Mælt fyrir stjórnarskrármálinu: Skuldum samfélaginu breytingar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 16:29 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mæti fyrir frumvarpi sínu til breytinga á stjórnarskrá Íslands á Alþingi í dag. Í frumvarpinu er lagt til að ákvæði um umhverfisvernd og þjóðareign á auðlindum bætist við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að íslensk tunga og íslenskt táknmál fái sess í stjórnarskrá auk þess sem lögð til endurskoðun á kafla hennar um forseta og framkvæmdarvald. „Mitt mat er það að við höfum tækifæri á þessu þingi til að koma okkur saman um góðar markverðar og mikilvægar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, breytingar sem margar hverjar hefur verið kallað eftir lengi,“ sagði Katrín þegar hún mælti fyrir frumvarpinu. „Mér finnst við skulda samfélaginu að ljúka slíkum breytingum.“ Katrín stendur ein að baki frumvarpinu og ekki virðist mikil sátt um málið á þingi. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá og í fyrstu hefur verið deilt um auðlindaákvæði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Nýtt ákvæði hljóðar svo: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær skal nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna.“ Einnig segir að enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Í greinargerð frumvarpsins segir að heimildir til nýtingar á auðlindum, líkt og fiskistofna, séu því tímabundnar eða uppsegjanlegar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði Katrínu hvers vegna þetta væri ekki orðað í ákvæðinu; orð í greinargerð vegi ekki þungt. Hún spurði hvort til greina kæmi að orðalagið verði tekið upp í ákvæðið í þinglegri meðferð, þannig að þar komi skýrt fram að nýtingarheimildir séu tímabundnar og uppsegjanlegar. Katrín sagðist telja ákvæðið skýrt og mikilvægt að kveðið sé á um þetta í stjórnarskrá. Hún sagðist þó bera væntingar til þess að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni að lokinni fyrstu umræðu fara yfir málið af mikilli alvöru. „En fyrir mér persónulega en þessi texti algerlega skýr.“ Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Í frumvarpinu er lagt til að ákvæði um umhverfisvernd og þjóðareign á auðlindum bætist við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að íslensk tunga og íslenskt táknmál fái sess í stjórnarskrá auk þess sem lögð til endurskoðun á kafla hennar um forseta og framkvæmdarvald. „Mitt mat er það að við höfum tækifæri á þessu þingi til að koma okkur saman um góðar markverðar og mikilvægar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, breytingar sem margar hverjar hefur verið kallað eftir lengi,“ sagði Katrín þegar hún mælti fyrir frumvarpinu. „Mér finnst við skulda samfélaginu að ljúka slíkum breytingum.“ Katrín stendur ein að baki frumvarpinu og ekki virðist mikil sátt um málið á þingi. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá og í fyrstu hefur verið deilt um auðlindaákvæði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Nýtt ákvæði hljóðar svo: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær skal nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna.“ Einnig segir að enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Í greinargerð frumvarpsins segir að heimildir til nýtingar á auðlindum, líkt og fiskistofna, séu því tímabundnar eða uppsegjanlegar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði Katrínu hvers vegna þetta væri ekki orðað í ákvæðinu; orð í greinargerð vegi ekki þungt. Hún spurði hvort til greina kæmi að orðalagið verði tekið upp í ákvæðið í þinglegri meðferð, þannig að þar komi skýrt fram að nýtingarheimildir séu tímabundnar og uppsegjanlegar. Katrín sagðist telja ákvæðið skýrt og mikilvægt að kveðið sé á um þetta í stjórnarskrá. Hún sagðist þó bera væntingar til þess að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni að lokinni fyrstu umræðu fara yfir málið af mikilli alvöru. „En fyrir mér persónulega en þessi texti algerlega skýr.“
Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels