Vonar að stærstur hluti þjóðarinnar hafi fengið bólusetningu í sumar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 11:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vonar að það sama muni vera uppi á teningnum hér á landi hvað bólusetningar varðar og stefnt er að í Danmörku, það er að stærstur hluti þjóðarinnar verði búinn að fá bólusetningu gegn Covid-19 í sumar. Hann minnir þó á að hægt sé að nota ýmsar aðferðir við að reikna sig niður á það hve stóran hluta þjóðarinnar búið verði að bólusetja á ákveðnum tímapunkti. „Það er hægt að nota tölur um dreifingaráætlun fyrirtækjanna, það er hægt að nota tölur um áætlun miðað við það magn sem við ætlum að kaupa og svo framvegis. Þannig að menn geta gert þetta á ýmsa vegu og það er bara mjög ánægjulegt ef Danir reikna sig fram á það á þennan hátt. Ég held að við munum þá geta flotið með þeim og verið í nokkurn veginn í sömu sporum og þeir,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagðist sjálfur ætla að halda sig við það hvernig dreifingaráætlun bóluefnaframleiðendanna lítur út og hún liggur ekki fyrir nema út marsmánuð. Þórólfur sagði dreifingaráætlunina enn vera að breytast en sem betur fer frekar á þann veg að við værum að fara fá meira bóluefni heldur en minna. „Við erum hins vegar einungis ennþá með dreifingaráætlun bóluefna út mars og samkvæmt þeim áætlunum sem fyrir liggja þá munum við fá rúmlega 70 þúsund skammta í lok mars en inni í þeirri tölu er ekki magn bóluefna frá AstraZeneca í mars þannig að það er ýmislegt óljóst í þessu en ég held að við getum verið vongóð um það að við munum fara að fá meira af bóluefnum. Raunar bárust þær fréttir frá Danmörku að þeir telja sig geta verið búna að bólusetja flesta núna í sumar og vonandi mun það gilda einnig um okkur,“ sagði Þórólfur og bætti við að hann teldi að betur muni ganga að bólusetja næstu mánuði en talið hefur verið. „En það er erfitt að segja nákvæmlega hversu stóran hluta þjóðarinnar verður búið að bólusetja í sumar, þetta ræðst allt af þeim dreifingaráætlunum sem við munum fá frá framleiðendum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Hann minnir þó á að hægt sé að nota ýmsar aðferðir við að reikna sig niður á það hve stóran hluta þjóðarinnar búið verði að bólusetja á ákveðnum tímapunkti. „Það er hægt að nota tölur um dreifingaráætlun fyrirtækjanna, það er hægt að nota tölur um áætlun miðað við það magn sem við ætlum að kaupa og svo framvegis. Þannig að menn geta gert þetta á ýmsa vegu og það er bara mjög ánægjulegt ef Danir reikna sig fram á það á þennan hátt. Ég held að við munum þá geta flotið með þeim og verið í nokkurn veginn í sömu sporum og þeir,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagðist sjálfur ætla að halda sig við það hvernig dreifingaráætlun bóluefnaframleiðendanna lítur út og hún liggur ekki fyrir nema út marsmánuð. Þórólfur sagði dreifingaráætlunina enn vera að breytast en sem betur fer frekar á þann veg að við værum að fara fá meira bóluefni heldur en minna. „Við erum hins vegar einungis ennþá með dreifingaráætlun bóluefna út mars og samkvæmt þeim áætlunum sem fyrir liggja þá munum við fá rúmlega 70 þúsund skammta í lok mars en inni í þeirri tölu er ekki magn bóluefna frá AstraZeneca í mars þannig að það er ýmislegt óljóst í þessu en ég held að við getum verið vongóð um það að við munum fara að fá meira af bóluefnum. Raunar bárust þær fréttir frá Danmörku að þeir telja sig geta verið búna að bólusetja flesta núna í sumar og vonandi mun það gilda einnig um okkur,“ sagði Þórólfur og bætti við að hann teldi að betur muni ganga að bólusetja næstu mánuði en talið hefur verið. „En það er erfitt að segja nákvæmlega hversu stóran hluta þjóðarinnar verður búið að bólusetja í sumar, þetta ræðst allt af þeim dreifingaráætlunum sem við munum fá frá framleiðendum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira