Fimm konur saka Manson um gróft ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 18:53 Fimm konur, þar á meðal Evan Rachel Wood, hafa stigið fram og sakað Manson um gróft ofbeldi. Vísir/Getty Evan Rachel Wood hefur sakað fyrrverandi maka sinn Marilyn Manson, tónlisetarmann, um að hafa beitt sig „hryllilegu“ ofbeldi um árabil. Hún greindi frá meintum brotum í færslu sem hún birti á Instagram í dag. „Ofbeldismaður minn er Brian Warner, betur þekktur sem Marilyn Manson,“ skrifar Wood í færslunni. Hún segir að Manson hafi byrjað að undirbúa samband þeirra þegar hún var aðeins unglingur og hafi síðan misnotað hana hrottalega um árabil. „Ég var heilaþvegin og neydd til undirgefni,“ skrifar Wood. Fjórar konur til viðbótar hafa stigið fram og sakað Manson um ofbeldi í færslum sem þær birtu allar á Instagram. Það eru Ashley Walters, Sarah McNeilly, Ashley Morgan og kona að nafni Gabriella en eftirnafn hennar er óþekkt. View this post on Instagram A post shared by Evan Rachel Wood (@evanrachelwood) McNeilly og Walters saka Manson um líkamlegt og andlegt ofbeldi, þar á meðal saka þær hann um að hafa pyntað þær. Morgan sakar Manson um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi og að hafa beitt hana þvingunum. Gabriella sakar Manson um nauðgun, líkamlegt ofbeldi og segir hann hafa neytt sig að neyta vímuefna. Manson hefur ekki brugðist við þessum ásökunum opinberlega. Hann hefur áður verið sakaður um að hafa beitt kynferðisofbeldi. Árið 2018 steig kona fram, sem aldrei kom fram undir nafni, og sakaði hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi allt frá árinu 2011. Ásakanirnar fóru ekki fyrir dóm þar sem ekki voru taldar nægar sannanir fyrir því að ofbeldið hafi átt sér stað. Þá hafði málið einnig fyrnst. Lögmaður Mansons sagði á sínum tíma ásakanir konunnar „sprottnar af hugarórum.“ „Mig dreymir að brjóta höfuð hennar með hamri“ Wood og Manson byrjuðu saman árið 2007 þegar hún var aðeins 19 ára gömul og hann 37 ára. Þau slitu sambandinu ári síðar en í viðtali sem Mansons gaf árið 2009 sagði hann að sig dreymdi það dag hvern að brjóta í henni höfuðkúpuna með hamri. Þá sagðist hann hafa skaðað sjálfan sig í kjölfar sambandsslitanna. Þrátt fyrir þetta stormasama upphaf sambandsins tóku þau upp þráðinn stuttu síðar, trúlofuðu sig árið 2010, en skildu að nýju það sama ár. Árið 2018, þegar Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings tók fyrir frumvarpið Survivors‘ Bill of Rights Act, sem eru lög sem tryggja þeim sem hafa orðið fyrir heimilis- og kynferðisofbeldi ákveðin réttindi, talaði Wood máli frumvarpsins fyrir nefndinni. Þar greindi hún frá því að hún hafi ítrekað orðið fyrir heimilisofbeldi af hálfu ónefndrar manneskju. Hún sagðist hafa verið greind með áfallastreituröskun í kjölfar ofbeldisins, hún hafi skaðað sjálfa sig og gert tilraun til sjálfsvígs. Allar fjórar konurnar sem hafa sakað Manson um ofbeldi segjast hafa glímt við áfallastreituröskun í kjölfarið. Hollywood Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
„Ofbeldismaður minn er Brian Warner, betur þekktur sem Marilyn Manson,“ skrifar Wood í færslunni. Hún segir að Manson hafi byrjað að undirbúa samband þeirra þegar hún var aðeins unglingur og hafi síðan misnotað hana hrottalega um árabil. „Ég var heilaþvegin og neydd til undirgefni,“ skrifar Wood. Fjórar konur til viðbótar hafa stigið fram og sakað Manson um ofbeldi í færslum sem þær birtu allar á Instagram. Það eru Ashley Walters, Sarah McNeilly, Ashley Morgan og kona að nafni Gabriella en eftirnafn hennar er óþekkt. View this post on Instagram A post shared by Evan Rachel Wood (@evanrachelwood) McNeilly og Walters saka Manson um líkamlegt og andlegt ofbeldi, þar á meðal saka þær hann um að hafa pyntað þær. Morgan sakar Manson um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi og að hafa beitt hana þvingunum. Gabriella sakar Manson um nauðgun, líkamlegt ofbeldi og segir hann hafa neytt sig að neyta vímuefna. Manson hefur ekki brugðist við þessum ásökunum opinberlega. Hann hefur áður verið sakaður um að hafa beitt kynferðisofbeldi. Árið 2018 steig kona fram, sem aldrei kom fram undir nafni, og sakaði hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi allt frá árinu 2011. Ásakanirnar fóru ekki fyrir dóm þar sem ekki voru taldar nægar sannanir fyrir því að ofbeldið hafi átt sér stað. Þá hafði málið einnig fyrnst. Lögmaður Mansons sagði á sínum tíma ásakanir konunnar „sprottnar af hugarórum.“ „Mig dreymir að brjóta höfuð hennar með hamri“ Wood og Manson byrjuðu saman árið 2007 þegar hún var aðeins 19 ára gömul og hann 37 ára. Þau slitu sambandinu ári síðar en í viðtali sem Mansons gaf árið 2009 sagði hann að sig dreymdi það dag hvern að brjóta í henni höfuðkúpuna með hamri. Þá sagðist hann hafa skaðað sjálfan sig í kjölfar sambandsslitanna. Þrátt fyrir þetta stormasama upphaf sambandsins tóku þau upp þráðinn stuttu síðar, trúlofuðu sig árið 2010, en skildu að nýju það sama ár. Árið 2018, þegar Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings tók fyrir frumvarpið Survivors‘ Bill of Rights Act, sem eru lög sem tryggja þeim sem hafa orðið fyrir heimilis- og kynferðisofbeldi ákveðin réttindi, talaði Wood máli frumvarpsins fyrir nefndinni. Þar greindi hún frá því að hún hafi ítrekað orðið fyrir heimilisofbeldi af hálfu ónefndrar manneskju. Hún sagðist hafa verið greind með áfallastreituröskun í kjölfar ofbeldisins, hún hafi skaðað sjálfa sig og gert tilraun til sjálfsvígs. Allar fjórar konurnar sem hafa sakað Manson um ofbeldi segjast hafa glímt við áfallastreituröskun í kjölfarið.
Hollywood Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira