Opið bréf frá hollvinum Punktsins Guðrún Margrét Jónsdóttir, Barbara Hjartardóttir, Halldóra Kristjánsdóttir Larsen, Oddný Kristjánsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifa 9. febrúar 2021 16:43 Punkturinn hefur verið starfræktur á Akureyri síðan 1994 þegar hann var stofnaður sem alhliða handverkstæði fyrir atvinnulaust fólk. Hlutverk hans hefur þróast og umsvif þjónustunnar aukist til muna á þessum tæplega 30 árum. Þá sérstaklega hefur starfsemin blómstrað síðastliðin 15 ár sem Punkturinn hefur verið starfræktur í Rósenborg. Í dag er Punkturinn opinn öllum sem þangað vilja koma. Hann gegnir enn mikilvægu hlutverki fyrir atvinnulausa en einnig fyrir fólk í starfsendurhæfingu á vegum Virk og fyrir notendur Grófarinnar, sem er gjaldfrjálst úrræði fyrir fólk sem glímir við geðræn vandamál. Þar að auki hefur verið öflugt barna og unglingastarf í Punktinum. Því hefur Punkturinn mjög mikilvægan sess í að halda úti fjölbreyttu og öðruvísi tómstundastarfi á Akureyri og gefur fólki færi á að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Undanfarin tvö ár hafa kjörnir fulltrúar á Akureyri skapað mikla óvissu um framtíð Punktsins. Í umræðunni hefur verið að flytja starfsemina í húsnæði sem getur ekki hýst nema lítið brot af því starfi sem nú er haldið úti í Rósenborg. Ákvarðanir hafa verið teknar án þess að samráð sé haft við notendur og starfsfólk Punktsins. Lítil greiningarvinna hefur verið unnin og undirbúningur fyrir ákvarðanatöku ekki unnin með faglegum hætti. Umræðan hefur búið til mikið óöryggi, vonleysi og óvissu meðal notenda. Í seinustu viku kom enn á ný tilkynning um að loka ætti Punktinum. Þessi ákvörðun var enn og aftur hvorki tekin í samráði við notendur né starfsfólk þrátt fyrir ítrekuð loforð um bætt vinnubrögð frá kjörnum fulltrúm. Á þessum óvissu tímum sem hafa skapast í samfélaginu síðast liðið ár hefur aldrei verið meiri þörf fyrir starf eins og það sem rekið er í Punktinum. Þetta starf spornar gegn félagslegri einangrun viðkvæmra hópa samfélagsins, þar á meðal fólks sem hefur misst sitt lífsviðurværi og fólks sem glímir við félagsleg vandamál og veikindi að einhverju tagi. Auk þess að vera staður sem er opinn öllum óháð stétt, stöðu og aldri. Það er ósk okkar og von að Punkturinn fái fastan sess í því íþrótta- og tómstundastarfi sem er í boði á Akureyri, að frekari uppbygging og efling verði á starfi Punktsins í Rósenborg til að sporna gegn eftirköstum faraldursins á heilsu og líðan íbúa Akureyrar, auk þess að gegna því hlutverki sem hann hefur haft í áratugi. Til að starfið hafi grundvöll til að vaxa þarf að tryggja öruggi í húsnæðismálum, að húsnæðið henti því starfi sem þar fer fram og eins að sýna notendum og starfsmönnum sanngirni og virðingu. Því sendum við ákall til kjörinna fulltrúa, íbúa Akureyrar, og allra þeirra sem hafa nýtt sér Punktinn eða eiga aðstandendur sem hafa nýtt sér Punktinn að láta í sér heyra. Starfið snertir okkur öll. Hópurinn sem kemur saman og starfar í Punktinum hefur ekki sameiginlegan vettvang og því mikilvægt að íbúar standi vörð um þessa mikilvægu þjónustu í þágu okkar allra. Höfundar eru hollvinir Punktsins: Guðrún Margrét Jónsdóttir, Barbara Hjartardóttir, Halldóra Kristjánsdóttir