Dómar í Bitcoin-málinu mildaðir allir sem einn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 14:20 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Með þeim á myndinni er Viktor Ingi Sigurðsson vinur þeirra sem tengist þó Bitcoin-málinu ekkert. Landsréttur mildaði í dag dóma yfir fimm mönnum sem sakfelldir voru í svokölluðu Bitcoin-máli í héraðsdómi. Sindri Þór Stefánsson, sem saksóknari taldi höfuðpaur í málinu, var dæmdur í 3,5 árs fangelsi í dag en hafði hlotið 4,5 árs fangelsi í héraði. Refsing hinna fjögurra var stytt um meira en helming. Af þeim sjö sem ákærðir voru í málinu tilheyra fimm vinahóp sem þekkst hefur um langt skeið og samanstendur af þeim Sindra Þór, Hafþóri Loga Hlynssyni, bræðrunum Matthíasi Jóni og Pétri Stanislav Karlssonum og Viktori Inga Jónassyni. Voru þeir meðal annars í Facebook-hóp sem kenndur var við „föruneytið“. Hafþór Logi hlaut 20 mánaða dóm í héraði en átta mánaða dóm í Landsrétti. Ólíkt var farið í peningaþvættismáli hjá Hafþóri Loga á dögunum þegar Landsréttur þyngdi dóm yfir honum. Matthías Jón fékk 2,5 ára fangelsi í héraði en Landsréttur stytti refsinguna í 15 mánuði. Hann var á dögunum dæmdur í tæplega sex ára fangelsi fyrir aðild að fíkniefnamáli. Viktor Ingi var dæmdur í átta mánaða fangelsi en hafði fengið átján mánaða dóm í héraði. Þá var Pétur Stanislav dæmdur í fimm mánaða fangelsi en refsing hans í héraði var ákveðin átján mánaða fangelsi. Tveir til viðbótar hlutu vægari dóma í málinu í héraði og ákváðu að áfrýja ekki niðurstöðunni til Landsréttar. Þáttur og hlutverk sjömenninganna í innbrotunum voru misjöfn. Samkvæmt ákærunni var 2.250 tölvuíhlutum stolið. Þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins var metið um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Péturs Stanislavs, segir um sigur að ræða frá niðurstöðunni sem var í héraðsdómi. „Fjallið hefur tekið joðsótt og fæðst lítil mús,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Vísar hann til þess að dómur Péturs var styttur verulega, eða úr átján mánuðum í fimm. Málið vakti heimsathygli og hefur verið fjallað um það í erlendum fjölmiðlum og tímaritum. Meðal annars vakti athygli þegar Sindri Þór flúði af fangelsinu Sogni og flaug til Svíþjóðar með flugvél Icelandair. Í ljós kom að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal farþega í vélinni sem erlendum fjölmiðlum þótti ótrúleg tilviljun. Dómsmál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Efnahagsbrot Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Af þeim sjö sem ákærðir voru í málinu tilheyra fimm vinahóp sem þekkst hefur um langt skeið og samanstendur af þeim Sindra Þór, Hafþóri Loga Hlynssyni, bræðrunum Matthíasi Jóni og Pétri Stanislav Karlssonum og Viktori Inga Jónassyni. Voru þeir meðal annars í Facebook-hóp sem kenndur var við „föruneytið“. Hafþór Logi hlaut 20 mánaða dóm í héraði en átta mánaða dóm í Landsrétti. Ólíkt var farið í peningaþvættismáli hjá Hafþóri Loga á dögunum þegar Landsréttur þyngdi dóm yfir honum. Matthías Jón fékk 2,5 ára fangelsi í héraði en Landsréttur stytti refsinguna í 15 mánuði. Hann var á dögunum dæmdur í tæplega sex ára fangelsi fyrir aðild að fíkniefnamáli. Viktor Ingi var dæmdur í átta mánaða fangelsi en hafði fengið átján mánaða dóm í héraði. Þá var Pétur Stanislav dæmdur í fimm mánaða fangelsi en refsing hans í héraði var ákveðin átján mánaða fangelsi. Tveir til viðbótar hlutu vægari dóma í málinu í héraði og ákváðu að áfrýja ekki niðurstöðunni til Landsréttar. Þáttur og hlutverk sjömenninganna í innbrotunum voru misjöfn. Samkvæmt ákærunni var 2.250 tölvuíhlutum stolið. Þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins var metið um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Péturs Stanislavs, segir um sigur að ræða frá niðurstöðunni sem var í héraðsdómi. „Fjallið hefur tekið joðsótt og fæðst lítil mús,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Vísar hann til þess að dómur Péturs var styttur verulega, eða úr átján mánuðum í fimm. Málið vakti heimsathygli og hefur verið fjallað um það í erlendum fjölmiðlum og tímaritum. Meðal annars vakti athygli þegar Sindri Þór flúði af fangelsinu Sogni og flaug til Svíþjóðar með flugvél Icelandair. Í ljós kom að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal farþega í vélinni sem erlendum fjölmiðlum þótti ótrúleg tilviljun.
Dómsmál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Efnahagsbrot Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira