Feðgarnir fluttu fjórir saman mál fyrir Landsrétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 19:32 Frá vinstri má sjá þá Kristján, Jón Bjarna, Stefán Karl og Pál í dag. Aðsend Bræðurnir Stefán Karl, Páll og Jón Bjarni Kristjánssynir fluttu í dag mál fyrir Landsrétti ásamt Kristjáni Stefánssyni föður þeirra. Einn bræðranna segist telja málið einsdæmi á hærra dómstigi. Stefán Karl Kristjánsson, sem er elstur þeirra bræðra, segir frá þessu á Facebook í dag. „Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar,“ skrifar Kristján. Feðgarnir eru verjendur sakborninga í svokölluðu Hvalfjarðargangamáli, sem nú er til meðferðar hjá Landsrétti. Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar....Posted by Stefán Karl Kristjánsson on Wednesday, 3 February 2021 Í samtali við Vísi segir Stefán að þeir bræður hafi flutt málið saman í héraðsdómi. Þá hafi faðir þeirra hins vegar ekki verið með. „Þá var fulltrúi okkar sem var fjórði maðurinn. Hann hafði ekki réttindi til að flytja málið fyrir Landsrétti. Þannig það varð úr að karl faðir minn, sem hefur yfir 40 ára reynslu í þessu, var með. Við sáum þarna tækifæri til að flytja þetta mál allir saman,“ segir Stefán. Saman í lögmennsku, bolta og karlakór Aðspurður segir Stefán að ferlið hafi verið skemmtilegt og að þeir feðgar vinni vel saman, allir fjórir. Þá eyði bræðurnir miklum tíma saman. „Við höfum alltaf gert það, erum allir saman á KRST-lögmannsstofu. Við erum saman í flestöllu, hvort sem það er lögmennskan, fótboltinn eða karlakórinn Esja,“ segir Stefán. Hann segir þá að færni þeirra bræðra liggi á mismunandi sviðum. Þess vegna sé gott að geta leitað hver til annars í starfinu. „Það er mjög gott að hafa fleiri augu heldur en færri á málinu. Maður er með minna samviskubit að hringja hálf tólf á kvöldin og varpa fram einhverjum hugleiðingum,“ segir Stefán, sem kveðst efast um að málið eigi sér margar hliðstæður. „Við fluttum á sínum tíma mál í Héraðsdómi Suðurlands, þannig þetta er ekki alveg í fyrsta skipti. En ég efast stórlega um að á hærri dómstigum hafi svona gerst, og alveg örugglega ekki á Íslandi, segir Stefán,“ en fréttamaður þekkir sjálfur ekki dæmi þess að þrír bræður og faðir þeirra hafi flutt mál fyrir æðra dómstigi, hvorki hér á landi né annars staðar. Dómsmál Fjölskyldumál Tímamót Dómstólar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Stefán Karl Kristjánsson, sem er elstur þeirra bræðra, segir frá þessu á Facebook í dag. „Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar,“ skrifar Kristján. Feðgarnir eru verjendur sakborninga í svokölluðu Hvalfjarðargangamáli, sem nú er til meðferðar hjá Landsrétti. Það gerðist loks í dag að við feðgarnir fluttum mál í Landsrétti. Vorum við þar allir til varna skjólstæðingum okkar....Posted by Stefán Karl Kristjánsson on Wednesday, 3 February 2021 Í samtali við Vísi segir Stefán að þeir bræður hafi flutt málið saman í héraðsdómi. Þá hafi faðir þeirra hins vegar ekki verið með. „Þá var fulltrúi okkar sem var fjórði maðurinn. Hann hafði ekki réttindi til að flytja málið fyrir Landsrétti. Þannig það varð úr að karl faðir minn, sem hefur yfir 40 ára reynslu í þessu, var með. Við sáum þarna tækifæri til að flytja þetta mál allir saman,“ segir Stefán. Saman í lögmennsku, bolta og karlakór Aðspurður segir Stefán að ferlið hafi verið skemmtilegt og að þeir feðgar vinni vel saman, allir fjórir. Þá eyði bræðurnir miklum tíma saman. „Við höfum alltaf gert það, erum allir saman á KRST-lögmannsstofu. Við erum saman í flestöllu, hvort sem það er lögmennskan, fótboltinn eða karlakórinn Esja,“ segir Stefán. Hann segir þá að færni þeirra bræðra liggi á mismunandi sviðum. Þess vegna sé gott að geta leitað hver til annars í starfinu. „Það er mjög gott að hafa fleiri augu heldur en færri á málinu. Maður er með minna samviskubit að hringja hálf tólf á kvöldin og varpa fram einhverjum hugleiðingum,“ segir Stefán, sem kveðst efast um að málið eigi sér margar hliðstæður. „Við fluttum á sínum tíma mál í Héraðsdómi Suðurlands, þannig þetta er ekki alveg í fyrsta skipti. En ég efast stórlega um að á hærri dómstigum hafi svona gerst, og alveg örugglega ekki á Íslandi, segir Stefán,“ en fréttamaður þekkir sjálfur ekki dæmi þess að þrír bræður og faðir þeirra hafi flutt mál fyrir æðra dómstigi, hvorki hér á landi né annars staðar.
Dómsmál Fjölskyldumál Tímamót Dómstólar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira