Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Birgir Olgeirsson skrifar 2. febrúar 2021 19:00 Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Vísir/Arnar Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. Framlög til Ofanflóðasjóðs eru áætluð 2,7 milljarðar króna á ári frá 2021 til 2024. Í Kompás kom fram að Íslendingar séu hálfnaðir við að verja byggðir fyrir ofanflóðahættu. Fyrirséð var að verkið myndi ekki klárast fyrr en 2050 en nú á að gefa í. „Þessi aukning sem er að koma á þessu ári er um 1.600 milljónir króna. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að það verði næstu fjögur árin. Það skiptir sköpum við að hraða þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru. Ef þetta heldur að verðgildi út áratuginn ætti þetta að klárast, allavega það sem hefur verið fyrirséð,“ segir Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Hann er jafnframt starfsmaður Ofanflóðasjóðs. Unnið er að bráðabirgða vörnum meðfram farvegum í suðurhluta Seyðisfjarðar eftir aurskriðurnar. Ummerki eru um forsögulegar aurskriður sem ógna suðurhluta Seyðisfjarðar. Tillögur um mögulegar framtíðarvarnir eiga að liggja fyrir í vor. „Í millitíðinni er verið að efla alla vöktun í hlíðinni og rannsóknir,“ segir Hafsteinn. Möguleikar á styrkingu ofanflóðavarna á Flateyri, fyrir byggðina og höfnina, eru til skoðunar. „Ég á von á að það liggi fyrir tillögur fyrir sumarið um hvaða kostir eru í stöðunni.“ Á þessu ári verður meðal annars unnið að gerð varnargarða á Patreksfirði sem á að ljúka árið 2023 og varnargarða á Neskaupstað sem á að ljúka í ár. Unnið er að hönnun snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði og miðað við að bjóða verkið út í sumar. Áætlaður verktími er fjögur ár. Á Eskifirði er verið að reisa krapaflóðvarnir við Lambeyrará og áæltað að því ljúki árið 2022. Á Siglufirði er fyrirhugað að reisa upptaksstoðvirki og á þeirri vinnu að ljúka á fjórum árum. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir við þeim. Rætt er við íbúa um þeirra upplifun af því að búa við mikla ofanflóðahættu sem og vísindamenn um hvað sé hægt að gera í hættunni. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan: Kompás Náttúruhamfarir Ísafjarðarbær Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Framlög til Ofanflóðasjóðs eru áætluð 2,7 milljarðar króna á ári frá 2021 til 2024. Í Kompás kom fram að Íslendingar séu hálfnaðir við að verja byggðir fyrir ofanflóðahættu. Fyrirséð var að verkið myndi ekki klárast fyrr en 2050 en nú á að gefa í. „Þessi aukning sem er að koma á þessu ári er um 1.600 milljónir króna. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að það verði næstu fjögur árin. Það skiptir sköpum við að hraða þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru. Ef þetta heldur að verðgildi út áratuginn ætti þetta að klárast, allavega það sem hefur verið fyrirséð,“ segir Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Hann er jafnframt starfsmaður Ofanflóðasjóðs. Unnið er að bráðabirgða vörnum meðfram farvegum í suðurhluta Seyðisfjarðar eftir aurskriðurnar. Ummerki eru um forsögulegar aurskriður sem ógna suðurhluta Seyðisfjarðar. Tillögur um mögulegar framtíðarvarnir eiga að liggja fyrir í vor. „Í millitíðinni er verið að efla alla vöktun í hlíðinni og rannsóknir,“ segir Hafsteinn. Möguleikar á styrkingu ofanflóðavarna á Flateyri, fyrir byggðina og höfnina, eru til skoðunar. „Ég á von á að það liggi fyrir tillögur fyrir sumarið um hvaða kostir eru í stöðunni.“ Á þessu ári verður meðal annars unnið að gerð varnargarða á Patreksfirði sem á að ljúka árið 2023 og varnargarða á Neskaupstað sem á að ljúka í ár. Unnið er að hönnun snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði og miðað við að bjóða verkið út í sumar. Áætlaður verktími er fjögur ár. Á Eskifirði er verið að reisa krapaflóðvarnir við Lambeyrará og áæltað að því ljúki árið 2022. Á Siglufirði er fyrirhugað að reisa upptaksstoðvirki og á þeirri vinnu að ljúka á fjórum árum. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir við þeim. Rætt er við íbúa um þeirra upplifun af því að búa við mikla ofanflóðahættu sem og vísindamenn um hvað sé hægt að gera í hættunni. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan:
Kompás Náttúruhamfarir Ísafjarðarbær Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira