Varaformaðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2021 07:56 Heiða Björg Hilmisdóttir tók sæti í borgarstjórn Reykjavíkur árið 2015 og var kjörin varaformaður Samfylkingarinnar árið 2017. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Þetta segir í frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem haft er eftir Heiðu Björgu að hún hafi fengið mikið af áskorunum um framboð og að hún útiloki nú ekkert í þeim efnum. Áður hafði Heiða Björg beðist undan að taka þátt í skoðanakönnun meðal flokksmanna um frambjóðendur í komandi kosningum. Hrannar B. Arnarson, eiginmaður Heiðu Bjargar, átti sæti í uppstillingarnefndinni en vék úr henni fljótlega eftir að hún hóf störf. Mikið hefur verið fjallað um skoðanakönnunina meðal flokksmanna þar sem fjórar konur – Helga Vala Helgadóttir þingkona, Kristrún Frostadóttir hagfræðingur, Ragna Sigurðardóttir, formaður UJ og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingkona – og einn karlmaður, Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Stundinni, skipuðu fimm efstu sætin. Rósa Björk hefur nú tilkynnt að hún sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Athygli vakti að þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson hlaut ekki brautargengi í téðri skoðanakönnunun, og tilkynnti að endingu að hann myndi afþakka sæti á lista. Ágúst Ólafur bauðst til að taka annað sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, en sagðist afþakka sæti þegar uppstillingarnefnd bauð honum þriðja sæti. Heiða Björg tók sæti í borgarstjórn árið 2015 og var kjörin varaformaður Samfylkingarinnar árið 2017. Hún hafði betur gegn þingkonunni Helgu Völu Helgadóttur í varaformannskjöri á landsfundi flokksins í nóvember síðastliðinn. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Borgarstjórn Tengdar fréttir Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01 Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32 Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
Þetta segir í frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem haft er eftir Heiðu Björgu að hún hafi fengið mikið af áskorunum um framboð og að hún útiloki nú ekkert í þeim efnum. Áður hafði Heiða Björg beðist undan að taka þátt í skoðanakönnun meðal flokksmanna um frambjóðendur í komandi kosningum. Hrannar B. Arnarson, eiginmaður Heiðu Bjargar, átti sæti í uppstillingarnefndinni en vék úr henni fljótlega eftir að hún hóf störf. Mikið hefur verið fjallað um skoðanakönnunina meðal flokksmanna þar sem fjórar konur – Helga Vala Helgadóttir þingkona, Kristrún Frostadóttir hagfræðingur, Ragna Sigurðardóttir, formaður UJ og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingkona – og einn karlmaður, Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Stundinni, skipuðu fimm efstu sætin. Rósa Björk hefur nú tilkynnt að hún sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Athygli vakti að þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson hlaut ekki brautargengi í téðri skoðanakönnunun, og tilkynnti að endingu að hann myndi afþakka sæti á lista. Ágúst Ólafur bauðst til að taka annað sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, en sagðist afþakka sæti þegar uppstillingarnefnd bauð honum þriðja sæti. Heiða Björg tók sæti í borgarstjórn árið 2015 og var kjörin varaformaður Samfylkingarinnar árið 2017. Hún hafði betur gegn þingkonunni Helgu Völu Helgadóttur í varaformannskjöri á landsfundi flokksins í nóvember síðastliðinn.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Borgarstjórn Tengdar fréttir Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01 Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32 Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01
Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32
Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels