Katrín Tanja: Þú á móti þér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir á verðlaunapallinum á síðustu heimsleikum. Instagram/@crossfitgames Það þarf rétta hugarfarið til að njóta þess að keppa þegar ljósin eru skærust. Ein af þeim sem er með það á hreinu er íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja hefur lengi haft það markmið að gefa allt sitt í það sem hún tekur sér fyrir hendur. Jákvæðni og drífandi hugarfar hefur skilað Katrínu tveimur heimsmeistaratitlum og fjórum sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. Orð Katrínar Tönju í nýjasta pistli hennar þurfa ekki að koma neinum á óvart sem þekkja til hennar en eru um leið gott innlegg fyrir íþróttafólk sem vill læra af CrossFit konunni sem fagnaði ein því þegar ein greinin á síðustu heimsleikum var tvöfölduð í miðjum klíðum. Katrín Tanja fagnaði áskoruninni og stakka alla hinar stelpurnar af á meðan þær sem héldu að þær væru búnar drógust aftur úr og áttu engin svör við karakter íslensku dótturinnar. „Það er ekkert eins og það að keppa undir skæru ljósunum ... að stilla þér upp við hlið þinna helstu keppinauta, heyra áhorfendurna öskra og finna alla orkuna renna um líkamann sem um leið færir þér tilfinninguna að þú gert allt,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum. „Vinnan sem skilar þér á þennan stað er sú vinna sem þú leggur á þig hina 360/365 daga ársins. Þú leggur grunninn að þessu á löngu dögunum, í erfiðu æfingunum og oftast þegar enginn er að horfa. Það gerist í dag. Það sem er svalast við það er að það snýst um þig á móti þér,“ skrifaði Katrín eða „YOU vs YOU“ eins og hún orðar það á ensku. „Ég verð alltaf minn aðalkeppinautur. Það er aðeins ég sem mun vita það hvort að ég sé í alvörunni að gera allt sem ég get á hverjum degi. Það eru bara björtu ljósin sem sýna fram á alla þessa vinnu,“ skrifaði Katrín. „Vertu besta útgáfan af sjálfum þér. Þín vinna mun þá skína á hárréttum tíma,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sjá meira
Katrín Tanja hefur lengi haft það markmið að gefa allt sitt í það sem hún tekur sér fyrir hendur. Jákvæðni og drífandi hugarfar hefur skilað Katrínu tveimur heimsmeistaratitlum og fjórum sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. Orð Katrínar Tönju í nýjasta pistli hennar þurfa ekki að koma neinum á óvart sem þekkja til hennar en eru um leið gott innlegg fyrir íþróttafólk sem vill læra af CrossFit konunni sem fagnaði ein því þegar ein greinin á síðustu heimsleikum var tvöfölduð í miðjum klíðum. Katrín Tanja fagnaði áskoruninni og stakka alla hinar stelpurnar af á meðan þær sem héldu að þær væru búnar drógust aftur úr og áttu engin svör við karakter íslensku dótturinnar. „Það er ekkert eins og það að keppa undir skæru ljósunum ... að stilla þér upp við hlið þinna helstu keppinauta, heyra áhorfendurna öskra og finna alla orkuna renna um líkamann sem um leið færir þér tilfinninguna að þú gert allt,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum. „Vinnan sem skilar þér á þennan stað er sú vinna sem þú leggur á þig hina 360/365 daga ársins. Þú leggur grunninn að þessu á löngu dögunum, í erfiðu æfingunum og oftast þegar enginn er að horfa. Það gerist í dag. Það sem er svalast við það er að það snýst um þig á móti þér,“ skrifaði Katrín eða „YOU vs YOU“ eins og hún orðar það á ensku. „Ég verð alltaf minn aðalkeppinautur. Það er aðeins ég sem mun vita það hvort að ég sé í alvörunni að gera allt sem ég get á hverjum degi. Það eru bara björtu ljósin sem sýna fram á alla þessa vinnu,“ skrifaði Katrín. „Vertu besta útgáfan af sjálfum þér. Þín vinna mun þá skína á hárréttum tíma,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sjá meira