„Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2021 23:51 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Lífsspor K2 Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. Þetta segir hún í færslu á Facebook-síðu sinni. Johns Snorra og félaga hans, þeirra Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, hefur nú verið saknað á K2 í um fjóra sólarhringa. Leit undir stjórn pakistanska hersins hefur ekki borið árangur. „Enn stendur yfir leitar og björgun á ástinni minni. Í hjarta mínu er hann kraftaverk og kemur hann til baka. Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk því vikan er ekki liðin, búðirnar hans munu standa til laugardags. Þeir sem þekkja John Snorra Sigurjónsson vita yfir hvaða styrk hann býr og vona ég að fleiri þarna úti veiti mér byr undir þá vængi að reyna þar til er fullreynt,“ skrifar Lína á Facebook-síðu sína. Lína sagði í tilkynningu til fjölmiðla í gær að fjölskylda Johns Snorra gerði sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu væri mjög lítil. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, segir í grein sem birtist fyrr í dag að hann væri enn vongóður um að faðir hans muni snúa aftur heim. Sajid ætlaði að vera samferða þremenningunum upp á fjallstindinn en þurfti að snúa við eftir að súrefnisbúnaður hans bilaði. Líkt og Lína hafði Sajid áður gefið út að hann væri vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. Leitarþyrlur tóku ekki á loft í dag Ekki var unnt að fljúga upp í hlíðar fjallsins K2 til leitar að John Snorra og samferðamönnum hans í dag vegna veðurs. Slæm veðurspá er á svæðinu næstu daga, sem gæti gert leitarmönnum erfitt fyrir en yfirvöld hafa gefið út að til standi að halda leitinni áfram um leið og veðurgluggi opnast. Ashgar Ali Parik, eigandi ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferð Johns Snorra og nú einnig leitina, sagði í samskiptum við fréttastofu fyrr í dag að leitarþyrlur hafi ekki tekið á loft vegna veðurs. Starfsmenn á vegum ferðaskrifstofunnar verða áfram í grunnbúðunum í fjóra daga til viðbótar. Að sögn Parik hyggjast stjórnvöld senda fleiri til leitarinnar á jörðu og þá verði reynt að fljúga C130 Herkúles-flugvél frá pakistanska hernum, sem kemst hærra en þyrlur, yfir svæðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Enn stendur yfir leitar og björgun á ástinni minni í hjarta mínu er hann kraftaverk og kemur hann til baka. Ég er ekki...Posted by Lína Móey on Tuesday, February 9, 2021 John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Tengdar fréttir Reyna að leita áfram í dag og gamall félagi kemur til aðstoðar Fjölskyldur Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í um fjóra sólarhringa, hafa ákveðið að leit að þremenningunum verði haldið áfram í dag. Bresk-bandarískur fjallagarpur, sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, aðstoðar nú við leitina. 9. febrúar 2021 11:20 Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30 Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þetta segir hún í færslu á Facebook-síðu sinni. Johns Snorra og félaga hans, þeirra Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, hefur nú verið saknað á K2 í um fjóra sólarhringa. Leit undir stjórn pakistanska hersins hefur ekki borið árangur. „Enn stendur yfir leitar og björgun á ástinni minni. Í hjarta mínu er hann kraftaverk og kemur hann til baka. Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk því vikan er ekki liðin, búðirnar hans munu standa til laugardags. Þeir sem þekkja John Snorra Sigurjónsson vita yfir hvaða styrk hann býr og vona ég að fleiri þarna úti veiti mér byr undir þá vængi að reyna þar til er fullreynt,“ skrifar Lína á Facebook-síðu sína. Lína sagði í tilkynningu til fjölmiðla í gær að fjölskylda Johns Snorra gerði sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu væri mjög lítil. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, segir í grein sem birtist fyrr í dag að hann væri enn vongóður um að faðir hans muni snúa aftur heim. Sajid ætlaði að vera samferða þremenningunum upp á fjallstindinn en þurfti að snúa við eftir að súrefnisbúnaður hans bilaði. Líkt og Lína hafði Sajid áður gefið út að hann væri vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. Leitarþyrlur tóku ekki á loft í dag Ekki var unnt að fljúga upp í hlíðar fjallsins K2 til leitar að John Snorra og samferðamönnum hans í dag vegna veðurs. Slæm veðurspá er á svæðinu næstu daga, sem gæti gert leitarmönnum erfitt fyrir en yfirvöld hafa gefið út að til standi að halda leitinni áfram um leið og veðurgluggi opnast. Ashgar Ali Parik, eigandi ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferð Johns Snorra og nú einnig leitina, sagði í samskiptum við fréttastofu fyrr í dag að leitarþyrlur hafi ekki tekið á loft vegna veðurs. Starfsmenn á vegum ferðaskrifstofunnar verða áfram í grunnbúðunum í fjóra daga til viðbótar. Að sögn Parik hyggjast stjórnvöld senda fleiri til leitarinnar á jörðu og þá verði reynt að fljúga C130 Herkúles-flugvél frá pakistanska hernum, sem kemst hærra en þyrlur, yfir svæðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Enn stendur yfir leitar og björgun á ástinni minni í hjarta mínu er hann kraftaverk og kemur hann til baka. Ég er ekki...Posted by Lína Móey on Tuesday, February 9, 2021
John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Tengdar fréttir Reyna að leita áfram í dag og gamall félagi kemur til aðstoðar Fjölskyldur Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í um fjóra sólarhringa, hafa ákveðið að leit að þremenningunum verði haldið áfram í dag. Bresk-bandarískur fjallagarpur, sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, aðstoðar nú við leitina. 9. febrúar 2021 11:20 Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30 Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Reyna að leita áfram í dag og gamall félagi kemur til aðstoðar Fjölskyldur Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í um fjóra sólarhringa, hafa ákveðið að leit að þremenningunum verði haldið áfram í dag. Bresk-bandarískur fjallagarpur, sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, aðstoðar nú við leitina. 9. febrúar 2021 11:20
Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30
Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04
Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55