Körfuboltakvöld um Styrmi Snæ: „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 14:02 Styrmir Snær hefur farið mikinn það sem af er leiktíð í Dominos deild karla í körfubolta. Hér er hann í leik gegn Stjörnunni. Vísir/Elín Björg Styrmir Snær Þrastarson er við það að gera Kjartan Atla Kjartansson og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi orðlausa. Þeir héldu áfram að mæra leikmanninn í síðasta þætti. Segja má að Styrmir hafi komið eins og stormsveipur inn í deildina á þessu tímabili. Styrmir Snær var enn og aftur frábær í liði Þórs sem sótti sigur að Hlíðarenda í liðinni viku. Hann skoraði 16 stig ásamt því að sjö fráköst og gefa sex stoðsendingar. „Hann var að henda í flottar stoðsendingar í þessum leik. Hann er með þetta allt. Þetta eru þroskaðar og flottar sendingar,“ sagði Kjartan Atli. „Var að pæla í hvenær þetta gerðist hjá Styrmi. Fullt af strákum sem voru með honum í yngri landsliðum sem eru að sjá hann núna stinga sig af. Hann er að stinga aðra leikmenn af. Ég vill sjá fleiri svona, stráka sem koma bara og stíga þetta skref inn í deildina. Ekki væla að það séu útlendingar fyrir, verið bara betri en þeir,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það voru einhver meiðsli sem hægðu aðeins á honum. Hugsa að hann hefði verið kominn þarna fyrr,“ bætti Kjartan Atli við. Einnig var örstutt umræða er varðar yngri flokka feril Styrmis þar sem hann spilaði mest í C eða B-riðli á Íslandsmótinu. „Það skiptir engu máli hvort þú sért A-liði eða A, B eða C-riðli. Haltu áfram, æfðu og þú munt uppskera,“ sagði Kjartan Atli einnig. „Þetta er geggjað blokk hjá honum, tímasetningarnar hans eru frábærar. Og býr til tvö stig,“ sagði Hermann Hauksson er varnarleikur Styrmis var skoðaður. „Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þegar hann áttar sig á þessu. 99 prósent af öllum leikmönnum standa við þriggja stiga línuna og horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina. Hann var að dekka Jón Arnór þarna, var að dekka Tomsick um daginn og Sabin þar á undan. Hann fer alltaf á þá sem skora mest í hinu liðinu.“ „Hann er svo langur, hreyfanlegur og með svo gott jafnvægi á löppunum þegar menn eru að reyna ráðast á hann á dripplinu,“ bætti Kjartan Atli við. Hér að neðan má sjá umræðu Kjartans, Hermanns og Teits um Styrmi Snæ í þætti gærkvöldsins. Klippa: Halda áfram að mæra Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Þorlákshafnarprinsinn“ ánægður með byrjunina Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu. 31. janúar 2021 12:01 Halda vart vatni yfir ungstirninu í Þorlákshöfn Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í vetur. 24. janúar 2021 08:01 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Styrmir Snær var enn og aftur frábær í liði Þórs sem sótti sigur að Hlíðarenda í liðinni viku. Hann skoraði 16 stig ásamt því að sjö fráköst og gefa sex stoðsendingar. „Hann var að henda í flottar stoðsendingar í þessum leik. Hann er með þetta allt. Þetta eru þroskaðar og flottar sendingar,“ sagði Kjartan Atli. „Var að pæla í hvenær þetta gerðist hjá Styrmi. Fullt af strákum sem voru með honum í yngri landsliðum sem eru að sjá hann núna stinga sig af. Hann er að stinga aðra leikmenn af. Ég vill sjá fleiri svona, stráka sem koma bara og stíga þetta skref inn í deildina. Ekki væla að það séu útlendingar fyrir, verið bara betri en þeir,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það voru einhver meiðsli sem hægðu aðeins á honum. Hugsa að hann hefði verið kominn þarna fyrr,“ bætti Kjartan Atli við. Einnig var örstutt umræða er varðar yngri flokka feril Styrmis þar sem hann spilaði mest í C eða B-riðli á Íslandsmótinu. „Það skiptir engu máli hvort þú sért A-liði eða A, B eða C-riðli. Haltu áfram, æfðu og þú munt uppskera,“ sagði Kjartan Atli einnig. „Þetta er geggjað blokk hjá honum, tímasetningarnar hans eru frábærar. Og býr til tvö stig,“ sagði Hermann Hauksson er varnarleikur Styrmis var skoðaður. „Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þegar hann áttar sig á þessu. 99 prósent af öllum leikmönnum standa við þriggja stiga línuna og horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina. Hann var að dekka Jón Arnór þarna, var að dekka Tomsick um daginn og Sabin þar á undan. Hann fer alltaf á þá sem skora mest í hinu liðinu.“ „Hann er svo langur, hreyfanlegur og með svo gott jafnvægi á löppunum þegar menn eru að reyna ráðast á hann á dripplinu,“ bætti Kjartan Atli við. Hér að neðan má sjá umræðu Kjartans, Hermanns og Teits um Styrmi Snæ í þætti gærkvöldsins. Klippa: Halda áfram að mæra Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Þorlákshafnarprinsinn“ ánægður með byrjunina Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu. 31. janúar 2021 12:01 Halda vart vatni yfir ungstirninu í Þorlákshöfn Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í vetur. 24. janúar 2021 08:01 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
„Þorlákshafnarprinsinn“ ánægður með byrjunina Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu. 31. janúar 2021 12:01
Halda vart vatni yfir ungstirninu í Þorlákshöfn Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í vetur. 24. janúar 2021 08:01