Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2021 20:35 Hannes Hólmsteinn Gissurarson fordæmir allt ofbeldi skilyrðislaust en telur ofbeldi sem beinir að persónum alvarlega en skemmdir á bílum. „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ Þessu greinir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, frá í færslu sem hann ritaði á Facebook í dag. Hannes segist í samtali við blaðamann ekki hafa hugmynd um það hvernig skotförin í stofuglugganum atvikuðust. Hannes segist fordæma allt ofbeldi skilyrðislaust en telur ofbeldi sem beinist að persónum alvarlega en skemmdir á bílum. „Sérstaklega minnist ég þess, þegar Hallgrímur Helgason rithöfundur réðst á bíl Geirs Haarde forsætisráðherra og reyndi að brjóta framrúðuna í janúar 2009,“ sagði Hannes og bætir því við að ofbeldi sé ekki nýtt af nálinni en sem betur fer hafi það verið undantekning freka en regla á Íslandi. „Ég minnist þess þó, þegar hópar manna fóru heim til stjórnmálamanna eftir bankahrunið og sátu um þá, til dæmis til Þorgerðar Katrínar. Ég fordæmi það alveg sérstaklega.“ Einn í gæsluvarðhaldi Fjallað hefur verið um skotárás á bíl borgarstjóra í fréttum í vikunni. Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Jafnframt sagði hún of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. Hugsar til Gríms amtmanns í Norðurreið Skagfirðinga Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki tilkynnt skotförin sem sáust í stofuglugganum segist hann ekki hafa talið ástæðu til þess. Honum hafi alltaf verið sagt að birta sem minnst opinberlega um slík mál þar sem hætta væri á að aðrir fengu hugmyndir um voðaverk vegna slíkra frétta. „En mér fannst í lagi að segja frá þessari reynslu minni því að ég er, held ég, ekki lengur opinber persóna, heldur lítt kunnur grúskari á Þjóðarbókhlöðunni. Mér er núna efst í huga hversu illa var farið með Grím amtmann í Norðurreið Skagfirðinga,“ sagði Hannes. Alþingi Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27 VG fordæmir skotárásirnar Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka. 30. janúar 2021 17:49 Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. 30. janúar 2021 12:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þessu greinir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, frá í færslu sem hann ritaði á Facebook í dag. Hannes segist í samtali við blaðamann ekki hafa hugmynd um það hvernig skotförin í stofuglugganum atvikuðust. Hannes segist fordæma allt ofbeldi skilyrðislaust en telur ofbeldi sem beinist að persónum alvarlega en skemmdir á bílum. „Sérstaklega minnist ég þess, þegar Hallgrímur Helgason rithöfundur réðst á bíl Geirs Haarde forsætisráðherra og reyndi að brjóta framrúðuna í janúar 2009,“ sagði Hannes og bætir því við að ofbeldi sé ekki nýtt af nálinni en sem betur fer hafi það verið undantekning freka en regla á Íslandi. „Ég minnist þess þó, þegar hópar manna fóru heim til stjórnmálamanna eftir bankahrunið og sátu um þá, til dæmis til Þorgerðar Katrínar. Ég fordæmi það alveg sérstaklega.“ Einn í gæsluvarðhaldi Fjallað hefur verið um skotárás á bíl borgarstjóra í fréttum í vikunni. Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Jafnframt sagði hún of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. Hugsar til Gríms amtmanns í Norðurreið Skagfirðinga Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki tilkynnt skotförin sem sáust í stofuglugganum segist hann ekki hafa talið ástæðu til þess. Honum hafi alltaf verið sagt að birta sem minnst opinberlega um slík mál þar sem hætta væri á að aðrir fengu hugmyndir um voðaverk vegna slíkra frétta. „En mér fannst í lagi að segja frá þessari reynslu minni því að ég er, held ég, ekki lengur opinber persóna, heldur lítt kunnur grúskari á Þjóðarbókhlöðunni. Mér er núna efst í huga hversu illa var farið með Grím amtmann í Norðurreið Skagfirðinga,“ sagði Hannes.
Alþingi Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27 VG fordæmir skotárásirnar Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka. 30. janúar 2021 17:49 Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. 30. janúar 2021 12:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. 30. janúar 2021 14:27
VG fordæmir skotárásirnar Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka. 30. janúar 2021 17:49
Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. 30. janúar 2021 12:00