Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 11:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu. Lögreglan Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. Á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag kvaðst Þórólfur geta fullvissað alla um að réttar upplýsingar yrðu gefnar um málið fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir. „Hið sanna er að við höfum enn ekki fengið samningsdrög frá Pfizer og á meðan svo er þá liggur ekki fyrir hvort af þessu verkefni verður og því síður hversu marga skammta af bóluefni við fáum eða hvenær það kemur. Ég get fullvissað alla um að réttar upplýsingar verða gefnar um þetta mál fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir,“ sagði Þórólfur. Þetta er í takt við það sem Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði á Facebook-síðu Freys Rögnvaldssonar, blaðamanns, um helgina þar sem orðrómurinn var til umræðu. „Ef það væri kominn samningur, eða undirritun hans yfirvofandi, þá yrði það tilkynnt mjög afdráttarlaust. Það er ekki hægt að ráðast í risavaxið rannsóknarverkefni sem þetta án þess að kynna það vel og nokkuð áður en það hefst. Ef það væri raunin að unnið væri að því bakvið tjöldin að hefja fjöldabólusetningu þjóðarinnar og á mánudaginn yrði hún boðuð í Laugardalshöll, þá væri það vægast vafasöm upplýsingagjöf og seint til þess fallin að auka trúverðugleika verkefnisins,“ sagði Kjartan Hreinn í svari við færslu Freys. Aðspurður hvort að hann og aðrir mundi ekki hreinlega bara staðfastlega neita öllu í tengslum við mögulegan samning við Pfizer vegna þess hversu stórt mál þetta væri, meðal annars fyrir hlutabréfamarkaðinn sagði Þórólfur: „Bara eins og við höfum gert allan tímann í þessum faraldri þá höfum við bara komið með þær staðreyndir sem liggja á borðinu. Við erum ekki að koma með eitthvað sem er óljóst eða menn eru svona að velta vöngum yfir. Það gildir það sama um þetta bóluefni. Það vita allir að við höfum komið með ákveðna tillögu til Pfizer, hún er til meðhöndlunar þar og þeir eru að koma með drög að samningi sem er ekki kominn og þá er ekki meira um það að segja í sjálfu sér. En um leið og það verður komið þá þurfum við náttúrulega fyrst að byrja á því að skoða þau samningstilboð sem þar eru og hvort það sé ásættanlegt fyrir okkur og íslenska þjóð og eftir það þá verður þetta bara tilkynnt, já eða nei.“ Ein af þeim flökkusögum sem gengið hafa fjöllum hærra undanfarna daga er að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir að gera rannsóknina hér sé að landamæri landsins verði opnuð upp á gátt. Þórólfur var spurður hvort að þetta hefði komið til tals. „Nei, eins og ég sagði áðan þá eru mjög margar flökkusögur, sumar skemmtilegar og aðrar ekki eins skemmtilegar. En ég get bara ekkert svarað þessu, það hefur ekkert komið fram, við erum ekki með samningsdrög að einu eða neinu ennþá þannig að ég get ekki svarað þessu, hvorki neitandi né neitandi.“ Þá hvar hann spurður hvort að hann myndi sætta sig við slíkt skilyrði; að allir yrðu bólusettir að því gefnu að landamærin yrðu opnuð. Þórólfur kvaðst heldur ekki alveg geta svarað þessu. Skoða þyrfti málið í heild sinni. „Eins og ég hef sagt áður þá er hluti af því að fá þessi drög fyrir okkur að skoða þau og kanna hvort þetta sé ásættanlegt fyrir okkur. Það eru ýmsir þættir sem eru ásættanlegir og aðrir ekki en við verðum að líta á þetta út frá okkar hagsmunum líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag kvaðst Þórólfur geta fullvissað alla um að réttar upplýsingar yrðu gefnar um málið fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir. „Hið sanna er að við höfum enn ekki fengið samningsdrög frá Pfizer og á meðan svo er þá liggur ekki fyrir hvort af þessu verkefni verður og því síður hversu marga skammta af bóluefni við fáum eða hvenær það kemur. Ég get fullvissað alla um að réttar upplýsingar verða gefnar um þetta mál fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir,“ sagði Þórólfur. Þetta er í takt við það sem Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði á Facebook-síðu Freys Rögnvaldssonar, blaðamanns, um helgina þar sem orðrómurinn var til umræðu. „Ef það væri kominn samningur, eða undirritun hans yfirvofandi, þá yrði það tilkynnt mjög afdráttarlaust. Það er ekki hægt að ráðast í risavaxið rannsóknarverkefni sem þetta án þess að kynna það vel og nokkuð áður en það hefst. Ef það væri raunin að unnið væri að því bakvið tjöldin að hefja fjöldabólusetningu þjóðarinnar og á mánudaginn yrði hún boðuð í Laugardalshöll, þá væri það vægast vafasöm upplýsingagjöf og seint til þess fallin að auka trúverðugleika verkefnisins,“ sagði Kjartan Hreinn í svari við færslu Freys. Aðspurður hvort að hann og aðrir mundi ekki hreinlega bara staðfastlega neita öllu í tengslum við mögulegan samning við Pfizer vegna þess hversu stórt mál þetta væri, meðal annars fyrir hlutabréfamarkaðinn sagði Þórólfur: „Bara eins og við höfum gert allan tímann í þessum faraldri þá höfum við bara komið með þær staðreyndir sem liggja á borðinu. Við erum ekki að koma með eitthvað sem er óljóst eða menn eru svona að velta vöngum yfir. Það gildir það sama um þetta bóluefni. Það vita allir að við höfum komið með ákveðna tillögu til Pfizer, hún er til meðhöndlunar þar og þeir eru að koma með drög að samningi sem er ekki kominn og þá er ekki meira um það að segja í sjálfu sér. En um leið og það verður komið þá þurfum við náttúrulega fyrst að byrja á því að skoða þau samningstilboð sem þar eru og hvort það sé ásættanlegt fyrir okkur og íslenska þjóð og eftir það þá verður þetta bara tilkynnt, já eða nei.“ Ein af þeim flökkusögum sem gengið hafa fjöllum hærra undanfarna daga er að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir að gera rannsóknina hér sé að landamæri landsins verði opnuð upp á gátt. Þórólfur var spurður hvort að þetta hefði komið til tals. „Nei, eins og ég sagði áðan þá eru mjög margar flökkusögur, sumar skemmtilegar og aðrar ekki eins skemmtilegar. En ég get bara ekkert svarað þessu, það hefur ekkert komið fram, við erum ekki með samningsdrög að einu eða neinu ennþá þannig að ég get ekki svarað þessu, hvorki neitandi né neitandi.“ Þá hvar hann spurður hvort að hann myndi sætta sig við slíkt skilyrði; að allir yrðu bólusettir að því gefnu að landamærin yrðu opnuð. Þórólfur kvaðst heldur ekki alveg geta svarað þessu. Skoða þyrfti málið í heild sinni. „Eins og ég hef sagt áður þá er hluti af því að fá þessi drög fyrir okkur að skoða þau og kanna hvort þetta sé ásættanlegt fyrir okkur. Það eru ýmsir þættir sem eru ásættanlegir og aðrir ekki en við verðum að líta á þetta út frá okkar hagsmunum líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira