Reikningskúnstir Reykjavíkur vegna Óðinstorgs Vigdís Hauksdóttir skrifar 1. febrúar 2021 15:00 Fermeter af Óðinstorgi kostar það sama og fermeter af gangstétt samkvæmt reiknikúnstum borgarinnar. Verkefnið „Óðinstorg“ kostaði 657 milljónir í heild sem skiptist á milli Reykjavíkurborgar að upphæð 474 milljónir og Veitur greiddu 183 milljónir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sjálfstæðismanna sem barst borgarráði 2. desember 2019 var áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkur samkvæmt svari umhverfis- og skipulagssviðs við endurnýjun Óðinstorgs, Óðinsgötu, Týsgötu og efsta hluta Spítalastígs er 330 milljónir króna að meðtöldum hitalögnum og kostnaði vegna fornleifa. Nákvæmlega ári síðar eða þann 5. desember 2020 var kostnaðurinn kominn í heild sinni upp í 657 milljónirmeð kostnaði Veitna. Á einu ári hækkaði kostnaðurinn um 327 milljónir. Þegar fundargerðir umhverfis og skipulagsráðs eru skoðaðar þá er ekki að finna leyfi eða upplýsingar um þær umfangsmiklu framkvæmdir sem búið er að framkvæma. Hver gaf leyfi fyrir þessum framkvæmdum? Á fundi ráðsins 21. mars 2018 er ákveðið að breyta Týsgötu, Þórsgötu og Óðinsgötu í einstefnugötur út frá Óðinstorgi, bílastæði Þórsgötu verði fellt niður og stöðubann sett. Ekkert minnst á rask á götum – enda einfalt að setja upp ofanjarðar tálmanir til að búa til einstefnu. Á fundi ráðsins 6. júní 2018 er Óðinstorg aftur á dagskrá og samþykkt að skilgreina borgartorg á skilgreindu svæði við Óðinstorg þar sem bílastæði eru í dag og fella niður lóðina 8a við Týsgötu sem verður hluti af nýja torginu. Á þessum fundargerðum má sjá að allt snerist um Óðinstorg og bara Óðinstorg. Þarna var búið að tryggja fjárheimildir fyrir 105 milljónir í torgið. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar Það sem gerist síðan í framhaldinu að farið var í að umróta öllu svæðinu í kringum Óðinstorg, leggja nýjar gangstéttir og rífa upp götur að því virðist vera algjörlega heimildalaust, sjá mynd. Heimildirnar sem veittar voru – voru að gera götunar að einstefnu götum. Það var allt of sumt. Hver tók ákvörðun um að víkka framkvæmdir við Óðinstorg í allar áttir með snjóbræðslukerfi svo dæmi sé tekið? Voru kjörnir fulltrúar blekktir? Þessar staðreyndir hafa valdið deilum og misskilningi og hafa kallað á gríðarlegar eftiráskýringar borgarstjóra og borgarfulltrúa í meirihlutanum sem byggjast á svari borgarinnar sem byggir á svarinu frá 5. desember 2019 og finna má ofar í greininni. Kostnaðurinn er sundurliðaður eftir verkum. Gott og vel. Reikningskúnstirnar sem finna má í framhaldinu eru ævintýralegar. Heildarkostnaði var skipt niður á verkhluta. Með öðrum orðum kostnaði var skipt jafnt út. Líka hönnunarkostnaði upp á tæpar 60 milljónir. Kostnaðurinn er fenginn með að deila 474.192.039 kr. með 5.280 m2 til að fá verð pr. fermetara á framkvæmdasvæðinu. Fermeterinn leggur sig á tæpar 90.000 kr. og það er sama verð fyrir dýrt sérhannað Óðinstorg eins og gangstétt. Síðan er fermetraverðið margfaldað með stærð Óðinstorgs sem er 675 m2 og þannig kemur kostnaður Óðinstorgs út á rúmar 60 milljónir. Allt heiðarlegt fólk hlýtur að sjá að þessar reikningskúnstir ganga ekki upp og ljóst er að fermetraverð á svona fínu torgi er margfaldur á við einfalda gangstétt. Krafan er núna sú að borgarstjóri upplýsi um raunverulegan kostnað við torgið, ellegar að innri endurskoðandi taki málið til skoðunar. Reykvíkingar eiga rétt á því að vita hvað framkvæmdir við Óðinstorg raunverulega kostuðu. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Fermeter af Óðinstorgi kostar það sama og fermeter af gangstétt samkvæmt reiknikúnstum borgarinnar. Verkefnið „Óðinstorg“ kostaði 657 milljónir í heild sem skiptist á milli Reykjavíkurborgar að upphæð 474 milljónir og Veitur greiddu 183 milljónir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sjálfstæðismanna sem barst borgarráði 2. desember 2019 var áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkur samkvæmt svari umhverfis- og skipulagssviðs við endurnýjun Óðinstorgs, Óðinsgötu, Týsgötu og efsta hluta Spítalastígs er 330 milljónir króna að meðtöldum hitalögnum og kostnaði vegna fornleifa. Nákvæmlega ári síðar eða þann 5. desember 2020 var kostnaðurinn kominn í heild sinni upp í 657 milljónirmeð kostnaði Veitna. Á einu ári hækkaði kostnaðurinn um 327 milljónir. Þegar fundargerðir umhverfis og skipulagsráðs eru skoðaðar þá er ekki að finna leyfi eða upplýsingar um þær umfangsmiklu framkvæmdir sem búið er að framkvæma. Hver gaf leyfi fyrir þessum framkvæmdum? Á fundi ráðsins 21. mars 2018 er ákveðið að breyta Týsgötu, Þórsgötu og Óðinsgötu í einstefnugötur út frá Óðinstorgi, bílastæði Þórsgötu verði fellt niður og stöðubann sett. Ekkert minnst á rask á götum – enda einfalt að setja upp ofanjarðar tálmanir til að búa til einstefnu. Á fundi ráðsins 6. júní 2018 er Óðinstorg aftur á dagskrá og samþykkt að skilgreina borgartorg á skilgreindu svæði við Óðinstorg þar sem bílastæði eru í dag og fella niður lóðina 8a við Týsgötu sem verður hluti af nýja torginu. Á þessum fundargerðum má sjá að allt snerist um Óðinstorg og bara Óðinstorg. Þarna var búið að tryggja fjárheimildir fyrir 105 milljónir í torgið. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar Það sem gerist síðan í framhaldinu að farið var í að umróta öllu svæðinu í kringum Óðinstorg, leggja nýjar gangstéttir og rífa upp götur að því virðist vera algjörlega heimildalaust, sjá mynd. Heimildirnar sem veittar voru – voru að gera götunar að einstefnu götum. Það var allt of sumt. Hver tók ákvörðun um að víkka framkvæmdir við Óðinstorg í allar áttir með snjóbræðslukerfi svo dæmi sé tekið? Voru kjörnir fulltrúar blekktir? Þessar staðreyndir hafa valdið deilum og misskilningi og hafa kallað á gríðarlegar eftiráskýringar borgarstjóra og borgarfulltrúa í meirihlutanum sem byggjast á svari borgarinnar sem byggir á svarinu frá 5. desember 2019 og finna má ofar í greininni. Kostnaðurinn er sundurliðaður eftir verkum. Gott og vel. Reikningskúnstirnar sem finna má í framhaldinu eru ævintýralegar. Heildarkostnaði var skipt niður á verkhluta. Með öðrum orðum kostnaði var skipt jafnt út. Líka hönnunarkostnaði upp á tæpar 60 milljónir. Kostnaðurinn er fenginn með að deila 474.192.039 kr. með 5.280 m2 til að fá verð pr. fermetara á framkvæmdasvæðinu. Fermeterinn leggur sig á tæpar 90.000 kr. og það er sama verð fyrir dýrt sérhannað Óðinstorg eins og gangstétt. Síðan er fermetraverðið margfaldað með stærð Óðinstorgs sem er 675 m2 og þannig kemur kostnaður Óðinstorgs út á rúmar 60 milljónir. Allt heiðarlegt fólk hlýtur að sjá að þessar reikningskúnstir ganga ekki upp og ljóst er að fermetraverð á svona fínu torgi er margfaldur á við einfalda gangstétt. Krafan er núna sú að borgarstjóri upplýsi um raunverulegan kostnað við torgið, ellegar að innri endurskoðandi taki málið til skoðunar. Reykvíkingar eiga rétt á því að vita hvað framkvæmdir við Óðinstorg raunverulega kostuðu. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun