Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 18:23 Hús við Hafnargötu 40b, 42, 42b og 44b á Seyðisfirði verða ekki lengur íbúðarhús þar sem svæðið er talið innan hættusvæðis, jafnvel eftir að ofanflóðavörnum verður komið upp á Seyðisfirði. Vísir Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. Í frumathugunarskýrslu varðandi ofanflóðavarnir kemur fram að ekki sé unnt að verja byggðina fyrir stærri skriðum þannig að ásættanleg áhætta náist. Því hefur sveitarstjórn samþykkt að ekki verði heimiluð íbúðarbyggð á þessu svæði. Hús við Hafnargötu 40b, 42, 42b og 44b á Seyðisfirði verða ekki lengur íbúðarhús þar sem svæðið er talið innan hættusvæðis, jafnvel eftir að ofanflóðavörnum verður komið upp á Seyðisfirði. Oddný og fjölskylda hennar eru ein þeirra sem fá ekki að snúa aftur á heimili sín vegna skriðuhættu.Vísir/Arnar Oddný Björk Daníelsdóttir, íbúi við Hafnargötu 42, hefur þegar kvatt heimili sitt. Hún segir í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag að hún muni sakna þess að búa þar. Nú sé húsið hins vegar ekki lengur öruggt og því þurfi þau fjölskyldan að kveðja. „Elsku Garður! Nú er það staðfest að þú verður ekki lengur heimili okkar. Þetta er skrítin tilfinning, hún er tregafull,“ skrifar hún. Elsku Garður! Þá er það staðfest að þú verður ekki lengur heimili okkar. Þetta er skrítin tilfinning, hún er tregafull....Posted by Oddný Björk Daníelsdóttir on Monday, February 1, 2021 „Takk fyrir að hafa hugsað vel um okkur. Þarna bjuggum við okkur til heimili og umhverfi þar sem okkur leið vel. Andinn í húsinu er svo góður og náttúran sem umlykur þig verður alltaf í sérstöku uppáhaldi.“ „En nú ertu ekki lengur öruggur elsku Garður. Ég vona þó að þú fáir að standa á hólnum þínum um ókomna tíð og við fjölskyldan getum bent á þig og sagt: Þarna áttum við heima. Þarna leið okkur vel,“ skrifar hún Oddný var ein þeirra sem ræddi um ofanflóðamál í nýjasta þætti Kompáss á Vísi. Húsið sem hún býr í á Seyðisfirði stendur utan við stóru skriðuna sem féll. Stór sprunga opnaðist hins vegar í hlíðinni fyrir ofan húsið og er það því ekki talið öruggt til búsetu. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 25. janúar 2021 15:39 Finnur fyrir aukinni eftirsókn hjá Seyðfirðingum eftir sálrænum stuðningi Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála. 17. janúar 2021 23:21 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Í frumathugunarskýrslu varðandi ofanflóðavarnir kemur fram að ekki sé unnt að verja byggðina fyrir stærri skriðum þannig að ásættanleg áhætta náist. Því hefur sveitarstjórn samþykkt að ekki verði heimiluð íbúðarbyggð á þessu svæði. Hús við Hafnargötu 40b, 42, 42b og 44b á Seyðisfirði verða ekki lengur íbúðarhús þar sem svæðið er talið innan hættusvæðis, jafnvel eftir að ofanflóðavörnum verður komið upp á Seyðisfirði. Oddný og fjölskylda hennar eru ein þeirra sem fá ekki að snúa aftur á heimili sín vegna skriðuhættu.Vísir/Arnar Oddný Björk Daníelsdóttir, íbúi við Hafnargötu 42, hefur þegar kvatt heimili sitt. Hún segir í Facebook-færslu sem hún birti fyrr í dag að hún muni sakna þess að búa þar. Nú sé húsið hins vegar ekki lengur öruggt og því þurfi þau fjölskyldan að kveðja. „Elsku Garður! Nú er það staðfest að þú verður ekki lengur heimili okkar. Þetta er skrítin tilfinning, hún er tregafull,“ skrifar hún. Elsku Garður! Þá er það staðfest að þú verður ekki lengur heimili okkar. Þetta er skrítin tilfinning, hún er tregafull....Posted by Oddný Björk Daníelsdóttir on Monday, February 1, 2021 „Takk fyrir að hafa hugsað vel um okkur. Þarna bjuggum við okkur til heimili og umhverfi þar sem okkur leið vel. Andinn í húsinu er svo góður og náttúran sem umlykur þig verður alltaf í sérstöku uppáhaldi.“ „En nú ertu ekki lengur öruggur elsku Garður. Ég vona þó að þú fáir að standa á hólnum þínum um ókomna tíð og við fjölskyldan getum bent á þig og sagt: Þarna áttum við heima. Þarna leið okkur vel,“ skrifar hún Oddný var ein þeirra sem ræddi um ofanflóðamál í nýjasta þætti Kompáss á Vísi. Húsið sem hún býr í á Seyðisfirði stendur utan við stóru skriðuna sem féll. Stór sprunga opnaðist hins vegar í hlíðinni fyrir ofan húsið og er það því ekki talið öruggt til búsetu.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 25. janúar 2021 15:39 Finnur fyrir aukinni eftirsókn hjá Seyðfirðingum eftir sálrænum stuðningi Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála. 17. janúar 2021 23:21 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46
Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 25. janúar 2021 15:39
Finnur fyrir aukinni eftirsókn hjá Seyðfirðingum eftir sálrænum stuðningi Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála. 17. janúar 2021 23:21
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?