Bein útsending: Fyrsta framkvæmdalota Borgarlínu kynnt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 09:30 Hér má sjá Borgarlínuna á kunnuglegum slóðum, við Hamraborg og í Lækjargötu. Frumdrög að fyrstu framkvæmdalotu Borgarlínunnar eru komin út þar sem kynntar eru fyrstu heildstæðu tillögur að útfærslu borgarlínuframkvæmda, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, sem er fyrsta framkvæmdalota Borgarlínunnar. „Fyrsta framkvæmdalota er um 14 km löng og mun hún annars vegar liggja frá Ártúnshöfða í Reykjavík, yfir nýja brú yfir Elliðaárvog, eftir Suðurlandsbraut að Hlemmi og að Miðborginni og hins vegar frá HÍ, HR og yfir nýja Fossvogsbrú að Hamraborg,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, forsvarsmaður Verkefnastofu Borgarlínunnar. Streymi frá fundinum má sjá hér að neðan. Talsverðar breytingar verða á göturými og samgönguskipulagi þar sem umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur verða sett í forgang. Samhliða uppbyggingu á Borgarlínunni er sem dæmi gert ráð fyrir 18 km af nýjum hjólastígum og 9 km af göngustígum. Með breytingu á göturýminu gefst tækifæri til að auka gæði rýmisins, með góðu aðgengi og aðlaðandi umhverfi að leiðarljósi,“ segir Hrafnkell og bætir við að aukin notkun almenningssamgangna og hjólreiða dragi úr bílaumferð og stuðli að minni hljóðmengun, loftmengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Í hverri viku fjölgar íbúum höfuðborgarsvæðisins um 90 og spáð er að þeir verði orðnir yfir 300.000 innan tveggja áratuga. Þessari aukningu fylgir meiri umferð. „Til að leysa umferðarhnúta framtíðarinnar þarf að styrkja innviði fyrir fjölbreytta ferðamáta, m.a. að byggja upp hágæða almenningssamgöngur sem verða raunhæfur valkostur við einkabílinn,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf., en það er félag sem hefur yfirumsjón með Borgarlínunni og með almennri uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við Samgöngusáttmálann. Þegar framkvæmdum við fyrstu framkvæmdalotu lýkur hefst akstur á tveimur Borgarlínuleiðum: Frá Vatnsenda að HÍ annars vegar og frá miðborg að Egilshöll hins vegar. Í skýrslunni er að finna ítarlegar tillögur sem leggja grunn að frekari hönnunarvinnu og því formlega ferli sem er nauðsynlegur undanfari endanlegrar ákvörðunar um framkvæmdirnar. Fossvogsbrú Borgarlína Reykjavík Kópavogur Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
„Fyrsta framkvæmdalota er um 14 km löng og mun hún annars vegar liggja frá Ártúnshöfða í Reykjavík, yfir nýja brú yfir Elliðaárvog, eftir Suðurlandsbraut að Hlemmi og að Miðborginni og hins vegar frá HÍ, HR og yfir nýja Fossvogsbrú að Hamraborg,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, forsvarsmaður Verkefnastofu Borgarlínunnar. Streymi frá fundinum má sjá hér að neðan. Talsverðar breytingar verða á göturými og samgönguskipulagi þar sem umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur verða sett í forgang. Samhliða uppbyggingu á Borgarlínunni er sem dæmi gert ráð fyrir 18 km af nýjum hjólastígum og 9 km af göngustígum. Með breytingu á göturýminu gefst tækifæri til að auka gæði rýmisins, með góðu aðgengi og aðlaðandi umhverfi að leiðarljósi,“ segir Hrafnkell og bætir við að aukin notkun almenningssamgangna og hjólreiða dragi úr bílaumferð og stuðli að minni hljóðmengun, loftmengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Í hverri viku fjölgar íbúum höfuðborgarsvæðisins um 90 og spáð er að þeir verði orðnir yfir 300.000 innan tveggja áratuga. Þessari aukningu fylgir meiri umferð. „Til að leysa umferðarhnúta framtíðarinnar þarf að styrkja innviði fyrir fjölbreytta ferðamáta, m.a. að byggja upp hágæða almenningssamgöngur sem verða raunhæfur valkostur við einkabílinn,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf., en það er félag sem hefur yfirumsjón með Borgarlínunni og með almennri uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við Samgöngusáttmálann. Þegar framkvæmdum við fyrstu framkvæmdalotu lýkur hefst akstur á tveimur Borgarlínuleiðum: Frá Vatnsenda að HÍ annars vegar og frá miðborg að Egilshöll hins vegar. Í skýrslunni er að finna ítarlegar tillögur sem leggja grunn að frekari hönnunarvinnu og því formlega ferli sem er nauðsynlegur undanfari endanlegrar ákvörðunar um framkvæmdirnar.
Fossvogsbrú Borgarlína Reykjavík Kópavogur Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira