Ekki innistæða fyrir 121 milljóna króna bótakröfu Barkar Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2021 13:45 Málið snýr að vistun Barkar Birgissonar á öryggisgangi eftir að hann og samfangi hans voru um miðjan maí 2012 grunaðir um að hafa ráðist á annan fanga á Litla-Hrauni með þeim afleiðingum að sá lést. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af miskabótakröfu Barkar Birgissonar vegna vistunar hans á öryggisgangi á Litla-Hrauni í hálft annað ár. Börkur fór fram á tæplega 121 milljóna króna í bætur. Málið snýr að vistun Barkar á öryggisgangi eftir að hann og samfangi hans, Annþór Karlsson, voru um miðjan maí 2012 grunaðir um að hafa ráðist á annan fanga, Sigurð Hólm Sigurðsson, með þeim afleiðingum að hann lést. Voru þeir Börkur og Annþór úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var það að lokum niðurstaða forstöðumanns fangelsisins og forstjóra Fangelsismálastofnunar að vista þá á öryggisgangi í fangelsinu þar sem ekki var talið forsvaranlegt að hafa á þá á almennum gangi þar sem þeir væru taldir hættulegir öðrum. Vistun Barkar á öryggisdeild var ákveðin til þriggja mánaða í senn og framlengd fimm sinnum, að því er fram kemur í dómnum. Börkur og Annþór voru síðar sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa banað Sigurði. Samkomulag var gert milli ríkisins og Barkar um bætur vegna gæsluvarðhaldsins í málinu og hafði hann því ekki uppi kröfur á hendur ríkinu hvað það varðar. Taldi ákvörðunina ólögmæta Börkur byggði kröfu sína nú á því að ákvörðun um vistun hans á öryggisgangi hafi verið ólögmæt sem og aðdragandi hennar og tilhögun. Hafi málsmeðferðarreglum ekki verið gætt og ólögmæt sjónarmið legið að baki ákvörðuninni. Börkur vildi meina að brotið hafi verið gegn óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar, samanber rannsóknarreglu, meðalhófsreglu og jafnræðisreglu. Þá hafi reglur um öryggisdeild skort lagastoð og ekki verið tilefni til umræddrar vistunar hans á öryggisgangi. Þá taldi hann forstjóra Fangelsismálastofnunar og forstöðumann Litla-Hrauns hafa verið vanhæfa til að fjalla um hans mál vegna orða sem þeir höfðu látið falla í fjölmiðlum. Sagði Börkur vistunina hafa reynst honum afar þungbær, þar sem hann taldi yfirvöld hafa brotið verulega á ýmsum réttindum hans. Aðdragandi vistunarinnar Ákvörðun fangelsismálayfirvalda um að vista Börk á öryggisgangi kom meðal annars, að sögn yfurvalda, í kjölfar þess að aðrir fangar hafi talið líf sitt í hættu þar sem Börkur hafi hótað þeim líkamsmeiðingum. Í dómnum segir frá því að forstjóri Fangelsismálastofnunar hafi í bréfi til forstöðumanns Litla-Hrauns í apríl 2012 rakið að þeir Börkur og Annþór, sem eru þar kallaðir „ofbeldismenn“, hafi komið af stað auknu ofbeldi í fangelsinu eftir að þeir hefðu komið úr einangrun. Talið væri að send yrðu slæm skilaboð með því að flytja þá tímabundið, annan eða báða, í önnur fangelsi. Sagðist forstjórinn gera sér grein fyrir því að Annþór og Börkur bæru ábyrgð á líkamsárásum í fangelsinu og því væri réttast að þeir yrðu báðir vistaðir á öryggisgangi. Þannig yrðu þeim send skýr skilaboð um að svona háttsemi yrði ekki liðin. Frá Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þann 16. maí 2012 hafi lögreglufulltrúi svo sent lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og forstjóra Fangelsismálastofnunar tölvupóst þar sem málefni Barkar voru til umræðu. Lýsti lögreglufulltrúinn því að hann vildi vekja athygli á málefnum Barkar og þeim hótunum sem meðal annars lögreglumenn og fangaverðir hefðu þurft að þola af hans hálfu. Sagði forstjóri Fangelsismálastofnunar í svari til samstarfsmanna að ræða þyrfti málefni Barkar sem fyrst. Daginn eftir umrædd tölvupóstsamskipti, það er 17. maí 2012, lést Sigurður Hólm vegna innvortis blæðinga í klefa sínum skömmu eftir að þeir Börkur og Annþór höfðu verið einir með honum í klefanum í ellefu mínútur. Mikil ógn stafaði af Berki Lögmaður ríkisins rak fyrir dómi að vistun Barkar á öryggisgangi hafi ekki verið ákvörðuð til að tryggja rannsóknarhagsmuni við rannsókn á andláti Sigurðar Hólm, heldur þar sem Börkur hafi sýnt ógnandi hegðun í afplánun og verið grunaður um að hafa beitt samfanga sína ofbeldi, þar á meðal svo alvarlegu að bani hafi hlotist af. Hafi föngum stafað mikil ógn af Berki og ástandið í fangelsinu verið þannig að nánast enginn fangi hafi treyst sér til að vera nálægt þeim Berki og Annþóri. Dómari mat það sem svo að ákvörðun fangelsismálayfirvalda að vista Börk á öryggisgangi hafi átt sér fullnægjandi stoð í þágildandi lögum. Mat hann það sem svo að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að aðstæður hafi ekki réttlætt þá ákvörðun að vista Börk á öryggisgangi enda hafði það verið til skoðunar um nokkurt skeið, áður en Sigurður fannst látinn í klefa sínum, vegna kvartana frá samföngum, fangavörðum og lögreglufulltrúa. Auk þess hafi dómstólar talið rökstuddan grun vera fyrir hendi um að Börkur hefði átt þátt í tilkomu áverka sem leiddu til dauða Sigurðar. Þá segir í dómnum að ummæli forstjóra Fangelsismálastofnunar í fjölmiðlum, að því marki sem raunverulega var um að ræða ummæli forstjóra en ekki einungis „bollaleggingar blaðamanna“, hafi ekki falið í sér ærumeiðingar. Að teknu tilliti til alls taldi dómari að sýkna bæri íslenska ríkið í málinu. Fangelsismál Dómsmál Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Málið snýr að vistun Barkar á öryggisgangi eftir að hann og samfangi hans, Annþór Karlsson, voru um miðjan maí 2012 grunaðir um að hafa ráðist á annan fanga, Sigurð Hólm Sigurðsson, með þeim afleiðingum að hann lést. Voru þeir Börkur og Annþór úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var það að lokum niðurstaða forstöðumanns fangelsisins og forstjóra Fangelsismálastofnunar að vista þá á öryggisgangi í fangelsinu þar sem ekki var talið forsvaranlegt að hafa á þá á almennum gangi þar sem þeir væru taldir hættulegir öðrum. Vistun Barkar á öryggisdeild var ákveðin til þriggja mánaða í senn og framlengd fimm sinnum, að því er fram kemur í dómnum. Börkur og Annþór voru síðar sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa banað Sigurði. Samkomulag var gert milli ríkisins og Barkar um bætur vegna gæsluvarðhaldsins í málinu og hafði hann því ekki uppi kröfur á hendur ríkinu hvað það varðar. Taldi ákvörðunina ólögmæta Börkur byggði kröfu sína nú á því að ákvörðun um vistun hans á öryggisgangi hafi verið ólögmæt sem og aðdragandi hennar og tilhögun. Hafi málsmeðferðarreglum ekki verið gætt og ólögmæt sjónarmið legið að baki ákvörðuninni. Börkur vildi meina að brotið hafi verið gegn óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar, samanber rannsóknarreglu, meðalhófsreglu og jafnræðisreglu. Þá hafi reglur um öryggisdeild skort lagastoð og ekki verið tilefni til umræddrar vistunar hans