Larsen, Oddný Kristjánsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Vinnumarkaður Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Punkturinn hefur verið starfræktur á Akureyri síðan 1994 þegar hann var stofnaður sem alhliða handverkstæði fyrir atvinnulaust fólk. Hlutverk hans hefur þróast og umsvif þjónustunnar aukist til muna á þessum tæplega 30 árum. Þá sérstaklega hefur starfsemin blómstrað síðastliðin 15 ár sem Punkturinn hefur verið starfræktur í Rósenborg. Í dag er Punkturinn opinn öllum sem þangað vilja koma. Hann gegnir enn mikilvægu hlutverki fyrir atvinnulausa en einnig fyrir fólk í starfsendurhæfingu á vegum Virk og fyrir notendur Grófarinnar, sem er gjaldfrjálst úrræði fyrir fólk sem glímir við geðræn vandamál. Þar að auki hefur verið öflugt barna og unglingastarf í Punktinum. Því hefur Punkturinn mjög mikilvægan sess í að halda úti fjölbreyttu og öðruvísi tómstundastarfi á Akureyri og gefur fólki færi á að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Undanfarin tvö ár hafa kjörnir fulltrúar á Akureyri skapað mikla óvissu um framtíð Punktsins. Í umræðunni hefur verið að flytja starfsemina í húsnæði sem getur ekki hýst nema lítið brot af því starfi sem nú er haldið úti í Rósenborg. Ákvarðanir hafa verið teknar án þess að samráð sé haft við notendur og starfsfólk Punktsins. Lítil greiningarvinna hefur verið unnin og undirbúningur fyrir ákvarðanatöku ekki unnin með faglegum hætti. Umræðan hefur búið til mikið óöryggi, vonleysi og óvissu meðal notenda. Í seinustu viku kom enn á ný tilkynning um að loka ætti Punktinum. Þessi ákvörðun var enn og aftur hvorki tekin í samráði við notendur né starfsfólk þrátt fyrir ítrekuð loforð um bætt vinnubrögð frá kjörnum fulltrúm. Á þessum óvissu tímum sem hafa skapast í samfélaginu síðast liðið ár hefur aldrei verið meiri þörf fyrir starf eins og það sem rekið er í Punktinum. Þetta starf spornar gegn félagslegri einangrun viðkvæmra hópa samfélagsins, þar á meðal fólks sem hefur misst sitt lífsviðurværi og fólks sem glímir við félagsleg vandamál og veikindi að einhverju tagi. Auk þess að vera staður sem er opinn öllum óháð stétt, stöðu og aldri. Það er ósk okkar og von að Punkturinn fái fastan sess í því íþrótta- og tómstundastarfi sem er í boði á Akureyri, að frekari uppbygging og efling verði á starfi Punktsins í Rósenborg til að sporna gegn eftirköstum faraldursins á heilsu og líðan íbúa Akureyrar, auk þess að gegna því hlutverki sem hann hefur haft í áratugi. Til að starfið hafi grundvöll til að vaxa þarf að tryggja öruggi í húsnæðismálum, að húsnæðið henti því starfi sem þar fer fram og eins að sýna notendum og starfsmönnum sanngirni og virðingu. Því sendum við ákall til kjörinna fulltrúa, íbúa Akureyrar, og allra þeirra sem hafa nýtt sér Punktinn eða eiga aðstandendur sem hafa nýtt sér Punktinn að láta í sér heyra. Starfið snertir okkur öll. Hópurinn sem kemur saman og starfar í Punktinum hefur ekki sameiginlegan vettvang og því mikilvægt að íbúar standi vörð um þessa mikilvægu þjónustu í þágu okkar allra. Höfundar eru hollvinir Punktsins: Guðrún Margrét Jónsdóttir, Barbara Hjartardóttir, Halldóra Kristjánsdóttir Larsen, Oddný Kristjánsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar