„Gaur sem er að bíða eftir þér“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2021 17:03 Morðið var framið á laugardagskvöld í Rauðagerði. Vísir/Vilhelm Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði á laugardagskvöld segir að lagt hafi verið hald á nokkra muni við rannsóknina. Hann vill ekki upplýsa hvort skotvopnið sem notað var til að bana albönskum karlmanni á fertugsaldri sé þeirra á meðal. Mikil áhersla sé lögð á málið og það litið alvarlegum augum. Fjórir eru í haldi lögreglu en auk þess hefur lögregla rætt við fjölda vitna að sögn Margeirs. Óhætt er að segja að lögregla haldi spilunum þétt að sér varðandi rannsókn morðsins sem vakið hefur óhug í íslensku samfélagi. Karlmanni var ráðinn bani fyrir utan heimili sitt á laugardagskvöld með skotvopni. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn látni skotinn mörgum skotum þar á meðal í höfuðið. Margeir segir rannsókn málsins í upphafi hafa leitt lögreglu til karlmanns sem var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur karlmaður frá Litháen og var handtekinn í íbúð í Garðabæ sem annar karlmaður, sem handtekinn var í gærkvöldi ásamt tveimur erlendum karlmönnum, hefur til umráða. Sá hefur verið titlaður fíkniefnabarónn af lögreglu og nýlegur leki á gögnum í lögreglurannsókn benda til þess að hann hafi verið upplýsingagjafi lögreglu um árabil. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Hótun í skilaboðum Fréttablaðið segir í umfjöllun um málið í dag að hinn meinti fíkniefnabarónn hafi haft öryggis síns vegna hóp erlendra karlmanna í kringum sig eftir að gagnalekann. Þá hefur blaðið undir höndum skilaboð frá honum til margdæmds glæpamanns sem hann grunar um að hafa lekið gögnunum. Ljóst er að gagnalekinn setti fíkniefnabaróninn meinta í erfiða stöðu enda ekki vinsælt í undirheimum að veita lögreglu upplýsingar. Mennirnir voru áður vinir og má sjá myndir af þeim tveimur í góðum gír á Facebook áður en kastaðist í kekki milli þeirra. Fréttablaðið segir að skilaboðin hafi verið send fyrir um tveimur vikum. Þar segist hinn meinti fíkniefnabarónn hafa orðið fyrir óbætanlegu tjóni af völdum mannsins og sé því nauðugur kostur að gera honum illt. Skilaboðunum fylgdu, að sögn Fréttablaðsins, mynd af Litháanum sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði og skilaboðin: „Gaur sem er að bíða eftir þér“. Nú tveimur vikum síðar situr karlmaðurinn frá Litháen í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna morðsins á albanska karlmanninum. Litháinn mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vera búsettur á Spáni en meintur fíkniefnabarón dvelur stóran hluta ársins í sólinni þar syðra. Rætt við fjölda manns Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn veitir litlar upplýsingar um málið í samtali við fréttastofu. Karlmennirnir þrír sem handteknir voru í gærkvöldi eru enn í haldi til viðbótar við Litháann sem er í gæsluvarðhaldi. Margeir Sveinsson heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins.Vísir/ArnarHalldórs „Við erum búnir að ræða við fjölda manns, vitni,“ segir Margeir. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitað liðsinnis embætta innanlands sem erlendis. Rannsóknin teygi sig þó enn sem komið er ekki út fyrir landsteinana að sögn Margeirs. Lögregla hafi lagt hald á einhverja muni við rannsókn sína en vill ekki segja til um hvort morðvopnið sé þeirra á meðal. Svör Margeirs við öðrum spurningum fréttastofu eru á sama hátt. „Ég ætla ekki að tjá mig um það.“ Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Fjórir eru í haldi lögreglu en auk þess hefur lögregla rætt við fjölda vitna að sögn Margeirs. Óhætt er að segja að lögregla haldi spilunum þétt að sér varðandi rannsókn morðsins sem vakið hefur óhug í íslensku samfélagi. Karlmanni var ráðinn bani fyrir utan heimili sitt á laugardagskvöld með skotvopni. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn látni skotinn mörgum skotum þar á meðal í höfuðið. Margeir segir rannsókn málsins í upphafi hafa leitt lögreglu til karlmanns sem var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur karlmaður frá Litháen og var handtekinn í íbúð í Garðabæ sem annar karlmaður, sem handtekinn var í gærkvöldi ásamt tveimur erlendum karlmönnum, hefur til umráða. Sá hefur verið titlaður fíkniefnabarónn af lögreglu og nýlegur leki á gögnum í lögreglurannsókn benda til þess að hann hafi verið upplýsingagjafi lögreglu um árabil. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Hótun í skilaboðum Fréttablaðið segir í umfjöllun um málið í dag að hinn meinti fíkniefnabarónn hafi haft öryggis síns vegna hóp erlendra karlmanna í kringum sig eftir að gagnalekann. Þá hefur blaðið undir höndum skilaboð frá honum til margdæmds glæpamanns sem hann grunar um að hafa lekið gögnunum. Ljóst er að gagnalekinn setti fíkniefnabaróninn meinta í erfiða stöðu enda ekki vinsælt í undirheimum að veita lögreglu upplýsingar. Mennirnir voru áður vinir og má sjá myndir af þeim tveimur í góðum gír á Facebook áður en kastaðist í kekki milli þeirra. Fréttablaðið segir að skilaboðin hafi verið send fyrir um tveimur vikum. Þar segist hinn meinti fíkniefnabarónn hafa orðið fyrir óbætanlegu tjóni af völdum mannsins og sé því nauðugur kostur að gera honum illt. Skilaboðunum fylgdu, að sögn Fréttablaðsins, mynd af Litháanum sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði og skilaboðin: „Gaur sem er að bíða eftir þér“. Nú tveimur vikum síðar situr karlmaðurinn frá Litháen í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna morðsins á albanska karlmanninum. Litháinn mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vera búsettur á Spáni en meintur fíkniefnabarón dvelur stóran hluta ársins í sólinni þar syðra. Rætt við fjölda manns Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn veitir litlar upplýsingar um málið í samtali við fréttastofu. Karlmennirnir þrír sem handteknir voru í gærkvöldi eru enn í haldi til viðbótar við Litháann sem er í gæsluvarðhaldi. Margeir Sveinsson heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins.Vísir/ArnarHalldórs „Við erum búnir að ræða við fjölda manns, vitni,“ segir Margeir. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitað liðsinnis embætta innanlands sem erlendis. Rannsóknin teygi sig þó enn sem komið er ekki út fyrir landsteinana að sögn Margeirs. Lögregla hafi lagt hald á einhverja muni við rannsókn sína en vill ekki segja til um hvort morðvopnið sé þeirra á meðal. Svör Margeirs við öðrum spurningum fréttastofu eru á sama hátt. „Ég ætla ekki að tjá mig um það.“
Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01
Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. 16. febrúar 2021 10:38
Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34