Óttast skriður úr hlíðum sem áður töldust öruggar vegna hlýnunar Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2021 21:00 Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Vísindamenn óttast að skriðuföll úr hlíðum hér á landi sem áður töldust öruggar vegna hlýnandi veðurfars. Stórauka þurfi rannsóknir á sífrerum til fjalla og verði fólk vart við breytingar í hlíðum í sínu umhverfi ætti að láta umsvifalaust vita. Frá árinu 2011 hafa fjórar skriður fallið hér á landi sem rekja má til þiðnunar í jarðvegi sem hingað til hefur verið frosinn allan ársins hring. Um er að ræða skriður í Torfufellsdal árið 2011, Mofellshyrnu árið 2012, Árnesfjalli árið 2014 og í Hleiðargarðsfjalli í innanverðum Eyjafirði síðastliðið haust. „Þetta eru kannski hlíðar sem við höfum ekki verið að búast við skriðum úr. Hlíðar sem við höfum talið öruggar, gætu orðið óöruggar út af þessu,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands. Vísindamenn horfðu fyrst til hlíða sem snúa á móti norðri og norðvestri þar sem sólarljóss gætir minnst. Hlíðin í Hleiðargarðsfjalli sneri hins vegar á móti suðaustri. Þá hafa vísindamenn verið að horfa til um 800 metra hæðar við mat á sífrerum. Sú viðmiðum átti hins vegar ekki við þegar skriða féll úr Árnesfjalli úr 350 metra hæð. Ekki sé vitað hvort þiðnun sífrera ógni byggðum. Hvað einkennir hlíð þar sem sífreri er? „Það er erfitt að segja. Við erum að sjá að það er að falla úr frosnum lausum setlögum.“ Er eitthvað sem fólk gæti séð í sínu umhverfi og látið vita? „Ef fólk verið vart við aukið grjóthrun eða aurskriðuvirkni þá er um að gera að láta Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands vita.“ Hægt sé að vakta breytingar á hlíðum með mælingum og gervitunglamyndum. „En það þarf að gera átak og kortleggja þessi fyrirbæri og fylgjast með þeim betur.“ Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir gegn þeim. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan: Kompás Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. 2. febrúar 2021 19:00 „Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. 1. febrúar 2021 19:00 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Sjá meira
Frá árinu 2011 hafa fjórar skriður fallið hér á landi sem rekja má til þiðnunar í jarðvegi sem hingað til hefur verið frosinn allan ársins hring. Um er að ræða skriður í Torfufellsdal árið 2011, Mofellshyrnu árið 2012, Árnesfjalli árið 2014 og í Hleiðargarðsfjalli í innanverðum Eyjafirði síðastliðið haust. „Þetta eru kannski hlíðar sem við höfum ekki verið að búast við skriðum úr. Hlíðar sem við höfum talið öruggar, gætu orðið óöruggar út af þessu,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands. Vísindamenn horfðu fyrst til hlíða sem snúa á móti norðri og norðvestri þar sem sólarljóss gætir minnst. Hlíðin í Hleiðargarðsfjalli sneri hins vegar á móti suðaustri. Þá hafa vísindamenn verið að horfa til um 800 metra hæðar við mat á sífrerum. Sú viðmiðum átti hins vegar ekki við þegar skriða féll úr Árnesfjalli úr 350 metra hæð. Ekki sé vitað hvort þiðnun sífrera ógni byggðum. Hvað einkennir hlíð þar sem sífreri er? „Það er erfitt að segja. Við erum að sjá að það er að falla úr frosnum lausum setlögum.“ Er eitthvað sem fólk gæti séð í sínu umhverfi og látið vita? „Ef fólk verið vart við aukið grjóthrun eða aurskriðuvirkni þá er um að gera að láta Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands vita.“ Hægt sé að vakta breytingar á hlíðum með mælingum og gervitunglamyndum. „En það þarf að gera átak og kortleggja þessi fyrirbæri og fylgjast með þeim betur.“ Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir gegn þeim. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan:
Kompás Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. 2. febrúar 2021 19:00 „Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. 1. febrúar 2021 19:00 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Sjá meira
Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. 2. febrúar 2021 19:00
„Ég fékk sömu tilfinningu, að við myndum aldrei lifa þetta af Rýma átti hús mun fyrr á Seyðisfirði að mati hjóna í ljósi þess að aldrei hafði mælst meiri rigning á Íslandi dagana fyrir aurskriðurnar. Þegar hættumat var kynnt var tekið fram að mikil hætta yrði ekki yfirvofandi nema í hamfararigningu. 1. febrúar 2021 19:00
Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23
Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. 1. febrúar 2021 07:46