálmaði upp í loft og sökk til botns og lá þar í nokkrar mínútur samkvæmt upplýsingum s em hann hafi fengið. Hann velti enn fremur fyrir sér hvort ekki hafi verið kerfi í sundlauginni sendir frá sér viðvörun ef eitthvað er hreyfingarlaust á botni laugarinnar í 15 sekúndur eða lengur. „Sundlaugin er nýlega uppgerð. Ég spyr var þetta kerfi ekki sett upp. Virkaði það ekki, af hverju virkaði það ekki, hvernig er eftirliti háttað með þessu kerfi. Hefði kerfið verið virkt eða virkað hefði ef til vill mátt bjarga lífi hans,“ segir Guðni Heiðar. Norska fyrirtækið Swimeye auglýsir á heimasíðu sinni að það hafi sett upp slíkan búnað í innilaug Sundhallar Reykjavíkur árið 2018. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þetta eina sundlaug Reykjavíkurborgar sem er með slíkan búnað en samkvæmt sömu heimildum er ekki skylda að hafa hann. Á heimasíðunni Swimeye kemur fram að um sé að ræða skynjara sem sendi frá sér boð til myndavéla og öryggisvarða ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni sundlaugar í örstuttan tíma. Fram kemur að kerfið sé mun fljótara en sundlauga-eða öryggisverðir að átta sig á að manneskja geti verið að drukkna. Það geti þannig komið í veg fyrir drukknanir í sundlaugum. Fréttastofa óskaði upplýsinga um málið hjá Reykjavíkurborg sem benti á lögreglu sem fer með rannsókn málsins. Tilkynning borgarinnar Í tilkynningu frá Íþrótta-og tómstundaráði frá því í gær kemur fram að Íþrótta- og tómstundasvið hafi tekið málið fyrir og haldi því áfram næstu daga. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði hafi verið gerð grein fyrir málinu. Fram kemur að í sundlaugum sé farið eftir reglugerðum um hollustuhætti á sund-, og baðstöðum nr. 814/2010. Í öllum sundlaugum í Reykjavík séu öryggismyndavélar. Í Sundhöllinni séu einnig myndavélar með upptökubúnaði sem sýna yfirlitsmynd yfir laugarsal Sundhallarinnar. Í Sundhöllinni sé laugarvörður á vakt hverju sinni í innilaug og annar í laugarvarðarturni með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Laugarvörður var í sal Sundhallarinnar þegar umrætt slys varð og laugarvörður í turni. Lögreglan fer með rannsókn málsins og er lögreglan með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar. Sundlaugar Reykjavík Landspítalinn Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir „Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45 Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28 Bíða niðurstöðu krufningar eftir andlátið í Sundhöllinni Andlát karlmanns á fertugsaldri sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er komið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er nú beðið niðurstöðu úr krufningu. 25. janúar 2021 14:05 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Guðni Heiðar Guðnason faðir mannsins sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans á fimmtudag eftir að hafa legið á botni innilaugar Sundhallarinnar í Reykjavík sagðist í fréttum í gær hafa margar spurningar um andlát hans. Guðni Heiðar Guðnason faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur hefur margar spurningar um hvernig andlát hans bar að.Vísir/Arnar Sonur sinn hafi verið líkamlega hraustur, hann hafi verið á sundi, þegar hann fálmaði upp í loft og sökk til botns og lá þar í nokkrar mínútur samkvæmt upplýsingum s em hann hafi fengið. Hann velti enn fremur fyrir sér hvort ekki hafi verið kerfi í sundlauginni sendir frá sér viðvörun ef eitthvað er hreyfingarlaust á botni laugarinnar í 15 sekúndur eða lengur. „Sundlaugin er nýlega uppgerð. Ég spyr var þetta kerfi ekki sett upp. Virkaði það ekki, af hverju virkaði það ekki, hvernig er eftirliti háttað með þessu kerfi. Hefði kerfið verið virkt eða virkað hefði ef til vill mátt bjarga lífi hans,“ segir Guðni Heiðar. Norska fyrirtækið Swimeye auglýsir á heimasíðu sinni að það hafi sett upp slíkan búnað í innilaug Sundhallar Reykjavíkur árið 2018. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þetta eina sundlaug Reykjavíkurborgar sem er með slíkan búnað en samkvæmt sömu heimildum er ekki skylda að hafa hann. Á heimasíðunni Swimeye kemur fram að um sé að ræða skynjara sem sendi frá sér boð til myndavéla og öryggisvarða ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni sundlaugar í örstuttan tíma. Fram kemur að kerfið sé mun fljótara en sundlauga-eða öryggisverðir að átta sig á að manneskja geti verið að drukkna. Það geti þannig komið í veg fyrir drukknanir í sundlaugum. Fréttastofa óskaði upplýsinga um málið hjá Reykjavíkurborg sem benti á lögreglu sem fer með rannsókn málsins. Tilkynning borgarinnar Í tilkynningu frá Íþrótta-og tómstundaráði frá því í gær kemur fram að Íþrótta- og tómstundasvið hafi tekið málið fyrir og haldi því áfram næstu daga. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði hafi verið gerð grein fyrir málinu. Fram kemur að í sundlaugum sé farið eftir reglugerðum um hollustuhætti á sund-, og baðstöðum nr. 814/2010. Í öllum sundlaugum í Reykjavík séu öryggismyndavélar. Í Sundhöllinni séu einnig myndavélar með upptökubúnaði sem sýna yfirlitsmynd yfir laugarsal Sundhallarinnar. Í Sundhöllinni sé laugarvörður á vakt hverju sinni í innilaug og annar í laugarvarðarturni með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Laugarvörður var í sal Sundhallarinnar þegar umrætt slys varð og laugarvörður í turni. Lögreglan fer með rannsókn málsins og er lögreglan með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar.
Sundlaugar Reykjavík Landspítalinn Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir „Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45 Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28 Bíða niðurstöðu krufningar eftir andlátið í Sundhöllinni Andlát karlmanns á fertugsaldri sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er komið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er nú beðið niðurstöðu úr krufningu. 25. janúar 2021 14:05 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
„Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45
Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28
Bíða niðurstöðu krufningar eftir andlátið í Sundhöllinni Andlát karlmanns á fertugsaldri sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er komið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er nú beðið niðurstöðu úr krufningu. 25. janúar 2021 14:05
Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?