Aðgengi fyrir börn af erlendum uppruna Alexandra Briem skrifar 9. febrúar 2021 20:31 Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin. Það skiptir miklu máli til að jafna tækifæri allra til að taka fullan þátt í samfélaginu, eignast vini, fylgjast með umræðunni og fréttum. Að því ógleymdu að í ýmsum störfum er það annað hvort beinlínis nauðsynlegt, eða að minnsta kosti gífurlega hjálplegt. Þetta snýst um lýðræði og jafnrétti og að skapa samfélag þar sem öllum getur liðið vel, notið hæfileika sinna og fengið tækifæri til þess að dafna. Það er jú okkur öllum í hag. Þess vegna er það á ábyrgð hins opinbera að sjá til þess að þau sem hingað flytjast eigi kost á því að læra tungumálið. Með þessari breytingu verður fjármagn á hvern nemanda verulega aukið og tvö ný íslenskuver verða opnuð. Það er til þess að tryggja öfluga íslenskukennslu nemenda sem hingað flytjast, fyrstu mánuði búsetunnar, sem gerir þeim í framhaldi kleift að koma inn í skólakerfið af meiri krafti með sínum jafnöldrum. Að auki verður stuðningur okkar sérfræðinga í Miðju máls og læsis aukinn. Brúarsmiðir verða ennfremur efldir sem tryggja gott samstarf skólakerfisins við fjöltyngd börn og foreldra þeirra.Svo verður auknu fjármagni varið í fjölmenningarlegt leikskólastarf. Umræðan um hvaða tungumál sé talað á Íslandi hefur verið nokkuð áberandi síðustu daga. Krafan um það að fólk tali mál heimafólks þegar það flyst búferlum getur verið æði ósanngjörn. Það getur legið betur fyrir Íslendingum að tala til að mynda ensku, sem við erum flest nær altalandi á hvort eð er. Eða dönsku sem við höfum lært frá ungum aldri eða önnur Norðurlandamál. Nú eða þýsku og önnur germönsk mál sem eru keimlík því sem við kunnum og nota svipaðar orðrætur og beygingarmyndir, verið einfaldara en fyrir mörgum sem hingað flytjast að læra ástkæra ylhýra málið okkar. Það er bæði málfræðilega flókið og sjaldheyrt utan landssteinanna. Þess vegna viljum við styðja enn betur við börn sem hingað koma svo þau standi jafnfætis íslenskum börnum þegar kemur að tækifærum. Píratar leggja alla áherslu á jafnræði og jafnrétti óháð uppruna. Ég er stolt af aðkomu okkar Pírata að þessu máli. Við róum öllum árum í þá átt að samfélagið sé gott fyrir fólk óháð stétt, stöðu eða uppruna. Þetta snýst um að búa til samfélag fyrir alla, þar sem fólk er ekki skilið útundan. Fjölbreytni mannlífsins er svo dýrmæt. Það skiptir öllu máli að gera okkur sem samfélagi kleift að njóta krafta öflugs fólks af ólíkum uppruna svo við megum öll dafna í sameiningu. Höfundur er fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Innflytjendamál Borgarstjórn Grunnskólar Réttindi barna Alexandra Briem Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin. Það skiptir miklu máli til að jafna tækifæri allra til að taka fullan þátt í samfélaginu, eignast vini, fylgjast með umræðunni og fréttum. Að því ógleymdu að í ýmsum störfum er það annað hvort beinlínis nauðsynlegt, eða að minnsta kosti gífurlega hjálplegt. Þetta snýst um lýðræði og jafnrétti og að skapa samfélag þar sem öllum getur liðið vel, notið hæfileika sinna og fengið tækifæri til þess að dafna. Það er jú okkur öllum í hag. Þess vegna er það á ábyrgð hins opinbera að sjá til þess að þau sem hingað flytjast eigi kost á því að læra tungumálið. Með þessari breytingu verður fjármagn á hvern nemanda verulega aukið og tvö ný íslenskuver verða opnuð. Það er til þess að tryggja öfluga íslenskukennslu nemenda sem hingað flytjast, fyrstu mánuði búsetunnar, sem gerir þeim í framhaldi kleift að koma inn í skólakerfið af meiri krafti með sínum jafnöldrum. Að auki verður stuðningur okkar sérfræðinga í Miðju máls og læsis aukinn. Brúarsmiðir verða ennfremur efldir sem tryggja gott samstarf skólakerfisins við fjöltyngd börn og foreldra þeirra.Svo verður auknu fjármagni varið í fjölmenningarlegt leikskólastarf. Umræðan um hvaða tungumál sé talað á Íslandi hefur verið nokkuð áberandi síðustu daga. Krafan um það að fólk tali mál heimafólks þegar það flyst búferlum getur verið æði ósanngjörn. Það getur legið betur fyrir Íslendingum að tala til að mynda ensku, sem við erum flest nær altalandi á hvort eð er. Eða dönsku sem við höfum lært frá ungum aldri eða önnur Norðurlandamál. Nú eða þýsku og önnur germönsk mál sem eru keimlík því sem við kunnum og nota svipaðar orðrætur og beygingarmyndir, verið einfaldara en fyrir mörgum sem hingað flytjast að læra ástkæra ylhýra málið okkar. Það er bæði málfræðilega flókið og sjaldheyrt utan landssteinanna. Þess vegna viljum við styðja enn betur við börn sem hingað koma svo þau standi jafnfætis íslenskum börnum þegar kemur að tækifærum. Píratar leggja alla áherslu á jafnræði og jafnrétti óháð uppruna. Ég er stolt af aðkomu okkar Pírata að þessu máli. Við róum öllum árum í þá átt að samfélagið sé gott fyrir fólk óháð stétt, stöðu eða uppruna. Þetta snýst um að búa til samfélag fyrir alla, þar sem fólk er ekki skilið útundan. Fjölbreytni mannlífsins er svo dýrmæt. Það skiptir öllu máli að gera okkur sem samfélagi kleift að njóta krafta öflugs fólks af ólíkum uppruna svo við megum öll dafna í sameiningu. Höfundur er fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun