Fjórum sleppt vegna morðs bandarísks blaðamanns eftir átján ár í fangelsi í Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2021 10:19 Ahmed Omar Saeed Sheikh, árið 2002, þegar hann var dæmdur vegna morðs Daniel Pearl. Hæstiréttur Paksitan hefur ákveðið að sleppa eigi Sheikh úr haldi. AP(Zia Mazhar Hæstiréttur Paksistan sýknaði í gær fjóra menn sem höfðu verið dæmdir fyrir að ræna og myrða bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl árið 2002. Sá vann fyrir Wall Street Journal og var að rannsaka hryðjuverkastarfsemi í Pakistan þegar hann hvarf. Mánuði eftir hvarf hans var myndband af afhöfðun hans sent til bandrískra embættismanna. Þetta var eitt fyrsta aftökumyndbandið sem íslamskir hryðjuverkamenn hafi tekið og dreift. Samkvæmt frétt CNN segir Hvíta húsið að sýknanirnar séu lítilsvirðing við fórnarlömb hryðjuverka. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst yfir áhyggjum vegna ákvörðunar Hæstaréttar Pakistans og kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. Yfirvöld í Pakistan hafa þegar áfrýjað ákvörðuninni og verður hún tekin aftur til skoðunar, samkvæmt frétt Reuters. Pearl var nánar tiltekið að rannsaka hinn breska hryðjuverkamann Richard C. Reid og tengsl hans við öfgamenn í Pakistan. Reid hafði verið handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Pearl hvarf í borginni Karachi og fjórum mánuðum síðar fannst lík hans í gröf fyrir utan borgina. Árið 2007 birti Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna játningu Khalid Sheikh Mohammed, sem skipulagði árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001, þar sem hann viðurkenndi að hafa myrt Pearl. „Ég hjó með minni blessuðu hægri hendi höfuðið af ameríska Gyðingnum Daniel Pearl,“ sagði í útskrift sem varnarmálaráðuneytið birti, um yfirheyrslurnar yfir Mohammed, þar sem hann var pyntaður. Mohammed situr í Gvantanamófangelsinu á Kúbú og hefur gert það um árabil án þess að vera ákærður fyrir morðið á Pearl, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórir menn voru handteknir vegna morðsins og allir dæmdir í fangelsi. Meðal þeirra var Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi. Hann var dæmdur til dauða vegna morðsins og var sakaður um að hafa leitt Pearl í gildru. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Dómar felldir niður í fyrra Í apríl var málið tekið aftur til skoðunar fyrir dómstólum í Pakistan og var niðurstaðan sú að fella niður dóma mannanna fjögurra, nema þann dóm sem Sheikh fékk fyrir mannrán, sem hann viðurkenndi. Var það gert á þeim grundvelli að lögregluþjónar hefðu ekki fylgt starfsreglum og notast við ólöglega yfirheyrsluaðferðir, svo eitthvað sé nefnt. Eftir ákvörðun Hæstaréttar Pakistans í gær stendur nú til að sleppa öllum fjórum úr haldi. Í samtali við CNN segir Judea Pearl, faðir David að fjölskylda hans sé í áfalli vegna fregnanna. Hann segist vonast til þess að þetta óréttlæti verði leiðrétt, eins og hann orðaði það. Antony Blinken, utanríksiráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Sheikh verði fluttur til Bandaríkjanna og réttað verði yfir honum þar. Pakistan Bandaríkin Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
Mánuði eftir hvarf hans var myndband af afhöfðun hans sent til bandrískra embættismanna. Þetta var eitt fyrsta aftökumyndbandið sem íslamskir hryðjuverkamenn hafi tekið og dreift. Samkvæmt frétt CNN segir Hvíta húsið að sýknanirnar séu lítilsvirðing við fórnarlömb hryðjuverka. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst yfir áhyggjum vegna ákvörðunar Hæstaréttar Pakistans og kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. Yfirvöld í Pakistan hafa þegar áfrýjað ákvörðuninni og verður hún tekin aftur til skoðunar, samkvæmt frétt Reuters. Pearl var nánar tiltekið að rannsaka hinn breska hryðjuverkamann Richard C. Reid og tengsl hans við öfgamenn í Pakistan. Reid hafði verið handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Pearl hvarf í borginni Karachi og fjórum mánuðum síðar fannst lík hans í gröf fyrir utan borgina. Árið 2007 birti Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna játningu Khalid Sheikh Mohammed, sem skipulagði árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001, þar sem hann viðurkenndi að hafa myrt Pearl. „Ég hjó með minni blessuðu hægri hendi höfuðið af ameríska Gyðingnum Daniel Pearl,“ sagði í útskrift sem varnarmálaráðuneytið birti, um yfirheyrslurnar yfir Mohammed, þar sem hann var pyntaður. Mohammed situr í Gvantanamófangelsinu á Kúbú og hefur gert það um árabil án þess að vera ákærður fyrir morðið á Pearl, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórir menn voru handteknir vegna morðsins og allir dæmdir í fangelsi. Meðal þeirra var Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi. Hann var dæmdur til dauða vegna morðsins og var sakaður um að hafa leitt Pearl í gildru. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Dómar felldir niður í fyrra Í apríl var málið tekið aftur til skoðunar fyrir dómstólum í Pakistan og var niðurstaðan sú að fella niður dóma mannanna fjögurra, nema þann dóm sem Sheikh fékk fyrir mannrán, sem hann viðurkenndi. Var það gert á þeim grundvelli að lögregluþjónar hefðu ekki fylgt starfsreglum og notast við ólöglega yfirheyrsluaðferðir, svo eitthvað sé nefnt. Eftir ákvörðun Hæstaréttar Pakistans í gær stendur nú til að sleppa öllum fjórum úr haldi. Í samtali við CNN segir Judea Pearl, faðir David að fjölskylda hans sé í áfalli vegna fregnanna. Hann segist vonast til þess að þetta óréttlæti verði leiðrétt, eins og hann orðaði það. Antony Blinken, utanríksiráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Sheikh verði fluttur til Bandaríkjanna og réttað verði yfir honum þar.
Pakistan Bandaríkin Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“