á öryggisgangi. Þá taldi hann forstjóra Fangelsismálastofnunar og forstöðumann Litla-Hrauns hafa verið vanhæfa til að fjalla um hans mál vegna orða sem þeir höfðu látið falla í fjölmiðlum. Sagði Börkur vistunina hafa reynst honum afar þungbær, þar sem hann taldi yfirvöld hafa brotið verulega á ýmsum réttindum hans. Aðdragandi vistunarinnar Ákvörðun fangelsismálayfirvalda um að vista Börk á öryggisgangi kom meðal annars, að sögn yfurvalda, í kjölfar þess að aðrir fangar hafi talið líf sitt í hættu þar sem Börkur hafi hótað þeim líkamsmeiðingum. Í dómnum segir frá því að forstjóri Fangelsismálastofnunar hafi í bréfi til forstöðumanns Litla-Hrauns í apríl 2012 rakið að þeir Börkur og Annþór, sem eru þar kallaðir „ofbeldismenn“, hafi komið af stað auknu ofbeldi í fangelsinu eftir að þeir hefðu komið úr einangrun. Talið væri að send yrðu slæm skilaboð með því að flytja þá tímabundið, annan eða báða, í önnur fangelsi. Sagðist forstjórinn gera sér grein fyrir því að Annþór og Börkur bæru ábyrgð á líkamsárásum í fangelsinu og því væri réttast að þeir yrðu báðir vistaðir á öryggisgangi. Þannig yrðu þeim send skýr skilaboð um að svona háttsemi yrði ekki liðin. Frá Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þann 16. maí 2012 hafi lögreglufulltrúi svo sent lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og forstjóra Fangelsismálastofnunar tölvupóst þar sem málefni Barkar voru til umræðu. Lýsti lögreglufulltrúinn því að hann vildi vekja athygli á málefnum Barkar og þeim hótunum sem meðal annars lögreglumenn og fangaverðir hefðu þurft að þola af hans hálfu. Sagði forstjóri Fangelsismálastofnunar í svari til samstarfsmanna að ræða þyrfti málefni Barkar sem fyrst. Daginn eftir umrædd tölvupóstsamskipti, það er 17. maí 2012, lést Sigurður Hólm vegna innvortis blæðinga í klefa sínum skömmu eftir að þeir Börkur og Annþór höfðu verið einir með honum í klefanum í ellefu mínútur. Mikil ógn stafaði af Berki Lögmaður ríkisins rak fyrir dómi að vistun Barkar á öryggisgangi hafi ekki verið ákvörðuð til að tryggja rannsóknarhagsmuni við rannsókn á andláti Sigurðar Hólm, heldur þar sem Börkur hafi sýnt ógnandi hegðun í afplánun og verið grunaður um að hafa beitt samfanga sína ofbeldi, þar á meðal svo alvarlegu að bani hafi hlotist af. Hafi föngum stafað mikil ógn af Berki og ástandið í fangelsinu verið þannig að nánast enginn fangi hafi treyst sér til að vera nálægt þeim Berki og Annþóri. Dómari mat það sem svo að ákvörðun fangelsismálayfirvalda að vista Börk á öryggisgangi hafi átt sér fullnægjandi stoð í þágildandi lögum. Mat hann það sem svo að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að aðstæður hafi ekki réttlætt þá ákvörðun að vista Börk á öryggisgangi enda hafði það verið til skoðunar um nokkurt skeið, áður en Sigurður fannst látinn í klefa sínum, vegna kvartana frá samföngum, fangavörðum og lögreglufulltrúa. Auk þess hafi dómstólar talið rökstuddan grun vera fyrir hendi um að Börkur hefði átt þátt í tilkomu áverka sem leiddu til dauða Sigurðar. Þá segir í dómnum að ummæli forstjóra Fangelsismálastofnunar í fjölmiðlum, að því marki sem raunverulega var um að ræða ummæli forstjóra en ekki einungis „bollaleggingar blaðamanna“, hafi ekki falið í sér ærumeiðingar. Að teknu tilliti til alls taldi dómari að sýkna bæri íslenska ríkið í málinu.
Fangelsismál Dómsmál Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira