Kim Kardashian hefur sótt um skilnað Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2021 20:28 Kanye West og Kim Kardashian. Getty/Mark Sagliocco Kim Kardashian West er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Hún fari fram á sameiginlegt forræði yfir fjórum börnum þeirra þar sem þau vilji skilja í sátt. Þetta herma heimildir slúðurmiðilsins TMZ, en í byrjun árs var greint frá því að skilnaður hjónanna væri yfirvofandi. Hjónin hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögur börn; North, Saint, Psalm og Chicago. Þau eru sögð vera staðráðin í því að ala börnin upp saman og hvorugt geri athugasemdir við það að deila forræðinu. Hjónabandið hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna mánuði, þá sérstaklega eftir að West bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna á síðasta ári. Greint var frá því að rapparinn glímdi við geðhvarfasýki og segja heimildarmenn TMZ að Kardashian hafi ekki viljað skilja við hann á svo viðkvæmum tíma. Stjórnmálaskoðanir og lífsviðhorf settu strik í reikninginn Kardashian og West hafa undanfarið eytt tíma í sundur, en rapparinn hefur dvalið í Wyoming á búgarði þeirra hjóna á meðan Kardashian var mestmegnis með börnin á heimili þeirra í Kaliforníu. Á meðal þess sem gerði út um hjónabandið voru ólíkar stjórnmálaskoðanir þeirra og mismunandi viðhorf til lífsins að sögn heimildarmanna. Kanye hafði áður lýst yfir stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en bauð sig líkt og áður sagði fram gegn honum sem sjálfstæður frambjóðandi. Kardashian vann sjálf með Trump að umbótum í fangelsismálum, en hefur þó aldrei lýst yfir beinum stuðningi við forsetann. Umtalaðasta par síðari ára Það er ekki ofsögum sagt að hjónin séu eitt frægasta par heimsins. Þau voru bæði tíðir gestir á síðum slúðurblaða vestanhafs áður en þau fóru að stinga saman nefjum en gerði svo samband sitt opinbert árið 2012. Árið 2013 kom frumburður þeirra North West í heiminn. Ári síðar giftu þau sig á Ítalíu við glæsilega athöfn. Þá heimsóttu þau Ísland í apríl árið 2016 og skoðuðu þekkta áfangastaði, til að mynda Gullfos og Geysi. Þá fóru þau upp í turn Hallgrímskirkju og skoðuðu Seljalandsfoss áður en þau snæddu kvöldverð á Grillmarkaðnum. Hollywood Tímamót Bandaríkin Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira
Þetta herma heimildir slúðurmiðilsins TMZ, en í byrjun árs var greint frá því að skilnaður hjónanna væri yfirvofandi. Hjónin hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögur börn; North, Saint, Psalm og Chicago. Þau eru sögð vera staðráðin í því að ala börnin upp saman og hvorugt geri athugasemdir við það að deila forræðinu. Hjónabandið hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna mánuði, þá sérstaklega eftir að West bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna á síðasta ári. Greint var frá því að rapparinn glímdi við geðhvarfasýki og segja heimildarmenn TMZ að Kardashian hafi ekki viljað skilja við hann á svo viðkvæmum tíma. Stjórnmálaskoðanir og lífsviðhorf settu strik í reikninginn Kardashian og West hafa undanfarið eytt tíma í sundur, en rapparinn hefur dvalið í Wyoming á búgarði þeirra hjóna á meðan Kardashian var mestmegnis með börnin á heimili þeirra í Kaliforníu. Á meðal þess sem gerði út um hjónabandið voru ólíkar stjórnmálaskoðanir þeirra og mismunandi viðhorf til lífsins að sögn heimildarmanna. Kanye hafði áður lýst yfir stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en bauð sig líkt og áður sagði fram gegn honum sem sjálfstæður frambjóðandi. Kardashian vann sjálf með Trump að umbótum í fangelsismálum, en hefur þó aldrei lýst yfir beinum stuðningi við forsetann. Umtalaðasta par síðari ára Það er ekki ofsögum sagt að hjónin séu eitt frægasta par heimsins. Þau voru bæði tíðir gestir á síðum slúðurblaða vestanhafs áður en þau fóru að stinga saman nefjum en gerði svo samband sitt opinbert árið 2012. Árið 2013 kom frumburður þeirra North West í heiminn. Ári síðar giftu þau sig á Ítalíu við glæsilega athöfn. Þá heimsóttu þau Ísland í apríl árið 2016 og skoðuðu þekkta áfangastaði, til að mynda Gullfos og Geysi. Þá fóru þau upp í turn Hallgrímskirkju og skoðuðu Seljalandsfoss áður en þau snæddu kvöldverð á Grillmarkaðnum.
Hollywood Tímamót Bandaríkin Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira